Engin leið að greina uppruna Fresco-músarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2017 15:00 Tveggja til þriggja vikna músarungi fannst í Fresco salati í vikunni. Talið er að hún hafi borist til landsins í spínatpoka. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur „Engir ytri áverkar voru á dýrinu og dánarorsök var óþekkt,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í samtali við Vísi um músarungann sem fannst í Fresco salati á þriðjudag. Unginn var sendur í greiningu þar sem átti að reyna að kanna hvort hann sé íslenskur eða hafi borist hingað til lands með matvælum. Í dag fékk Heilbrigðiseftirlitið skriflega skýrslu frá sérfræðingnum sem rannsakaði málið hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.Spínatið innkallað til að tryggja öryggiÓskar segir að í skýrslunni komi fram að nagdýrið var 6,1 gramm að þyngd og 111 millímetrar að lengd, þar af var skottið 55 millímetrar. Útfrá lengd og þyngd er talið að músarunginn hafi verið tveggja til þriggja vikna gamall þegar hann drapst, ef tekið er mið af vaxtarkúrfu. Ekki var hægt að greina hvenær dýrið hafði drepist eða hvernig, engir ytri áverkar voru á því. Unnið var út frá þeirri kenningu að músarunginn hafi borist hingað í lokuðum spínatpoka. Azora spínatið var innkallað í kjölfarið í varúðarsjónarmiði eftir að tilkynnt var um aðskotahlutinn í salatinu. „Við unnum útfrá þessari tilgátu til þess að tryggja öryggi þessara matvæla og tryggja öryggi neytenda,“ segir Óskar. Í skýrslunni kemur fram að ekki var hægt að greina hvort dýrið hafi verið innlent eða nýlega innflutt. „Þar kemur fram að þetta sé húsamús að latneska heitinu Mus mus culus.“Telja enn að líklegast hafi músin komið með spínatinuInnihald maga ungans var skoðaður og allur meltingarvefur dýrsins var fullur af því sem virtist vera korn og fræ. Engin fersk græn blöð var að finna í maga músarungans svo ef hún kom til Íslands í spínatpoka var hún væntanlega ekki lifandi í pokanum, dýrið hafði nýlega borðað áður en það drapst. „Það verður aldrei hægt að segja raunverulega af eða á um það,“ svarar Óskar aðspurður um það hvort hægt sé að staðfesta að kenningin sem unnið er út frá sé rétt. „Við teljum ennþá að okkar tilgáta sé líklegasta skýringin á því sem hafi gerst.“ Hann segir að salatfyrirtækið hafi nú breytt um verklag hvað varðar þvott á spínati og öðrum matjurtum sem höfðu ekki verið þvegnar. Spínat verður nú alltaf þvegið á veitingastaðnum. „Það kom alveg skýrt fram að það hefur ekki verið þvegið. Við fengum upplýsingar um það strax sama kvöld að þessu verklagi verður breytt. Það var búið að eyða allri þessari vöru sem lá undir grun og það var engin ástæða til þess að staðurinn væri lokaður áfram.“ Tengdar fréttir Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49 „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
„Engir ytri áverkar voru á dýrinu og dánarorsök var óþekkt,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í samtali við Vísi um músarungann sem fannst í Fresco salati á þriðjudag. Unginn var sendur í greiningu þar sem átti að reyna að kanna hvort hann sé íslenskur eða hafi borist hingað til lands með matvælum. Í dag fékk Heilbrigðiseftirlitið skriflega skýrslu frá sérfræðingnum sem rannsakaði málið hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.Spínatið innkallað til að tryggja öryggiÓskar segir að í skýrslunni komi fram að nagdýrið var 6,1 gramm að þyngd og 111 millímetrar að lengd, þar af var skottið 55 millímetrar. Útfrá lengd og þyngd er talið að músarunginn hafi verið tveggja til þriggja vikna gamall þegar hann drapst, ef tekið er mið af vaxtarkúrfu. Ekki var hægt að greina hvenær dýrið hafði drepist eða hvernig, engir ytri áverkar voru á því. Unnið var út frá þeirri kenningu að músarunginn hafi borist hingað í lokuðum spínatpoka. Azora spínatið var innkallað í kjölfarið í varúðarsjónarmiði eftir að tilkynnt var um aðskotahlutinn í salatinu. „Við unnum útfrá þessari tilgátu til þess að tryggja öryggi þessara matvæla og tryggja öryggi neytenda,“ segir Óskar. Í skýrslunni kemur fram að ekki var hægt að greina hvort dýrið hafi verið innlent eða nýlega innflutt. „Þar kemur fram að þetta sé húsamús að latneska heitinu Mus mus culus.“Telja enn að líklegast hafi músin komið með spínatinuInnihald maga ungans var skoðaður og allur meltingarvefur dýrsins var fullur af því sem virtist vera korn og fræ. Engin fersk græn blöð var að finna í maga músarungans svo ef hún kom til Íslands í spínatpoka var hún væntanlega ekki lifandi í pokanum, dýrið hafði nýlega borðað áður en það drapst. „Það verður aldrei hægt að segja raunverulega af eða á um það,“ svarar Óskar aðspurður um það hvort hægt sé að staðfesta að kenningin sem unnið er út frá sé rétt. „Við teljum ennþá að okkar tilgáta sé líklegasta skýringin á því sem hafi gerst.“ Hann segir að salatfyrirtækið hafi nú breytt um verklag hvað varðar þvott á spínati og öðrum matjurtum sem höfðu ekki verið þvegnar. Spínat verður nú alltaf þvegið á veitingastaðnum. „Það kom alveg skýrt fram að það hefur ekki verið þvegið. Við fengum upplýsingar um það strax sama kvöld að þessu verklagi verður breytt. Það var búið að eyða allri þessari vöru sem lá undir grun og það var engin ástæða til þess að staðurinn væri lokaður áfram.“
Tengdar fréttir Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49 „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49
„Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54