Með Sigmundi Davíð færist fókusinn á botnbaráttuna Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2017 15:46 Pólitíska sprengja helgarinnar er sú að Sigmundur Davíð hefur bókað sig í hlaupið og var þar margt um manninn fyrir. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er stjórnmálamaður þeirrar gerðar sem gefur látið alla umræðu í landinu hverfast um sig,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor en Vísir náði í hann þar sem hann var staddur á flugvelli í Zurich, á leið heim. Vísir fór yfir stöðuna fyrir þessar kosningar með fulltingi Eiríks fyrir helgi. En, lengi er von á einum. Nýtt framboð Sigmundar Davíðs breytir myndinni, þó það skekki hana kannski ekki. Því eins og ný rannsókn leiðir í ljós þá færa kjósendur sig ekki svo mjög á milli blokka, frekar að þeir færi sig á milli íbúða í þeirri blokk sem það hefur þegar staðsett sig í.Kraðak á hægri vængnum Eiríkur segir þetta stórmerkilegt. Nú sé kraðakið enn meira hægra megin, meðal þeirra sem skilgreina má sem þjóðernislegt íhald. „Sigmundur Davíð er öflugur stjórnmálamaður sem getur hæglega velgt Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins verulega undir uggum,“ segir Eiríkur. Hann segir að mengið sé orðið flókið. „Þetta færir allan fókus hjá okkur á botnbaráttuna.“Eiríkur telur hæpið að níu flokkar muni eiga fulltrúa á þingi eftir komandi kosningar, sem þýðir einfaldlega það að kosningabaráttan verður enn harðari en þó mátti vænta.visir/eyþórEiríkur segir það afar ólíklegt að 9 flokkar nái mönnum inná þing. „Það vantar uppbótarsæti til þess að það megi heita raunhæft. Þetta er eiginlega farin að verða einskonar útsláttarkeppni.“Örvænting ávísun á hörku og popúlisma Botnbarátta og útsláttarkeppni. Það þýðir einfaldlega örvænting. Eiríkur segir líklegt að um ávísun á harðari kosningabaráttu sé að ræða. Og er þá nokkuð sagt, því áður en Sigmundur Davíð kom fram á sjónarsviðið í gær með sitt framboð þá stefndi í óvæginn slag. „Þetta er náttúrlega uppskrift að slíku. Baráttan um athyglina verður ægihörð.“ Og hugsanlega verður þetta einnig til þess að menn beiti óprúttnari meðölum sem hafa gefist vel til skemmri tíma litið, svo sem með að höfða með skýrari hætti en verið hefur til útlendingaandúðar. En, Eiríkur hefur greint að þar liggi hugsanlega 12 prósent, sem er sneið sem vart er til skiptanna. Eiríkur metur það svo að Sigmundur Davíð eigi alveg möguleika á að komast manni eða mönnum að á þing, en það verður erfitt og lífhættulegt fyrir aðra. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er stjórnmálamaður þeirrar gerðar sem gefur látið alla umræðu í landinu hverfast um sig,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor en Vísir náði í hann þar sem hann var staddur á flugvelli í Zurich, á leið heim. Vísir fór yfir stöðuna fyrir þessar kosningar með fulltingi Eiríks fyrir helgi. En, lengi er von á einum. Nýtt framboð Sigmundar Davíðs breytir myndinni, þó það skekki hana kannski ekki. Því eins og ný rannsókn leiðir í ljós þá færa kjósendur sig ekki svo mjög á milli blokka, frekar að þeir færi sig á milli íbúða í þeirri blokk sem það hefur þegar staðsett sig í.Kraðak á hægri vængnum Eiríkur segir þetta stórmerkilegt. Nú sé kraðakið enn meira hægra megin, meðal þeirra sem skilgreina má sem þjóðernislegt íhald. „Sigmundur Davíð er öflugur stjórnmálamaður sem getur hæglega velgt Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins verulega undir uggum,“ segir Eiríkur. Hann segir að mengið sé orðið flókið. „Þetta færir allan fókus hjá okkur á botnbaráttuna.“Eiríkur telur hæpið að níu flokkar muni eiga fulltrúa á þingi eftir komandi kosningar, sem þýðir einfaldlega það að kosningabaráttan verður enn harðari en þó mátti vænta.visir/eyþórEiríkur segir það afar ólíklegt að 9 flokkar nái mönnum inná þing. „Það vantar uppbótarsæti til þess að það megi heita raunhæft. Þetta er eiginlega farin að verða einskonar útsláttarkeppni.“Örvænting ávísun á hörku og popúlisma Botnbarátta og útsláttarkeppni. Það þýðir einfaldlega örvænting. Eiríkur segir líklegt að um ávísun á harðari kosningabaráttu sé að ræða. Og er þá nokkuð sagt, því áður en Sigmundur Davíð kom fram á sjónarsviðið í gær með sitt framboð þá stefndi í óvæginn slag. „Þetta er náttúrlega uppskrift að slíku. Baráttan um athyglina verður ægihörð.“ Og hugsanlega verður þetta einnig til þess að menn beiti óprúttnari meðölum sem hafa gefist vel til skemmri tíma litið, svo sem með að höfða með skýrari hætti en verið hefur til útlendingaandúðar. En, Eiríkur hefur greint að þar liggi hugsanlega 12 prósent, sem er sneið sem vart er til skiptanna. Eiríkur metur það svo að Sigmundur Davíð eigi alveg möguleika á að komast manni eða mönnum að á þing, en það verður erfitt og lífhættulegt fyrir aðra.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00
Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00