Áslaug Arna verður varaformaður Sjálfstæðisflokksins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. september 2017 12:13 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun taka við embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún hefur verið ritari flokksins frá árinu 2015. Mun hún gegna báðum embættum þar til kosið verður í embætti varaformanns á ný á landsfundi flokksins, en ljóst er að ekki næst að halda landsfund fyrir komandi kosningar. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson formaður flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Við Áslaug Arna munum leiða flokkinn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Ég hef beðið hana að taka við stöðu varaformanns og hún mun gegna því embætti meðfram því að vera ritari.“ Áslaug Arna tók sæti á þingi eftir alþingiskosningarnar í fyrra og er formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015Vísir/ValgarðurEkkert úr varaformannsslag í bili Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ljóst er að hann fari fram þá úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. Bjarni segir að haldinn verði flokksráðsfundur á næstunni en þar verður ekki kosið í embætti varaformanns. Bjarni hefur því brugðið á það ráð að biðja Áslaugu Örnu að gegna embætti varaformanns. Þetta kann að koma mörgum á óvart en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfðu bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.Uppstilling í flestum kjördæmum Sjálfstæðismenn efndu í morgun til opins kosningafundar á Nordica hótel undir yfirskriftinni „Hefjum kosningabaráttuna" þar sem línurnar voru lagðar fyrir komandi kosningabaráttu. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun og markar hann upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Nokkrir helstu forrystumenn flokksins og fráfarandi ráðherrar fluttu ræður, líkt og Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gíslafóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, stýrði fundinum, en í samtali við fréttastofu í morgun sagði hún að línurnar yrðu lagðar í dag og að útlit sé fyrir uppstillingar á lista í flestum kjördæmum. „Það er í höndum kjördæmissamtaka í hverju kjördæmi að ákveða það. Þau eru öll að leggja lokahönd á það og það virðast vera uppstillingar allavega í flestum kjördæmum,“ segir Áslaug Arna. Kosningar 2017 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun taka við embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún hefur verið ritari flokksins frá árinu 2015. Mun hún gegna báðum embættum þar til kosið verður í embætti varaformanns á ný á landsfundi flokksins, en ljóst er að ekki næst að halda landsfund fyrir komandi kosningar. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson formaður flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Við Áslaug Arna munum leiða flokkinn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Ég hef beðið hana að taka við stöðu varaformanns og hún mun gegna því embætti meðfram því að vera ritari.“ Áslaug Arna tók sæti á þingi eftir alþingiskosningarnar í fyrra og er formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015Vísir/ValgarðurEkkert úr varaformannsslag í bili Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ljóst er að hann fari fram þá úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. Bjarni segir að haldinn verði flokksráðsfundur á næstunni en þar verður ekki kosið í embætti varaformanns. Bjarni hefur því brugðið á það ráð að biðja Áslaugu Örnu að gegna embætti varaformanns. Þetta kann að koma mörgum á óvart en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfðu bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.Uppstilling í flestum kjördæmum Sjálfstæðismenn efndu í morgun til opins kosningafundar á Nordica hótel undir yfirskriftinni „Hefjum kosningabaráttuna" þar sem línurnar voru lagðar fyrir komandi kosningabaráttu. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun og markar hann upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Nokkrir helstu forrystumenn flokksins og fráfarandi ráðherrar fluttu ræður, líkt og Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gíslafóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, stýrði fundinum, en í samtali við fréttastofu í morgun sagði hún að línurnar yrðu lagðar í dag og að útlit sé fyrir uppstillingar á lista í flestum kjördæmum. „Það er í höndum kjördæmissamtaka í hverju kjördæmi að ákveða það. Þau eru öll að leggja lokahönd á það og það virðast vera uppstillingar allavega í flestum kjördæmum,“ segir Áslaug Arna.
Kosningar 2017 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira