Trump virðist hafa meiri áhyggjur af NFL-deildinni en Norður Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 16:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að vera með hugann við heimsmálin enda æðsti maður áhrifamestu þjóðar heims og nóg um að vera bæði heima og erlendis. Raunin er önnur en Trump tókst um helgina að gera sig að óvini númer eitt hjá stærstu atvinnumannadeild bandarískra íþrótta sem er NFL-deildin. NFL-leikmenn og NFL-eigendur hafa fordæmt Bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan tíkarson af vellinum núna strax, hann er rekinn. „Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn í Alabama á föstudaginn. Eru þetta enn ein ummæli forsetans sem skapa sundrungu og ýta undir kynþóttafordóma í Bandaríkjunum. Öll lið NFL-deildarinnar stóðu saman í því að svara forsetanum og gagnrýni hans. Fyrir vikið hefur verið nóg að gera hjá Donald Trump á Twitter að reyna að réttlæta og svara fyrir ummæli sín. Í rauninni hefur verið lítill tími í annað hjá Bandaríkjaforseta. Darren Rovell tók það saman á Twitter hvað Donald Trump hefur verið að skrifa um á twitter á síðustu 36 klukkutímum. Þá samantekt má sjá hér fyrir neðan.President Trump Tweets, Last 36 Hours, By Topic pic.twitter.com/yrEo3J7nDK — Darren Rovell (@darrenrovell) September 25, 2017 Eins og sjá má þar þá hafa 10 af 36 twitter færslum forsetans snúist um NFL-deildina eða þjóðsönginn en aðeins tvisvar hefur honum þótt ástæða til að skrifa um Norður Kóreu eða heilbrigðismálin. NFL Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að vera með hugann við heimsmálin enda æðsti maður áhrifamestu þjóðar heims og nóg um að vera bæði heima og erlendis. Raunin er önnur en Trump tókst um helgina að gera sig að óvini númer eitt hjá stærstu atvinnumannadeild bandarískra íþrótta sem er NFL-deildin. NFL-leikmenn og NFL-eigendur hafa fordæmt Bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan tíkarson af vellinum núna strax, hann er rekinn. „Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn í Alabama á föstudaginn. Eru þetta enn ein ummæli forsetans sem skapa sundrungu og ýta undir kynþóttafordóma í Bandaríkjunum. Öll lið NFL-deildarinnar stóðu saman í því að svara forsetanum og gagnrýni hans. Fyrir vikið hefur verið nóg að gera hjá Donald Trump á Twitter að reyna að réttlæta og svara fyrir ummæli sín. Í rauninni hefur verið lítill tími í annað hjá Bandaríkjaforseta. Darren Rovell tók það saman á Twitter hvað Donald Trump hefur verið að skrifa um á twitter á síðustu 36 klukkutímum. Þá samantekt má sjá hér fyrir neðan.President Trump Tweets, Last 36 Hours, By Topic pic.twitter.com/yrEo3J7nDK — Darren Rovell (@darrenrovell) September 25, 2017 Eins og sjá má þar þá hafa 10 af 36 twitter færslum forsetans snúist um NFL-deildina eða þjóðsönginn en aðeins tvisvar hefur honum þótt ástæða til að skrifa um Norður Kóreu eða heilbrigðismálin.
NFL Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira
Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00