18 ára karlmaður ákærður fyrir sprengjuárás í London Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2017 14:17 Frá Parsons Green lestarstöðinni í London. Vísir/AFP 18 ára karlmaður var í dag ákærður fyrir morðtilraun vegna sprengingarinnar í lestarkerfi London fyrir viku. Samkvæmt frétt BBC verður maðurinn, sem heitir Ahmed Hassan, einnig kærður fyrir vopnaeign vegna sprengjunnar. Sprengingin varð í Parsons Green lestarstöðinni klukkan 8:20 að morgni 15. september og sagði lögregla tveimur tímum síðar að um hryðjuverk væri að ræða. Enginn lést í árásinni en þrjátíu slösuðust, flestir þeirra með brunasár en einhverjir meiddust í troðningnum í lestinni. Talið er að sprengingin hafi komið frá fötu sem komið var fyrir í lestinni á háannartíma en mikinn eldur fylgdi sprengjunni sem talið er að hafi verið tímastillt. Sprengjan virkaði hugsanlega ekki að fullu og hefði skaðinn þá verið mun meiri ef hún hefði virkað eins og henni var ætlað. Lögregla handtók fimm aðra menn í tengslum við rannsókn málsins og eru þrír þeirra enn í gæsluvarðhaldi, mennirnir eru á aldrinum 17 til 30 ára. Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Hundruð lögregluþjóna og starfsmenn annarra öryggisstofnanna voru með umfangsmikla leit af sprengjumanninum og þeim sem gætu hafa aðstoðað hann.Yfirvöld báru kennsl á hann eftir að hafa farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London. Sadiq Khan, borgarstjóri London fordæmdi árásina en þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa náð að koma í veg fyrir sex árásir. Lögregla rannsakar enn málið og hefur gert húsleit á nokkrum stöðum. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Tveir ungir menn handteknir vegna hryðjuverka og viðbúnaðarstig lækkað Amber Rudd innanríkisráðherra Bretlands tilkynnti í dag að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaárása hefði aftur verið lækkað. 17. september 2017 20:00 Tveir handteknir til viðbótar Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárasina í Parsons Green lestarstöðina í London síðastliðinn föstudag. 20. september 2017 08:53 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
18 ára karlmaður var í dag ákærður fyrir morðtilraun vegna sprengingarinnar í lestarkerfi London fyrir viku. Samkvæmt frétt BBC verður maðurinn, sem heitir Ahmed Hassan, einnig kærður fyrir vopnaeign vegna sprengjunnar. Sprengingin varð í Parsons Green lestarstöðinni klukkan 8:20 að morgni 15. september og sagði lögregla tveimur tímum síðar að um hryðjuverk væri að ræða. Enginn lést í árásinni en þrjátíu slösuðust, flestir þeirra með brunasár en einhverjir meiddust í troðningnum í lestinni. Talið er að sprengingin hafi komið frá fötu sem komið var fyrir í lestinni á háannartíma en mikinn eldur fylgdi sprengjunni sem talið er að hafi verið tímastillt. Sprengjan virkaði hugsanlega ekki að fullu og hefði skaðinn þá verið mun meiri ef hún hefði virkað eins og henni var ætlað. Lögregla handtók fimm aðra menn í tengslum við rannsókn málsins og eru þrír þeirra enn í gæsluvarðhaldi, mennirnir eru á aldrinum 17 til 30 ára. Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Hundruð lögregluþjóna og starfsmenn annarra öryggisstofnanna voru með umfangsmikla leit af sprengjumanninum og þeim sem gætu hafa aðstoðað hann.Yfirvöld báru kennsl á hann eftir að hafa farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London. Sadiq Khan, borgarstjóri London fordæmdi árásina en þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa náð að koma í veg fyrir sex árásir. Lögregla rannsakar enn málið og hefur gert húsleit á nokkrum stöðum.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Tveir ungir menn handteknir vegna hryðjuverka og viðbúnaðarstig lækkað Amber Rudd innanríkisráðherra Bretlands tilkynnti í dag að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaárása hefði aftur verið lækkað. 17. september 2017 20:00 Tveir handteknir til viðbótar Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárasina í Parsons Green lestarstöðina í London síðastliðinn föstudag. 20. september 2017 08:53 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Tveir ungir menn handteknir vegna hryðjuverka og viðbúnaðarstig lækkað Amber Rudd innanríkisráðherra Bretlands tilkynnti í dag að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaárása hefði aftur verið lækkað. 17. september 2017 20:00
Tveir handteknir til viðbótar Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkaárasina í Parsons Green lestarstöðina í London síðastliðinn föstudag. 20. september 2017 08:53
Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47