Prinsessa á bak við nýja rannsókn á spillingu innan FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 11:30 Haya bint al-Hussein. Vísir/Getty Prinsessan Haya bint al-Hussein er gift einum ríkasta manni heims og bróðir hennar hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta FIFA. Hún spilar einnig stórt hlutverk í nýrri herferð gegn spillingu innan FIFA. New York Times segir frá afskiptum prinsessunnar að rannsókn á framgöngu æðstu manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins en blaðið hefur þetta eftir mörgum aðilum sem þekkja til málsins. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum hefur prinsessan unnið á bak við tjöldin með breskum einkaspæjurum við það að safna sönnunargögnum um spillingu innan fótboltaheimsins. Haya prinsessa réði einkaspæjarafyrirtækið Quest frá London til að hjálpa sér að varpa hulunni af sóðaskapnum innan FIFA. Menn innan Quest hafa reynt að komast í samband við fyrrum og núverandi háttsetta menn innan FIFA sem og að ræða við aðra sem hafa komist í kynni við æðsta hluta fótboltaheimsins. Þá hafa starfsmenn Quest einnig verið í sambandið við þá sem stýrðu herferðinni gegn FIFA árið 2015 sem endaði með handtöku á fjölda háttsettra manna innan Alþjóðafótboltasambandsins sem og endalokum manna eins og Sepp Blatter og Michel Platini. New York Times veit ekki hvaða nýju upplýsingar hafa komið fram í rannsókn Quest-manna en aðkoma Hayu prinsessu bendir til þess að öll kurl séu ekki komin til grafar í þessu risastóra spillingarmáli. FIFA segir hafa endurskiplagt sambandið og tekið til en þessi frétt New York Times bendir þó til annars. Bróðir Hayu prinsessu, Ali bin al-Hussein, tapaði forsetakosningum á móti Sepp Blatter sem og á móti Gianni Infantino, núverandi forseta FIFA. Infantino býður sig væntanlega aftur fram árið 2019 en ekki er vitað hvort að Ali prins bjóði sig þá fram í þriðja sinn. Það er hægt að lesa grein New York Times með því að smela hér. FIFA Fótbolti Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Sjá meira
Prinsessan Haya bint al-Hussein er gift einum ríkasta manni heims og bróðir hennar hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta FIFA. Hún spilar einnig stórt hlutverk í nýrri herferð gegn spillingu innan FIFA. New York Times segir frá afskiptum prinsessunnar að rannsókn á framgöngu æðstu manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins en blaðið hefur þetta eftir mörgum aðilum sem þekkja til málsins. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum hefur prinsessan unnið á bak við tjöldin með breskum einkaspæjurum við það að safna sönnunargögnum um spillingu innan fótboltaheimsins. Haya prinsessa réði einkaspæjarafyrirtækið Quest frá London til að hjálpa sér að varpa hulunni af sóðaskapnum innan FIFA. Menn innan Quest hafa reynt að komast í samband við fyrrum og núverandi háttsetta menn innan FIFA sem og að ræða við aðra sem hafa komist í kynni við æðsta hluta fótboltaheimsins. Þá hafa starfsmenn Quest einnig verið í sambandið við þá sem stýrðu herferðinni gegn FIFA árið 2015 sem endaði með handtöku á fjölda háttsettra manna innan Alþjóðafótboltasambandsins sem og endalokum manna eins og Sepp Blatter og Michel Platini. New York Times veit ekki hvaða nýju upplýsingar hafa komið fram í rannsókn Quest-manna en aðkoma Hayu prinsessu bendir til þess að öll kurl séu ekki komin til grafar í þessu risastóra spillingarmáli. FIFA segir hafa endurskiplagt sambandið og tekið til en þessi frétt New York Times bendir þó til annars. Bróðir Hayu prinsessu, Ali bin al-Hussein, tapaði forsetakosningum á móti Sepp Blatter sem og á móti Gianni Infantino, núverandi forseta FIFA. Infantino býður sig væntanlega aftur fram árið 2019 en ekki er vitað hvort að Ali prins bjóði sig þá fram í þriðja sinn. Það er hægt að lesa grein New York Times með því að smela hér.
FIFA Fótbolti Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Sjá meira