Núna er ég helmingi betri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2017 06:00 Bjarki Þór Pálsson. mynd/baldur kristjánsson Hinn 7. október næstkomandi mætir Bjarki Þór Pálsson hinum breska Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Hussein hefur unnið sex bardaga sem atvinnumaður og tapað tveimur. Bardagi þeirra Bjarka verður aðalbardagi FightStar Championship 12 sem fer fram í London. Að minnsta kosti þrír aðrir Íslendingar keppa á bardagakvöldinu en ef allt gengur eftir verða þeir sjö. Bjarki átti góðu gengi að fagna sem áhugamaður þar sem hann vann 11 af 12 bardögum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Bjarki keppt sem atvinnumaður og unnið alla þrjá bardaga sína sem slíkur. Tveir þeir síðustu, sem voru gegn Bretanum Alan Proctor, voru báðir í veltivigt. Bjarki hefur hins vegar ákveðið að færa sig aftur niður í léttvigt.Sniðugt að fara aftur niður „Ég fór upp um flokk í síðustu tveimur bardögum. Ég er 77 kg ef ég er í góðu formi. Mér fannst sniðugt að fara aftur niður og sjá hvað ég get gert þar,“ sagði Bjarki í samtali við íþróttadeild. Hann barðist síðast í lok apríl og segist hafa bætt sig mikið síðan þá. „Ég keppti ekki í sumar en hélt áfram að bæta mig og æfa. Núna er ég helmingi betri,“ sagði Bjarki. Eins og áður sagði er Bjarki ósigraður sem atvinnumaður. En hvað myndi sigur á Hussein gera fyrir hann? „Þá fara stóru samtökin að opna augun fyrir mér. Ég vona að það gerist. Annars ætla ég að taka bardaga strax aftur hjá þessum samtökum 9. desember. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Bjarki. Fyrir um tveimur mánuðum sögðu Bjarki og fleiri íslenskir bardagamenn skilið við Mjölni en þeir hyggjast stofna nýtt bardagafélag í Reykjavík á næstunni.Draumur að rætast „Okkur langar að gera okkar eigið. Mig hefur alltaf dreymt um að opna minn eigin æfingasal og við ætlum að kýla á það. Það verður bara meiri gróska í MMA á Íslandi,“ sagði Bjarki sem segir að viðskilnaðurinn við Mjölni hafi verið í góðu. MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira
Hinn 7. október næstkomandi mætir Bjarki Þór Pálsson hinum breska Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Hussein hefur unnið sex bardaga sem atvinnumaður og tapað tveimur. Bardagi þeirra Bjarka verður aðalbardagi FightStar Championship 12 sem fer fram í London. Að minnsta kosti þrír aðrir Íslendingar keppa á bardagakvöldinu en ef allt gengur eftir verða þeir sjö. Bjarki átti góðu gengi að fagna sem áhugamaður þar sem hann vann 11 af 12 bardögum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Bjarki keppt sem atvinnumaður og unnið alla þrjá bardaga sína sem slíkur. Tveir þeir síðustu, sem voru gegn Bretanum Alan Proctor, voru báðir í veltivigt. Bjarki hefur hins vegar ákveðið að færa sig aftur niður í léttvigt.Sniðugt að fara aftur niður „Ég fór upp um flokk í síðustu tveimur bardögum. Ég er 77 kg ef ég er í góðu formi. Mér fannst sniðugt að fara aftur niður og sjá hvað ég get gert þar,“ sagði Bjarki í samtali við íþróttadeild. Hann barðist síðast í lok apríl og segist hafa bætt sig mikið síðan þá. „Ég keppti ekki í sumar en hélt áfram að bæta mig og æfa. Núna er ég helmingi betri,“ sagði Bjarki. Eins og áður sagði er Bjarki ósigraður sem atvinnumaður. En hvað myndi sigur á Hussein gera fyrir hann? „Þá fara stóru samtökin að opna augun fyrir mér. Ég vona að það gerist. Annars ætla ég að taka bardaga strax aftur hjá þessum samtökum 9. desember. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Bjarki. Fyrir um tveimur mánuðum sögðu Bjarki og fleiri íslenskir bardagamenn skilið við Mjölni en þeir hyggjast stofna nýtt bardagafélag í Reykjavík á næstunni.Draumur að rætast „Okkur langar að gera okkar eigið. Mig hefur alltaf dreymt um að opna minn eigin æfingasal og við ætlum að kýla á það. Það verður bara meiri gróska í MMA á Íslandi,“ sagði Bjarki sem segir að viðskilnaðurinn við Mjölni hafi verið í góðu.
MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira