Sundrung, upplausn og óvissa til umræðu í Víglínunni Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 11:28 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins stendur í ströngu þessa dagana. Ekki bara við undirbúning alþingiskosninga eftir fjórar vikur heldur glímir hann einnig við upplausn í eigin flokki því nánast daglega berast fréttir af úrsögnum forystufólks og almennra flokksmanna úr flokknum víðs vegar um land. Sigurður Ingi verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 í dag. Þar verður farið yfir stöðuna innan Framsóknarflokksins og hvað formaðurinn telur að flokkurinn hafi fram að færa á næsta kjörtímabili. Stjórnmálaflokkarnir munu allir ljúka frágangi framboðslista sinna nú um helgina og fyrir lok komandi viku. Vinstri græn hafa verið hástökkvarar kannanna undanfarnar vikur og mælst með allt að 30 prósenta fylgi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður flokksins sækist eftir fyrsta sætinu í suðvesturkjördæmi (Kraganum) sem er eina kjördæmið þar sem fram fer forval hjá flokknum fyrir komandi kosningar. Rósa Björk mætir í seinni hluta Víglínunnar ásamt Þorsteini Víglundssyni þingmanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur mælst ágætlega í könnunum að undanförnu og fengi kjörna fulltrúa á þing samkvæmt þeim. En Viðreisn á hins vegar á brattan að sækja og nær samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar ekki fulltrúum á Alþingi. Víglínan er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins stendur í ströngu þessa dagana. Ekki bara við undirbúning alþingiskosninga eftir fjórar vikur heldur glímir hann einnig við upplausn í eigin flokki því nánast daglega berast fréttir af úrsögnum forystufólks og almennra flokksmanna úr flokknum víðs vegar um land. Sigurður Ingi verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 í dag. Þar verður farið yfir stöðuna innan Framsóknarflokksins og hvað formaðurinn telur að flokkurinn hafi fram að færa á næsta kjörtímabili. Stjórnmálaflokkarnir munu allir ljúka frágangi framboðslista sinna nú um helgina og fyrir lok komandi viku. Vinstri græn hafa verið hástökkvarar kannanna undanfarnar vikur og mælst með allt að 30 prósenta fylgi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður flokksins sækist eftir fyrsta sætinu í suðvesturkjördæmi (Kraganum) sem er eina kjördæmið þar sem fram fer forval hjá flokknum fyrir komandi kosningar. Rósa Björk mætir í seinni hluta Víglínunnar ásamt Þorsteini Víglundssyni þingmanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur mælst ágætlega í könnunum að undanförnu og fengi kjörna fulltrúa á þing samkvæmt þeim. En Viðreisn á hins vegar á brattan að sækja og nær samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar ekki fulltrúum á Alþingi. Víglínan er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira