Segir Sjálfstæðisflokkinn hlaupast undan ábyrgð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2017 21:14 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra finnst útspil Sjálfstæðisflokksins ansi ódýrt. vísir/anton brink Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa nýtt fyrsta tækifæri til þess að flýja frá ábyrgð með því að segjast hættir við að styðja fjárlögin. Það skjóti skökku við þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kenni sig við ábyrgð og stöðugleika. Þetta segir Benedikt í samtali við Vísi um málflutning Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefnar. Í ræðu á kosningafundi flokksins sagði Páll að engin af „skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar“ hefðu hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðismanna.Hvers vegna segirðu Sjálfstæðisflokkinn skorast undan ábyrgð?„Vegna þess að ef menn samþykkja eitthvað, þá hætta menn ekki við það. Þetta eru fjárlög ríkisstjórnarinnar og þar situr formaður Sjálfstæðisflokksins þannig að þetta er í rauninni þannig að hann samþykkir ekki tillögu formannsins,“ segir Benedikt sem tekur fram að algjör sátt hafi náðst í ríkisstjórn. Spurður hvort ummæli Páls hefðu komið honum í opna skjöldu svarar Benedikt: „Sjálfstæðisflokkurinn vill nú gefa sig út fyrir að vera ábyrgur flokkur þá er það nú ekki beinlínis í anda ábyrgs flokks að hlaupa frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er mjög óvenjulegt.“ Honum þyki útspil Páls „voðalega billegt.“ Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið erfitt svarar Benedikt neitandi: „Nei, veistu það innan ríkisstjórnarinnar var bara ágætis samstarf. Ég var ekki var við annað en auðvitað fann maður það að það eru tveir hópar innan Sjálfstæðisflokksins eins og ég nefni þarna í færslunni,“ segir Benedikt og vísar til stöðuuppfærslu sem hann ritaði um málið í kvöld. Þar segir hann meðal annars að Bjarna Benediktssyni sé tíðrætt um þörfina á tveggja flokka ríkisstjórn en bætir við að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í er ef hann sé einn í ríkisstjórn. Spurður hvað hann eigi við með „tveimur hópum,“ segist Benedikt vera að tala um ákveðinn klofning innan Sjálfstæðisflokksins: „Það er augljóst, ef Páll segist ekki vera bundinn af því sem formaðurinn samþykkir. Yfirleitt ganga flokkar heilir í svona samstarf. Auðvitað þarf að ná málamiðlunum í svona samstarfi, það segir sig sjálft og það hefur auðvitað verið gert í mörgum málum. Flokkarnir hafa ekki nákvæmlega sömu stefnu og þurfa að ræða sig til niðurstöðu. Þetta fjárlagafrumvarp var auðvitað búið að ræða mikið í ríkisstjórninni. Öll fjárlagafrumvörp eru lögð fyrir alþingi og þar hafa alþingismenn síðasta orðið, það er bara þannig.“ Benedikt segir að það sé fjarri lagi að fjárlagafrumvarpið sé meitlað í stein. „Það er ekki þannig. Ég er mikill unnandi þess að menn komi að málum,“ segir Benedikt sem segir flokkinn sinn vera í óðaönn að skipuleggja kosningarnar. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna í heild sem Benedikt vísaði til í viðtalinu. Fjárlagafrumvarp 2018 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa nýtt fyrsta tækifæri til þess að flýja frá ábyrgð með því að segjast hættir við að styðja fjárlögin. Það skjóti skökku við þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kenni sig við ábyrgð og stöðugleika. Þetta segir Benedikt í samtali við Vísi um málflutning Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefnar. Í ræðu á kosningafundi flokksins sagði Páll að engin af „skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar“ hefðu hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðismanna.Hvers vegna segirðu Sjálfstæðisflokkinn skorast undan ábyrgð?„Vegna þess að ef menn samþykkja eitthvað, þá hætta menn ekki við það. Þetta eru fjárlög ríkisstjórnarinnar og þar situr formaður Sjálfstæðisflokksins þannig að þetta er í rauninni þannig að hann samþykkir ekki tillögu formannsins,“ segir Benedikt sem tekur fram að algjör sátt hafi náðst í ríkisstjórn. Spurður hvort ummæli Páls hefðu komið honum í opna skjöldu svarar Benedikt: „Sjálfstæðisflokkurinn vill nú gefa sig út fyrir að vera ábyrgur flokkur þá er það nú ekki beinlínis í anda ábyrgs flokks að hlaupa frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er mjög óvenjulegt.“ Honum þyki útspil Páls „voðalega billegt.“ Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið erfitt svarar Benedikt neitandi: „Nei, veistu það innan ríkisstjórnarinnar var bara ágætis samstarf. Ég var ekki var við annað en auðvitað fann maður það að það eru tveir hópar innan Sjálfstæðisflokksins eins og ég nefni þarna í færslunni,“ segir Benedikt og vísar til stöðuuppfærslu sem hann ritaði um málið í kvöld. Þar segir hann meðal annars að Bjarna Benediktssyni sé tíðrætt um þörfina á tveggja flokka ríkisstjórn en bætir við að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í er ef hann sé einn í ríkisstjórn. Spurður hvað hann eigi við með „tveimur hópum,“ segist Benedikt vera að tala um ákveðinn klofning innan Sjálfstæðisflokksins: „Það er augljóst, ef Páll segist ekki vera bundinn af því sem formaðurinn samþykkir. Yfirleitt ganga flokkar heilir í svona samstarf. Auðvitað þarf að ná málamiðlunum í svona samstarfi, það segir sig sjálft og það hefur auðvitað verið gert í mörgum málum. Flokkarnir hafa ekki nákvæmlega sömu stefnu og þurfa að ræða sig til niðurstöðu. Þetta fjárlagafrumvarp var auðvitað búið að ræða mikið í ríkisstjórninni. Öll fjárlagafrumvörp eru lögð fyrir alþingi og þar hafa alþingismenn síðasta orðið, það er bara þannig.“ Benedikt segir að það sé fjarri lagi að fjárlagafrumvarpið sé meitlað í stein. „Það er ekki þannig. Ég er mikill unnandi þess að menn komi að málum,“ segir Benedikt sem segir flokkinn sinn vera í óðaönn að skipuleggja kosningarnar. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna í heild sem Benedikt vísaði til í viðtalinu.
Fjárlagafrumvarp 2018 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent