Íslenski boltinn

Ásmundur tekur U-beygju á þjálfaraferlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásmundur er kominn aftur til Breiðabliks eftir 17 ára fjarveru.
Ásmundur er kominn aftur til Breiðabliks eftir 17 ára fjarveru. mynd/facebook-síða breiðabliks
Ásmundur Arnarsson hefur tekið áhugaverða beygju á sínum þjálfaraferli.

Ásmundur hefur verið ráðinn þjálfari 2. og 3. flokks kvenna hjá Breiðabliki auk þess sem hann mun stýra kvennaliði Augnabliks í 2. deild.

Ásmundur var látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Fram í upphafi tímabils. Mörgum þótti sú ákvörðun undarleg enda var Fram í 4. sæti Inkasso-deildarinnar á þeim tíma.

Ásmundur hefur þjálfað meistaraflokk karla frá 2003. Hann hóf þjálfaraferilinn með Völsungi en tók svo við Fjölni og kom liðinu upp í efstu deild og tvisvar sinnum í bikarúrslit.

Ásmundur stýrði Fylki um nokkurra ára skeið, ÍBV seinni hluta tímabilsins 2015 og tók svo við Fram.

Ásmundur þekkir ágætlega til hjá Breiðabliki en hann lék með liðinu árið 2000 og skoraði þá fjögur mörk í sex leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×