Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. september 2017 19:02 Maðurinn huldi ekki andlit sitt fyrir myndavélum fjölmiðla þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag. vísir/anton Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. „Þau höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi eftir því sem næst verður komist,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu eða ekki. „Ég hef ekkert farið út í það sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Þar með talið það.“Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt.VísirEkkert vitað um ástæður árásarinnar Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í nótt og var þeim framhaldið í dag og að málið hafi skýrst töluvert við það. „Við teljum okkur með nokkuð góða mynd af því hvað þarna gerðist.“Er eitthvað vitað um ástæður að baki árásarinnar? „Það er auðvitað hluti af því sem varð til rannsóknar, hverjar eru ástæður svona verknaðar og auðvitað er maðurinn réttilega með réttarstöðu grunaðs manns, hann hefur ekki verið dæmdur. Það er hluti af rannsókninni að afla þeirra upplýsinga um hvað viðkomandi hafi gengið til, gangist hann yfirleitt við þessum verknaði.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið. Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu. Manndráp á Hagamel Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið sé. „Þau höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi eftir því sem næst verður komist,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu eða ekki. „Ég hef ekkert farið út í það sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Þar með talið það.“Frá vettvangi í gærkvöldi. Lögregla mætti á svæðið rétt fyrir klukkan tíu en tæknideild var að störfum í íbúðinni í alla nótt.VísirEkkert vitað um ástæður árásarinnar Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í nótt og var þeim framhaldið í dag og að málið hafi skýrst töluvert við það. „Við teljum okkur með nokkuð góða mynd af því hvað þarna gerðist.“Er eitthvað vitað um ástæður að baki árásarinnar? „Það er auðvitað hluti af því sem varð til rannsóknar, hverjar eru ástæður svona verknaðar og auðvitað er maðurinn réttilega með réttarstöðu grunaðs manns, hann hefur ekki verið dæmdur. Það er hluti af rannsókninni að afla þeirra upplýsinga um hvað viðkomandi hafi gengið til, gangist hann yfirleitt við þessum verknaði.“Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið.VísirLögreglu barst tilkynning tuttugu og tvær mínútur í tíu í gærkvöldi vegna mikilla láta sem bárust úr íbúðinni á Hagamelnum. Þótti þeim sem tilkynntu augljóst að um líkamsárás hefði verið að ræða. Í framhaldinu mættu fulltrúar lögreglu og sérsveitar á staðinn auk þess sem sjúkrabílar voru sendir á svæðið. Konan var samstundis flutt af vettvangi í sjúkrabíl en hún lést af völdum áverka sinna. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.
Manndráp á Hagamel Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira