Guðlaugur Þór í hringiðu baráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. september 2017 10:00 Guðlaugur Þór Þórðarson hefur styrkt stöðu sína verulega innan Sjálfstæðisflokksins frá hruni og bakland hans er sterkt. Vísir/Vilhelm Allt hverfist nú um Guðlaug Þór Þórðarson í hringiðu valdabaráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Varaformannskjör er enn óráðið og skiptar skoðanir eru um hvort bjóða eigi fram óbreytta framboðslista fyrir kosningar. Skörp skil virðast vera milli forystu flokksins annars vegar og flokksfélaganna í Reykjavík, helsta vígi Guðlaugs Þórs, hins vegar. Stíft er fundað í flokknum þessa dagana. Landsfundi hefur verið frestað fram í mars vegna boðaðra kosninga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort flokksráð verður kallað saman fyrir kosningar til að kjósa varaformann, eða hvort flokkurinn fer án varaformanns í kosningabaráttuna. Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru helst orðuð við embætti varaformanns.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sterklega orðuð við embætti varaformanns. Margir gera skýlausa kröfu um að kona gegni embættinu meðan karlmaður er í brúnni.vísir/ernirSjálfstæðismenn í Reykjavík hafa lagt mikla áherslu á að varaformaður verði kjörinn fyrir kosningar. Flokksforystan og stuðningsmenn Þórdísar vilja bíða landsfundar. Hörð barátta er einnig í uppsiglinu um oddvitasæti í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Guðlaugur Þór er talinn öruggur í oddvitasæti annars kjördæmisins en hitt kjördæmið er oddvitalaust eftir fráfall Ólafar Nordal. Forysta flokksins hefur lagt áherslu á að bjóða eigi fram óbreytta lista eða því sem næst, herma heimildir Fréttablaðsins. Verði þeirri línu fylgt í Reykjavík ætti Brynjar Níelsson að færast upp í fyrsta sætið í Reykjavík suður við hlið Guðlaugs sem mun án efa leiða norðurlistann. Það eru hins vegar kjördæmaráðin en ekki flokksforystan, sem ákveða hvernig raðað verður á framboðslista kjördæmanna. Í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Reykjavíkur, er alls óvíst að vilji forystunnar verði látinn ráða. Sterkur vilji er til þess að sá sem fylla mun skarð Ólafar fái lýðræðislegt umboð til að leiða lista.Áslaug Arna, sem náði ritaraembættinu af Guðlaugi Þór á síðasta landsfundi, fundar nú með forystu flokksins um varaformannskjörið. Fréttablaðið/StefánÞá er allt opið. Brynjar gæti þurft að víkja öðru sinni fyrir Sigríði Andersen, en margir stuðningsmanna Brynjars töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður var skipuð dómsmálaráðherra í febrúar síðastliðnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þykir einnig eiga tilkall til forystu, enda ritari flokksins og næstráðandi Bjarna Benediktssonar meðan enginn varaformaður hefur verið valinn. Brynjar og Áslaug voru í 2. sæti sitt á hvorum lista fyrir síðustu kosningar en Sigríður var í 3. sæti á eftir Brynjari. Þá heyrast einnig þær raddir ferskir vindar þurfi að fá að blása um forystuna í Reykjavík og eru nöfn aðstoðarmanna bæði Bjarna og Guðlaugs sterklega orðuð við framboð, jafnvel í forystusæti. Sirrý Hallgrímsdóttir er einnig sögð íhuga framboð í Reykjavík eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Allt hverfist nú um Guðlaug Þór Þórðarson í hringiðu valdabaráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Varaformannskjör er enn óráðið og skiptar skoðanir eru um hvort bjóða eigi fram óbreytta framboðslista fyrir kosningar. Skörp skil virðast vera milli forystu flokksins annars vegar og flokksfélaganna í Reykjavík, helsta vígi Guðlaugs Þórs, hins vegar. Stíft er fundað í flokknum þessa dagana. Landsfundi hefur verið frestað fram í mars vegna boðaðra kosninga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort flokksráð verður kallað saman fyrir kosningar til að kjósa varaformann, eða hvort flokkurinn fer án varaformanns í kosningabaráttuna. Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru helst orðuð við embætti varaformanns.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sterklega orðuð við embætti varaformanns. Margir gera skýlausa kröfu um að kona gegni embættinu meðan karlmaður er í brúnni.vísir/ernirSjálfstæðismenn í Reykjavík hafa lagt mikla áherslu á að varaformaður verði kjörinn fyrir kosningar. Flokksforystan og stuðningsmenn Þórdísar vilja bíða landsfundar. Hörð barátta er einnig í uppsiglinu um oddvitasæti í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Guðlaugur Þór er talinn öruggur í oddvitasæti annars kjördæmisins en hitt kjördæmið er oddvitalaust eftir fráfall Ólafar Nordal. Forysta flokksins hefur lagt áherslu á að bjóða eigi fram óbreytta lista eða því sem næst, herma heimildir Fréttablaðsins. Verði þeirri línu fylgt í Reykjavík ætti Brynjar Níelsson að færast upp í fyrsta sætið í Reykjavík suður við hlið Guðlaugs sem mun án efa leiða norðurlistann. Það eru hins vegar kjördæmaráðin en ekki flokksforystan, sem ákveða hvernig raðað verður á framboðslista kjördæmanna. Í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Reykjavíkur, er alls óvíst að vilji forystunnar verði látinn ráða. Sterkur vilji er til þess að sá sem fylla mun skarð Ólafar fái lýðræðislegt umboð til að leiða lista.Áslaug Arna, sem náði ritaraembættinu af Guðlaugi Þór á síðasta landsfundi, fundar nú með forystu flokksins um varaformannskjörið. Fréttablaðið/StefánÞá er allt opið. Brynjar gæti þurft að víkja öðru sinni fyrir Sigríði Andersen, en margir stuðningsmanna Brynjars töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður var skipuð dómsmálaráðherra í febrúar síðastliðnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þykir einnig eiga tilkall til forystu, enda ritari flokksins og næstráðandi Bjarna Benediktssonar meðan enginn varaformaður hefur verið valinn. Brynjar og Áslaug voru í 2. sæti sitt á hvorum lista fyrir síðustu kosningar en Sigríður var í 3. sæti á eftir Brynjari. Þá heyrast einnig þær raddir ferskir vindar þurfi að fá að blása um forystuna í Reykjavík og eru nöfn aðstoðarmanna bæði Bjarna og Guðlaugs sterklega orðuð við framboð, jafnvel í forystusæti. Sirrý Hallgrímsdóttir er einnig sögð íhuga framboð í Reykjavík eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira