Óljóst hvort formenn flokkanna nái samkomulagi um þingstörfin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 08:42 Formenn flokkanna á fundi með forseta þingsins í liðinni viku. Vísir/Hanna Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi til fundar við sig síðdegis í dag þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa og hvenær þingi verður slitið fyrir þingkosningarnar sem búið er að boða til þann 28. október næstkomandi. Í samtali við Vísi kveðst Unnur Brá vonast til að það náist lending í þessi mál á fundinum í dag en ekkert er fast í hendi ennþá. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar þann 14. september síðastliðinn þegar stjórn Bjartrar framtíðar ákvað að slíta samstarfinu. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem varð að þeirra mati í tengslum við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Fyrir viku síðan fór Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, svo til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og lagði til að þing rofið og boðað til kosninga. Forsetinn féllst á þá tillögu. Alla síðustu viku hafa svo formenn flokkanna hist með forseta Alþingis og reynt að ná samkomulagi varðandi það hvaða mál fái afgreiðslu eða verði komið í öruggan farveg fyrir kosningar. Aðallega hefur verið horft til fjögurra mála, það er breytinga á lögum um uppreist æru, lögfestingar NPA – notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlaða, breytinga á útlendingalöggjöfinni og stjórnarskrárinnar. Hvorki hefur þó gengið né rekið í þessum viðræðum formannanna og í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að þessi umræða virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eigi ekki að þurfa að bíða eftir að nýtt þing verði kosið svo þeir fái úrlausn sinna mála. Vísar hún meðal annars til tveggja ungra stúlkna á flótta sem synjað hefur verið um hæli hér á landi en fjöldi þingmanna hefur lýst yfir vilja til að grípa inn í mál þeirra, til að mynda með því að breyta lögum um útlendinga. „Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út,“ segir Hanna Katrín í grein sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09 Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01 Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi til fundar við sig síðdegis í dag þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa og hvenær þingi verður slitið fyrir þingkosningarnar sem búið er að boða til þann 28. október næstkomandi. Í samtali við Vísi kveðst Unnur Brá vonast til að það náist lending í þessi mál á fundinum í dag en ekkert er fast í hendi ennþá. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar þann 14. september síðastliðinn þegar stjórn Bjartrar framtíðar ákvað að slíta samstarfinu. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem varð að þeirra mati í tengslum við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Fyrir viku síðan fór Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, svo til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og lagði til að þing rofið og boðað til kosninga. Forsetinn féllst á þá tillögu. Alla síðustu viku hafa svo formenn flokkanna hist með forseta Alþingis og reynt að ná samkomulagi varðandi það hvaða mál fái afgreiðslu eða verði komið í öruggan farveg fyrir kosningar. Aðallega hefur verið horft til fjögurra mála, það er breytinga á lögum um uppreist æru, lögfestingar NPA – notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlaða, breytinga á útlendingalöggjöfinni og stjórnarskrárinnar. Hvorki hefur þó gengið né rekið í þessum viðræðum formannanna og í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að þessi umræða virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eigi ekki að þurfa að bíða eftir að nýtt þing verði kosið svo þeir fái úrlausn sinna mála. Vísar hún meðal annars til tveggja ungra stúlkna á flótta sem synjað hefur verið um hæli hér á landi en fjöldi þingmanna hefur lýst yfir vilja til að grípa inn í mál þeirra, til að mynda með því að breyta lögum um útlendinga. „Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út,“ segir Hanna Katrín í grein sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09 Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01 Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09
Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01
Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30