Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. september 2017 20:00 Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám verða kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma í morgun og stóðu þeir opnir til klukkan fjögur. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og systurflokkurinn í Bæjaralandi mælast með 32,5% fylgi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar eftir lokun kjörstaða og ætti þannig að hljóta flest þingsæti fjórða kjörtímabilið í röð. Fylgi jafnaðarmanna, samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, hefur hins vegar ekki mælst minna eftir stríð og stendur í 20%. Haft er eftir varaformanni flokksins að hann sé ekki reiðubúinn í áframhaldandi stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum og er ríkisstjórnin fallin samkvæmt því. Merkel þarf því að leitast eftir nýju stjórnarsamstarfi en ferlið er talið geta tekið nokkra mánuði.Angela Merkel hefur stýrt Þýskalandi í tólf ár.Vísir/AFPNiðurstöðurnar koma nokkuð á óvart þar sem flokkur þjóðernissinna, AfD, mælist með 13,5% fylgi sem er í hæsta lagi miðað við kannanir. Samkvæmt þessu er flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi og gæti náð 80 þingsætum af 598. Þeir hafa aldrei áður átt mann á þingi.Flokkurinn hefur bæði talað gegn Evrópusamstarfi og innflytjendum. „Ég er á móti þessum mikla fjölda innflytjenda til Þýskalands. Landið okkar er ekki nógu stórt til að rúma allan heiminn," segir stuðningsmaður AfD í samtali við Reuters. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur sem er búsettur í Berlín, segir velgengni þjóðernissinna reynast mörgum Þjóðverjum erfið. Þjóðernispopúlismi hafi ekki þrifist í Þýskalandi eftir stríð líkt og víða annars staðar. „Það má ekki gera lítið úr því hversu mikið pólitískt áfall þetta er í raun og veru fyrir Þjóðverja, bæði pólitískt og sálrænt, að núna 75 árum eftir að nasistaflokkurinn var á þingi í Þýskalandi, að enn á ný sé þarna flokkur sem er að selja kjósendum þjóðernishyggju," segir Ragnar. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám verða kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma í morgun og stóðu þeir opnir til klukkan fjögur. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og systurflokkurinn í Bæjaralandi mælast með 32,5% fylgi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar eftir lokun kjörstaða og ætti þannig að hljóta flest þingsæti fjórða kjörtímabilið í röð. Fylgi jafnaðarmanna, samstarfsflokks þeirra í ríkisstjórn, hefur hins vegar ekki mælst minna eftir stríð og stendur í 20%. Haft er eftir varaformanni flokksins að hann sé ekki reiðubúinn í áframhaldandi stjórnarsamstarf með kristilegum demókrötum og er ríkisstjórnin fallin samkvæmt því. Merkel þarf því að leitast eftir nýju stjórnarsamstarfi en ferlið er talið geta tekið nokkra mánuði.Angela Merkel hefur stýrt Þýskalandi í tólf ár.Vísir/AFPNiðurstöðurnar koma nokkuð á óvart þar sem flokkur þjóðernissinna, AfD, mælist með 13,5% fylgi sem er í hæsta lagi miðað við kannanir. Samkvæmt þessu er flokkurinn sá þriðji stærsti á þingi og gæti náð 80 þingsætum af 598. Þeir hafa aldrei áður átt mann á þingi.Flokkurinn hefur bæði talað gegn Evrópusamstarfi og innflytjendum. „Ég er á móti þessum mikla fjölda innflytjenda til Þýskalands. Landið okkar er ekki nógu stórt til að rúma allan heiminn," segir stuðningsmaður AfD í samtali við Reuters. Ragnar Hjálmarsson, stjórnmálafræðingur sem er búsettur í Berlín, segir velgengni þjóðernissinna reynast mörgum Þjóðverjum erfið. Þjóðernispopúlismi hafi ekki þrifist í Þýskalandi eftir stríð líkt og víða annars staðar. „Það má ekki gera lítið úr því hversu mikið pólitískt áfall þetta er í raun og veru fyrir Þjóðverja, bæði pólitískt og sálrænt, að núna 75 árum eftir að nasistaflokkurinn var á þingi í Þýskalandi, að enn á ný sé þarna flokkur sem er að selja kjósendum þjóðernishyggju," segir Ragnar.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira