Elsa Lára gefur ekki kost á sér: „Í dag hefst nýr kafli í lífi mínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2017 19:41 Elsa Lára Arnardóttir tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Vísir/Pjetur Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Hún segir að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun. Hún sagði frá þessu í ræðu á auka kjördæmisþinginu sem fram fór í dag og tilkynnti þetta svo í kjölfarið á Facebook. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni: „Þið sem eruð grasrót flokksins eruð okkur, kjörnum fulltrúum afar mikilvæg, því án ykkar þá hefðum við ekki þá gleði og þann kraft sem þarf til að sinna þeim störfum, sem starf alþingismanns felur í sér. Ég er ykkur afar þakklát fyrir það mikla traust sem þið hafið sýnt mér með því að treysta mér fyrir mikilvægum verkefnum innan þingsins og utan.“ Elsa Lára segir að þetta hafi verið lærdómsríkur tími og að hún sé ekki sammála þeim sem segja að þingmenn séu eingöngu stimpilpúði fyrir ráðuneytin. „Þingmenn geta auðveldlega haft áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku um strauma og stefnur ríkisstjórna. Þetta snýst um að undirbúa sig vel, mæta vel og hafa þannig áhrif.“ Hún segir að á þessu þingi hafi forgangsmál sín verið húsnæðismál og afnám verðtryggingar og bæði hafi verið tilbúin þegar það slitnaði upp úr þinginu. „Ég hef fundið mikinn stuðning um að ég stígi ofar og gefi kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þennan hlýhug og traust. Þetta er ómetanlegt. Ég hef þó ákveðið að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, til starfa á þingi. Þetta er erfið ákvörðun en ég finn að hún er rétt við þessar aðstæður.“ Mun hún nýta næstu vikur til að sinna fjölskyldu sinni sem hafi verið á hliðarlínunni undanfarin ár og stutt hana til allra verka. „Ég er sannur Framsóknarmaður og trúi á gildi Framsóknarflokksins. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna vel fyrir flokkinn, þó á öðrum vettvangi, að minnsta kosti um sinn.“ Kosningar 2017 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Hún segir að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun. Hún sagði frá þessu í ræðu á auka kjördæmisþinginu sem fram fór í dag og tilkynnti þetta svo í kjölfarið á Facebook. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni: „Þið sem eruð grasrót flokksins eruð okkur, kjörnum fulltrúum afar mikilvæg, því án ykkar þá hefðum við ekki þá gleði og þann kraft sem þarf til að sinna þeim störfum, sem starf alþingismanns felur í sér. Ég er ykkur afar þakklát fyrir það mikla traust sem þið hafið sýnt mér með því að treysta mér fyrir mikilvægum verkefnum innan þingsins og utan.“ Elsa Lára segir að þetta hafi verið lærdómsríkur tími og að hún sé ekki sammála þeim sem segja að þingmenn séu eingöngu stimpilpúði fyrir ráðuneytin. „Þingmenn geta auðveldlega haft áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku um strauma og stefnur ríkisstjórna. Þetta snýst um að undirbúa sig vel, mæta vel og hafa þannig áhrif.“ Hún segir að á þessu þingi hafi forgangsmál sín verið húsnæðismál og afnám verðtryggingar og bæði hafi verið tilbúin þegar það slitnaði upp úr þinginu. „Ég hef fundið mikinn stuðning um að ég stígi ofar og gefi kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þennan hlýhug og traust. Þetta er ómetanlegt. Ég hef þó ákveðið að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, til starfa á þingi. Þetta er erfið ákvörðun en ég finn að hún er rétt við þessar aðstæður.“ Mun hún nýta næstu vikur til að sinna fjölskyldu sinni sem hafi verið á hliðarlínunni undanfarin ár og stutt hana til allra verka. „Ég er sannur Framsóknarmaður og trúi á gildi Framsóknarflokksins. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna vel fyrir flokkinn, þó á öðrum vettvangi, að minnsta kosti um sinn.“
Kosningar 2017 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira