Birkir Már: Fjarlægur draumur að vera með á HM Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 22:13 Birkir Már Sævarsson í upphitun í kvöld vísir/ernir „Þetta er töluvert stærra. Maður er búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum um að vera með. Maður er enn að jafna sig á þessu,“ sagði Birkir Már Sævarsson sem hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu síðustu ár. Birkir Már var ekkert að æsa sig of mikið og var sallarólegur þegar hann mætti í viðtölin. „Við erum búnir að taka út ansi mikla spennu úti á velli og inni í klefa. Nú er þetta kannski lognið á undan storminum,“ sagði hann brosandi og vísaði þá til fagnaðarlátanna framundan á Ingólfstorgi. „Ég býst við helling af fólki og geggjaðri stemmningu,“ bætti hann við. Líkt og margir aðrir sagði Birkir að liðið hefði búið að mikillli reynslu sem það hefur fengið síðustu árin. „Við vorum með reynsluna frá því í leiknum gegn Kasakstan fyrir tveimur árum. Þá vorum við of hræddir við að tapa en nú þurftum að að passa upp á að gera það sem við erum góðir í og okkur tókst það.“ Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var fremur rólegur og mark Gylfa Þórs létti pressunni af liðinu fyrir leikhléið. „Það var mjög gott að fá markið fyrir hlé því fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur.“ Birkir Már hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi-deildina og þá til uppeldisfélagsins, Vals. „Það hefur ekkert komið upp ennþá, ekkert tilboð komið á borðið. Ég mun setjast niður með umboðsmanninum núna og skoða mín mál.“ „Helst myndi ég vilja vera erlendis og spila leiki fram að HM. En ef það kemur ekkert upp þá náttúrulega verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfirhöfuð,“ sagði Birkir Már en hann verður samningslaus hjá Hammarby um áramótin. „Það er allavega betra að spila einhvers staðar heldur en vera atvinnulaus. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Birkir og bætti við að Valur væri eina liðið sem kæmi til greina í hans huga. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09 Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
„Þetta er töluvert stærra. Maður er búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum um að vera með. Maður er enn að jafna sig á þessu,“ sagði Birkir Már Sævarsson sem hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu síðustu ár. Birkir Már var ekkert að æsa sig of mikið og var sallarólegur þegar hann mætti í viðtölin. „Við erum búnir að taka út ansi mikla spennu úti á velli og inni í klefa. Nú er þetta kannski lognið á undan storminum,“ sagði hann brosandi og vísaði þá til fagnaðarlátanna framundan á Ingólfstorgi. „Ég býst við helling af fólki og geggjaðri stemmningu,“ bætti hann við. Líkt og margir aðrir sagði Birkir að liðið hefði búið að mikillli reynslu sem það hefur fengið síðustu árin. „Við vorum með reynsluna frá því í leiknum gegn Kasakstan fyrir tveimur árum. Þá vorum við of hræddir við að tapa en nú þurftum að að passa upp á að gera það sem við erum góðir í og okkur tókst það.“ Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var fremur rólegur og mark Gylfa Þórs létti pressunni af liðinu fyrir leikhléið. „Það var mjög gott að fá markið fyrir hlé því fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur.“ Birkir Már hefur verið orðaður við endurkomu í Pepsi-deildina og þá til uppeldisfélagsins, Vals. „Það hefur ekkert komið upp ennþá, ekkert tilboð komið á borðið. Ég mun setjast niður með umboðsmanninum núna og skoða mín mál.“ „Helst myndi ég vilja vera erlendis og spila leiki fram að HM. En ef það kemur ekkert upp þá náttúrulega verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfirhöfuð,“ sagði Birkir Már en hann verður samningslaus hjá Hammarby um áramótin. „Það er allavega betra að spila einhvers staðar heldur en vera atvinnulaus. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Birkir og bætti við að Valur væri eina liðið sem kæmi til greina í hans huga.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09 Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28 Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Klökkur Jói Berg: Þetta er fyrir fjölskylduna og þjóðina Jóhann Berg Guðmundsson klökknaði í viðtali eftir leikinn gegn Kósóvó í kvöld þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni HM 9. október 2017 21:09
Sjáið mörkin sem komu Íslandi á HM í Rússlandi | Myndband Mörk frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Jóhann Berg Guðmundssyni tryggðu íslenska karlalandsliðinu í fótbolta 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld og þar með sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 21:28
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Heimir: Hrikalega stoltur Landsliðsþjálfarinn hugsaði bara í tilfinningum og átti erfitt með að finna orð til að lýsa augnablikinu þegar íslenska landsliðið tryggði sig í lokakeppni HM í Rússlandi næsta sumar 9. október 2017 21:38
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn