Marilyn Manson smellti fingri í eista blaðamanns Guardian Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 13:16 Sviðspersónan Marilyn Manson hefur alla tíð reynt að hneyksla sem flesta. Vísir/Getty „Ég mun komast að því hvar þú fokking býrð,“ sagði tónlistarmaðurinn Marylin Manson þegar hann kvaddi blaðamann breska dagblaðsins The Guardian en viðtalið hefur vakið mikla athygli. Blaðamaðurinn heitir Alexis Petridis en hann birti tíst á Twitter í gær þar sem hann vakti athygli á viðtalinu. Hann sagðist hafa hitt hinn mikla Marilyn Manson. Þeir hafi drukkið saman og Manson hafi smellt hann í eistað með fingri ásamt að stinga upp á því að þeir tveir myndu taka glímu.I met the great Marilyn Manson. We talked, drank, he flicked me in the testicles and suggested we wrestle https://t.co/mU449gC44Y— Alexis Petridis (@alexispetridis) September 21, 2017 „Á meðan við ræddum um muninn á sviðspersónunni hans og hvernig hann er í raun og veru, hallaði Marilyn Manson sér að mér og smellti fingri sínum í eistað á mér,“ skrifar Petridis í upphafi viðtalsins.Blaðamaðurinn segist hafa upplifað margt í starfi sínu en hafi þó hingað til komist hjá því að viðtalsefni hans snerti á honum kynfærin.Manson á sviði árið 1997.Vísir/Getty„Það sem kom mest á óvart er að þessi gjörningur virtist vera hluti af svari hans við spurningu sem snýr að því hvort að sviðspersónan, sem hann skapaði fyrir um aldarfjórðungi, heltaki hann,“ skrifar Petridis og minnist á erfiðleika breska tónlistarmannsins David Bowie við að aðskilja frá Ziggy Stardust. Viðtalið er afar athyglisvert þar sem þeir ræddu smáheim stjörnunnar, stjórnleysi og sérstöðu einstaklings. Petridis slapp óskaddaður frá Manson en tónlistarmaðurinn beindi til að mynda gervibyssu í átt að höfði hans en allt var það víst gert í góðu gamni. Kveðja Mansons var til að mynda vísun í lag sem er að finna á nýjustu plötu hans Heaven Upside Down.Columbine rústaði ferlinum Marilyn Manson er hugarfóstur hins 48 ára gamla Bandaríkjamanns Brian Hugh Warner. Nafnið Marilyn Manson er fengið frá leikkonunni Marilyn Monroe og fjöldamorðingjans Charles Manson. Frægðarstjarna Mansons reis hvað hæst á tíunda áratug síðustu aldar þegar hann gaf út plöturnar Antichrist Superstar og Mechanical Animals sem eru hans þekktustu plötur. Ásýnd Manson og hegðun hans opinberlega gerði það að verkum að hann varð afar umdeildur um tíma og sögð afar slæm fyrirmynd fyrir ungt fólk. Hann ræddi þetta í heimildarmyndinni Bowling for Columbine, eftir Michael Moore þar sem farið var yfir fjöldamorðin í Colombine-skólanum í Bandaríkjunum árið 1999 og ásakanir þess efnis að tónlist Mansons hafi einhvern veginn átt þátt í því.Í fyrstu var talið að drengirnir tveir sem frömdu ódæðið væru aðdáendur Mansons, en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í viðtalinu í The Guardian segir Manson að Columbine-málið hafi eyðilagt feril hans. Eftir atburðinn fékk hann líflátshótanir daglega og meðal annars hundruð slíkra hótana þegar hann spilaði í Colorado-fylki Bandaríkjanna. Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ég mun komast að því hvar þú fokking býrð,“ sagði tónlistarmaðurinn Marylin Manson þegar hann kvaddi blaðamann breska dagblaðsins The Guardian en viðtalið hefur vakið mikla athygli. Blaðamaðurinn heitir Alexis Petridis en hann birti tíst á Twitter í gær þar sem hann vakti athygli á viðtalinu. Hann sagðist hafa hitt hinn mikla Marilyn Manson. Þeir hafi drukkið saman og Manson hafi smellt hann í eistað með fingri ásamt að stinga upp á því að þeir tveir myndu taka glímu.I met the great Marilyn Manson. We talked, drank, he flicked me in the testicles and suggested we wrestle https://t.co/mU449gC44Y— Alexis Petridis (@alexispetridis) September 21, 2017 „Á meðan við ræddum um muninn á sviðspersónunni hans og hvernig hann er í raun og veru, hallaði Marilyn Manson sér að mér og smellti fingri sínum í eistað á mér,“ skrifar Petridis í upphafi viðtalsins.Blaðamaðurinn segist hafa upplifað margt í starfi sínu en hafi þó hingað til komist hjá því að viðtalsefni hans snerti á honum kynfærin.Manson á sviði árið 1997.Vísir/Getty„Það sem kom mest á óvart er að þessi gjörningur virtist vera hluti af svari hans við spurningu sem snýr að því hvort að sviðspersónan, sem hann skapaði fyrir um aldarfjórðungi, heltaki hann,“ skrifar Petridis og minnist á erfiðleika breska tónlistarmannsins David Bowie við að aðskilja frá Ziggy Stardust. Viðtalið er afar athyglisvert þar sem þeir ræddu smáheim stjörnunnar, stjórnleysi og sérstöðu einstaklings. Petridis slapp óskaddaður frá Manson en tónlistarmaðurinn beindi til að mynda gervibyssu í átt að höfði hans en allt var það víst gert í góðu gamni. Kveðja Mansons var til að mynda vísun í lag sem er að finna á nýjustu plötu hans Heaven Upside Down.Columbine rústaði ferlinum Marilyn Manson er hugarfóstur hins 48 ára gamla Bandaríkjamanns Brian Hugh Warner. Nafnið Marilyn Manson er fengið frá leikkonunni Marilyn Monroe og fjöldamorðingjans Charles Manson. Frægðarstjarna Mansons reis hvað hæst á tíunda áratug síðustu aldar þegar hann gaf út plöturnar Antichrist Superstar og Mechanical Animals sem eru hans þekktustu plötur. Ásýnd Manson og hegðun hans opinberlega gerði það að verkum að hann varð afar umdeildur um tíma og sögð afar slæm fyrirmynd fyrir ungt fólk. Hann ræddi þetta í heimildarmyndinni Bowling for Columbine, eftir Michael Moore þar sem farið var yfir fjöldamorðin í Colombine-skólanum í Bandaríkjunum árið 1999 og ásakanir þess efnis að tónlist Mansons hafi einhvern veginn átt þátt í því.Í fyrstu var talið að drengirnir tveir sem frömdu ódæðið væru aðdáendur Mansons, en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í viðtalinu í The Guardian segir Manson að Columbine-málið hafi eyðilagt feril hans. Eftir atburðinn fékk hann líflátshótanir daglega og meðal annars hundruð slíkra hótana þegar hann spilaði í Colorado-fylki Bandaríkjanna.
Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“