Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2017 13:45 Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. Umboðsmaður Alþingis kom á fund nefndarinnar í morgun. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og mætti Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fyrir nefndina. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir meirihlutann vilja fá mat umboðsmanns á stöðunni varðandi uppreist æru. „Við erum náttúrlega að tala um flókin viðfangsefni. Þetta eru lagaleg álitamál. Þetta eru álitamál sem lúta að framkvæmdinni og svo eru náttúrlega viðfangsefni sem eru kannski meira á hinu pólitíska sviði. Við þurfum að kanna og fara yfir mál sem snúast jafnvel um skjalafals, frumkvæðisskyldu ráðuneytisinsí að taka upp mál og endurskoða mál,“ segir Svandís. Nefndin þurfi að vinna hratt enda ekki nema rétt rúmar fimm vikur til kosninga. Hún þurfi að afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti, enda hafi það verið á borði nefndarinnar frá því Svandís bað fyrst um fund um málið í júlí. „Síðan hefur málið vaxið stig af stigi. Það var og reyndist vera mjög mikilvægt að Alþingi tæki málið til skoðunar og við yrðum við því ákalli sem var úti í samfélaginu. Bæði frá brotaþolum kynferðisbrota og fjölmiðlum. Þannig að þetta er orðið dálítið langt ferli og í millitíðinni hefur ríkisstjórn sprungið. Þannig að það væri undarlegt annað en við kvittuðum fyrir okkur með einhverjum texta,“ segir Svandís. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur verið með frumvarp í undirbúningi sem myndi afnema uppreist æru úr lögum og setja nýjar reglur um hvernig fólk geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eftir að hafa afplánað dóma. Svandís segir að ef slíkt frumvarp kæmi fram færi það til allsherjar- og menntamálanefndar sem myndi þá flytja slíkt mál sameinuð.Finnst þér áríðandi að slíkt frumvarp til að skýra þessi mál til framtíðar nái fram fyrir kosningar? „Mér finnst nauðsynlegt að Alþingi svari kalli tímans og við afgreiðum eins og við þetum það sem fyrir liggur. Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. Umboðsmaður Alþingis kom á fund nefndarinnar í morgun. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og mætti Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fyrir nefndina. Svandís Svavarsdóttir varaformaður nefndarinnar segir meirihlutann vilja fá mat umboðsmanns á stöðunni varðandi uppreist æru. „Við erum náttúrlega að tala um flókin viðfangsefni. Þetta eru lagaleg álitamál. Þetta eru álitamál sem lúta að framkvæmdinni og svo eru náttúrlega viðfangsefni sem eru kannski meira á hinu pólitíska sviði. Við þurfum að kanna og fara yfir mál sem snúast jafnvel um skjalafals, frumkvæðisskyldu ráðuneytisinsí að taka upp mál og endurskoða mál,“ segir Svandís. Nefndin þurfi að vinna hratt enda ekki nema rétt rúmar fimm vikur til kosninga. Hún þurfi að afgreiða málið frá sér með einhverjum hætti, enda hafi það verið á borði nefndarinnar frá því Svandís bað fyrst um fund um málið í júlí. „Síðan hefur málið vaxið stig af stigi. Það var og reyndist vera mjög mikilvægt að Alþingi tæki málið til skoðunar og við yrðum við því ákalli sem var úti í samfélaginu. Bæði frá brotaþolum kynferðisbrota og fjölmiðlum. Þannig að þetta er orðið dálítið langt ferli og í millitíðinni hefur ríkisstjórn sprungið. Þannig að það væri undarlegt annað en við kvittuðum fyrir okkur með einhverjum texta,“ segir Svandís. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur verið með frumvarp í undirbúningi sem myndi afnema uppreist æru úr lögum og setja nýjar reglur um hvernig fólk geti öðlast borgaraleg réttindi á ný eftir að hafa afplánað dóma. Svandís segir að ef slíkt frumvarp kæmi fram færi það til allsherjar- og menntamálanefndar sem myndi þá flytja slíkt mál sameinuð.Finnst þér áríðandi að slíkt frumvarp til að skýra þessi mál til framtíðar nái fram fyrir kosningar? „Mér finnst nauðsynlegt að Alþingi svari kalli tímans og við afgreiðum eins og við þetum það sem fyrir liggur. Það er alveg ljóst að við ráðum ekki að fara yfir alla þá lagabálka sem óflekkað mannorð kemur fyrir. Ekki á þessum tíma sem er til stefnu. En við verðum að búa um það þannig að það sé algerlega á hreinu að það sem út af stendur verði tekið til skoðunar og afgreiðslu strax að afloknum kosningum. Það er ekki annað hægt. En eitthvaf af þessu þessu verðum við að afgreiða fyrir kosningar. Það er alveg á hreinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna uppreistar æru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætir á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag til að ræða við nefndarmenn um uppreist æru, reglurnar sem um það gilda og framkvæmdina. 21. september 2017 09:11