Snyrtivörurnar eru ekki prófaðar á dýrum og eru lausar við öll aukaefni. Inika er kærkomin viðbót í snyrtibuddu þeirra sem hafa viðkvæma húð eða vilja einfaldlega forðast öll aukaefni. Glamour kíkti í kynningarpartý Inika sem haldið var á Happ í Reykjavík.
Við fögnum þessari viðbót í snyrtivöruflóru landsins!






