Alfreð: Þetta var klárlega sterkasti riðillinn Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 21:59 Alfreð Finnbogason vísir/ernir „Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld. „Heimir sagði okkur að njóta augnabliksins. Við tókum sama undirbúning og alltaf og sýndum Kosóvó mikla virðingu þó svo að þeir væru með lítið af stigum. Við þurftum að sýna að við ættum skilið að fara á HM,“ bætti Alfreð við. Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina leist mörgum ekki á blikuna enda um gríðarlega sterkan riðil að ræða. „Þetta var klárlega sterkasti riðillinn í undankeppninni. Það voru fjögur lið sem voru á EM og þessi tvö „slökustu“ lið voru alls ekki slæm þó þau væru lengi í gang. Það segir allt sem segja þarf að það komast 13 lið frá Evrópu á HM en 24 á EM, þetta er bara rugl.“ Alfreð bætti við að hópurinn hefði alltaf talað um það markmið að enda í öðru af fyrstu tveimur sætum riðilsins. „Það er enn sætara að klára þetta í fyrsta sætinu.“ Alfreð sagði sigurinn gegn Króatíu í sumar hafa sett tóninn og að liðið hefði ekki dottið niður í volæði eftir tapið gegn Finnum. „Þrátt fyrir að hafa tapað í Finnlandi þá töpuðum við aldrei voninni. Við tókum fullt hús stiga á heimavelli og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt,“ bætti Alfreð við. Alfreð vildi ekki meina að það hefði ekki verið erfitt að halda sér á jörðinni fyrir leikinn í kvöld en margir voru á því eftir sigurinn á Tyrkjum að auðvelt verkefni biði gegn Kosóvó. „Það er komin ótrúlega mikil reynsla og leikirnir í umspilinu fyrir fjórum árum skipti miklu máli. Þá var spennustigið ótrúlega hátt og við stóðumst það próf ekki. Við tókum þá reiði með okkur og kláruðum það. Þegar maður er kominn með smjörþefinn af stórmóti þá vill maður fara á þau á tveggja ára fresti.“ Þegar Alfreð var spurður um óskamótherja í Rússlandi hló hann við og sagðist ekki vera kominn svo langt í huganum. Hann sagðist þó vilja eitthvað skemmtilegt lið utan Evrópu. „Eigum við ekki bara að segja Bandaríkin,“ sagði Alfreð að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
„Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld. „Heimir sagði okkur að njóta augnabliksins. Við tókum sama undirbúning og alltaf og sýndum Kosóvó mikla virðingu þó svo að þeir væru með lítið af stigum. Við þurftum að sýna að við ættum skilið að fara á HM,“ bætti Alfreð við. Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina leist mörgum ekki á blikuna enda um gríðarlega sterkan riðil að ræða. „Þetta var klárlega sterkasti riðillinn í undankeppninni. Það voru fjögur lið sem voru á EM og þessi tvö „slökustu“ lið voru alls ekki slæm þó þau væru lengi í gang. Það segir allt sem segja þarf að það komast 13 lið frá Evrópu á HM en 24 á EM, þetta er bara rugl.“ Alfreð bætti við að hópurinn hefði alltaf talað um það markmið að enda í öðru af fyrstu tveimur sætum riðilsins. „Það er enn sætara að klára þetta í fyrsta sætinu.“ Alfreð sagði sigurinn gegn Króatíu í sumar hafa sett tóninn og að liðið hefði ekki dottið niður í volæði eftir tapið gegn Finnum. „Þrátt fyrir að hafa tapað í Finnlandi þá töpuðum við aldrei voninni. Við tókum fullt hús stiga á heimavelli og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt,“ bætti Alfreð við. Alfreð vildi ekki meina að það hefði ekki verið erfitt að halda sér á jörðinni fyrir leikinn í kvöld en margir voru á því eftir sigurinn á Tyrkjum að auðvelt verkefni biði gegn Kosóvó. „Það er komin ótrúlega mikil reynsla og leikirnir í umspilinu fyrir fjórum árum skipti miklu máli. Þá var spennustigið ótrúlega hátt og við stóðumst það próf ekki. Við tókum þá reiði með okkur og kláruðum það. Þegar maður er kominn með smjörþefinn af stórmóti þá vill maður fara á þau á tveggja ára fresti.“ Þegar Alfreð var spurður um óskamótherja í Rússlandi hló hann við og sagðist ekki vera kominn svo langt í huganum. Hann sagðist þó vilja eitthvað skemmtilegt lið utan Evrópu. „Eigum við ekki bara að segja Bandaríkin,“ sagði Alfreð að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46