Hefðum alltaf tekið þessa stöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2017 06:00 Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu eru klárir í bátana fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó. Sigur kemur Íslandi á HM. vísir/ernir Aron Einar Gunnarsson hefur glímt við meiðsli að undanförnu en lék fyrstu 65 mínúturnar í sigrinum frækna á Tyrklandi á föstudaginn. Landsliðsfyrirliðinn segist vera í góðu ásigkomulagi og klár í bátana fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó í kvöld. „Staðan er mjög góð. Ég er stífur eins og gerist þegar maður er ekki búinn að æfa eða spila í tvær vikur. Ég náði góðri endurheimt í gær og hlakka til að undirbúa leikinn gegn Kósovó,“ sagði Aron Einar í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslensku leikmennirnir séu komnir aftur niður á jörðina eftir sigurinn á Tyrkjum. „Jájá, við höfum verið í þessu svo lengi og erum vanir þessum úrslitaleikjum. Þetta er það reynslumikill og góður hópur að við vitum hvað þarf að gera. Þetta er bara annað verkefni, næsta skref sem við þurfum að taka og við gerum það saman,“ sagði Aron Einar. Þetta er í þriðja sinn á síðustu árum sem Ísland er í stöðu til að tryggja sér annaðhvort sæti á stórmóti eða sæti í umspili. Haustið 2013 tryggðu Íslendingar sér sæti í umspili um sæti á HM 2014 með því að gera jafntefli við Norðmenn. Tveimur árum síðar tryggðu strákarnir okkar sér farseðilinn á EM í Frakklandi með markalausu jafntefli við Kasakstan. Íslenska liðið hefur því reynslu af svona leikjum. „Það eru ekki bara þessir leikir. Þetta eru búnir að vera úrslitaleikir síðustu þrjú ár þannig að við höfum ágæta reynslu af svona leikjum. Við þurfum bara að vera skipulagðir, spila okkar leik og passa að fara ekki fram úr okkur,“ sagði Aron Einar. Líkt og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talar Aron Einar af mikilli virðingu um Kósovó, sem er yngsta landslið Evrópu og er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni. Ísland vann fyrri leikinn gegn Kósovó, 1-2, en þurfti að hafa mikið fyrir þeim sigri. „Það sást að þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Það hefur verið stígandi í þeirra leik og það ber að varast. Við þurfum að eiga góðan leik til að klára þetta lið,“ sagði Aron Einar sem viðurkennir samt að íslenska liðið sé í kjörstöðu; að þurfa „bara“ að vinna neðsta lið riðilsins til að komast á HM. „Við hefðum alltaf tekið þessa stöðu. Það góða er að þetta er í okkar höndum og við þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við þurfum bara að klára okkar verkefni og mæta þeim af krafti.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00 Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38 Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01 Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13 Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00 Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45 Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson hefur glímt við meiðsli að undanförnu en lék fyrstu 65 mínúturnar í sigrinum frækna á Tyrklandi á föstudaginn. Landsliðsfyrirliðinn segist vera í góðu ásigkomulagi og klár í bátana fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó í kvöld. „Staðan er mjög góð. Ég er stífur eins og gerist þegar maður er ekki búinn að æfa eða spila í tvær vikur. Ég náði góðri endurheimt í gær og hlakka til að undirbúa leikinn gegn Kósovó,“ sagði Aron Einar í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslensku leikmennirnir séu komnir aftur niður á jörðina eftir sigurinn á Tyrkjum. „Jájá, við höfum verið í þessu svo lengi og erum vanir þessum úrslitaleikjum. Þetta er það reynslumikill og góður hópur að við vitum hvað þarf að gera. Þetta er bara annað verkefni, næsta skref sem við þurfum að taka og við gerum það saman,“ sagði Aron Einar. Þetta er í þriðja sinn á síðustu árum sem Ísland er í stöðu til að tryggja sér annaðhvort sæti á stórmóti eða sæti í umspili. Haustið 2013 tryggðu Íslendingar sér sæti í umspili um sæti á HM 2014 með því að gera jafntefli við Norðmenn. Tveimur árum síðar tryggðu strákarnir okkar sér farseðilinn á EM í Frakklandi með markalausu jafntefli við Kasakstan. Íslenska liðið hefur því reynslu af svona leikjum. „Það eru ekki bara þessir leikir. Þetta eru búnir að vera úrslitaleikir síðustu þrjú ár þannig að við höfum ágæta reynslu af svona leikjum. Við þurfum bara að vera skipulagðir, spila okkar leik og passa að fara ekki fram úr okkur,“ sagði Aron Einar. Líkt og landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talar Aron Einar af mikilli virðingu um Kósovó, sem er yngsta landslið Evrópu og er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni. Ísland vann fyrri leikinn gegn Kósovó, 1-2, en þurfti að hafa mikið fyrir þeim sigri. „Það sást að þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Það hefur verið stígandi í þeirra leik og það ber að varast. Við þurfum að eiga góðan leik til að klára þetta lið,“ sagði Aron Einar sem viðurkennir samt að íslenska liðið sé í kjörstöðu; að þurfa „bara“ að vinna neðsta lið riðilsins til að komast á HM. „Við hefðum alltaf tekið þessa stöðu. Það góða er að þetta er í okkar höndum og við þurfum ekki að treysta á neina aðra. Við þurfum bara að klára okkar verkefni og mæta þeim af krafti.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00 Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38 Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01 Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13 Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00 Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45 Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Kósovó-leikinn | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í morgun. 8. október 2017 12:00
Aron Einar klár í slaginn | Björn Bergmann frá vegna meiðsla Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósovó á morgun, fyrir utan Björn Bergmann Sigurðarson sem er meiddur. 8. október 2017 11:38
Heimir hrósaði starfsliðinu: Þvoði á nóttunni í Tyrklandi Heimir Hallgrímsson bar mikið lof á starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í morgun. 8. október 2017 17:01
Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“ Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag. 8. október 2017 14:13
Enginn í leikbanni á morgun Enginn leikmaður Íslenska landsliðsins verður í leikbanni á morgun þegar Íslands tekur á móti Kosovó í einum mikilvægasta leik landsliðsins frá upphafi. 8. október 2017 09:00
Þjálfari Kósovó: Sagði að Ísland myndi vinna riðilinn Kosovó mætir Íslandi í lokaumferð undankeppni HM 2018 á morgun á Laugardalsvelli og sat þjálfari Kosovó, Albert Bunjaki, fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld. 8. október 2017 21:45
Heimir kallar eftir nýjum þjóðarleikvangi Heimir Hallgrímsson segir leiðinlegt að ekki fleiri geti séð íslenska landsliðið gegn því kósovóska á Laugardalsvelli á morgun. 8. október 2017 19:30