,,Gianni, þetta er fyrir þig" Ritstjórn skrifar 23. september 2017 10:00 Glamour/Getty Á þessu ári eru tuttugu ár síðan að Gianni Versace var myrtur á Miami. Nú er Donatella Versace, systir hans, listrænn stjórnandi tískuhússins. Á sýningu Versace í gær fór Donatella yfir feril bróður síns í fatnaði. Fatnaðinn er erfitt að dæma, þar sem þetta eru flíkur sem hafa slegið í gegn áður fyrr, og eru orðnar þekktar í tískuheiminum. Andy Warhol kjólar, axlapúðar, pastel-litir og hárklútar, allt voru þetta vísun í glæsta en of stuttan feril Gianni. Sýningin endaði á ofurfyrirsætunum Cindy Crawford, Naomi Campbell, Claudia Schiffer, Helena Christensen og Carla Bruni, allar klæddar í silfur-litaðan síðkjól. Þvílíkt augnablik! Sýningin var falleg og mikilvæg vísun í söguna, en þangað virðast margir hönnuðir vera að sækja undanfarið. Framtíð Versace hefur verið óskýr undanfarið og spurning um hver mun taka við keflinu ef Donatella skyldi hætta, en sýningin í gær sannaði það að Donatella er alveg með þetta. Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Lífið eftir Brad: Angelia Jolie opnar sig í forsíðuviðtali við Vanity Fair Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour Svalasta fótboltalið í heimi Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour
Á þessu ári eru tuttugu ár síðan að Gianni Versace var myrtur á Miami. Nú er Donatella Versace, systir hans, listrænn stjórnandi tískuhússins. Á sýningu Versace í gær fór Donatella yfir feril bróður síns í fatnaði. Fatnaðinn er erfitt að dæma, þar sem þetta eru flíkur sem hafa slegið í gegn áður fyrr, og eru orðnar þekktar í tískuheiminum. Andy Warhol kjólar, axlapúðar, pastel-litir og hárklútar, allt voru þetta vísun í glæsta en of stuttan feril Gianni. Sýningin endaði á ofurfyrirsætunum Cindy Crawford, Naomi Campbell, Claudia Schiffer, Helena Christensen og Carla Bruni, allar klæddar í silfur-litaðan síðkjól. Þvílíkt augnablik! Sýningin var falleg og mikilvæg vísun í söguna, en þangað virðast margir hönnuðir vera að sækja undanfarið. Framtíð Versace hefur verið óskýr undanfarið og spurning um hver mun taka við keflinu ef Donatella skyldi hætta, en sýningin í gær sannaði það að Donatella er alveg með þetta.
Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Lífið eftir Brad: Angelia Jolie opnar sig í forsíðuviðtali við Vanity Fair Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour Svalasta fótboltalið í heimi Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Pallíettutíminn er runninn upp Glamour