Miðflokkurinn líklegt nafn á nýjan flokk Sigmundar Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2017 16:36 Yngri bróðir Sigmundar Davíðs, Sigurbjörn Magnús, hefur tryggt sér lénið midflokkurinn.is Yngri bróðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson, hefur tryggt sér lénið midflokkurinn.is. Áhugafólk um flokkspólitík lesa í það vísbendingar þess efnis að þar með liggi fyrir að nýr flokkur Sigmundar Davíðs muni bera þetta nafn. Nokkra athygli vakti, þegar Sigmundur Davíð greindi frá því að hann ætlaði að segja skilið við Framsóknarflokkinn en fara fram í komandi alþingiskosningum undir fána nýs framboðs, að hann auglýsti eftir nafni á hinn nýja flokk. „Erfiðast verður að velja nafn á framboðið. Allar hugmyndir eru vel þegnar.“Síðan hefur ríkt hálfgerð brandarakeppni á internetinu og gárungarnir hafa farið hamförum. Eins og sjá má meðal annars í athugasemdum á Facebook, við tilkynningu Sigmundar Davíðs. En, einnig eru fjöldi manna sem lýsa yfir eindregnum stuðningi við hinn nýja flokk. Víst er að menn þurfa að hafa hraðar hendur því korter er í kosningar. Kjördagur hefur verið settur 28. október. Sigurbjörn Magnús tryggði sér lénið í dag. Og á Twitter var í dag stofnaður reikningur undir þessu heiti. Þar undir er enn ekkert komið og ekki liggur fyrir hver stofnaði til þess reiknings. Miðflokkurinn er nafn sem ekki er úr lausu lofti gripið, til er flokkur í Noregi sem heitir Miðflokkurinn og það sem meira er, sá flokkur hefur verið sagður systurflokkur Framsóknarflokksins. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi hlaut sá flokkur 10,3 prósent atkvæða og situr nú í minnihluta með sína fulltrúa. Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Yngri bróðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson, hefur tryggt sér lénið midflokkurinn.is. Áhugafólk um flokkspólitík lesa í það vísbendingar þess efnis að þar með liggi fyrir að nýr flokkur Sigmundar Davíðs muni bera þetta nafn. Nokkra athygli vakti, þegar Sigmundur Davíð greindi frá því að hann ætlaði að segja skilið við Framsóknarflokkinn en fara fram í komandi alþingiskosningum undir fána nýs framboðs, að hann auglýsti eftir nafni á hinn nýja flokk. „Erfiðast verður að velja nafn á framboðið. Allar hugmyndir eru vel þegnar.“Síðan hefur ríkt hálfgerð brandarakeppni á internetinu og gárungarnir hafa farið hamförum. Eins og sjá má meðal annars í athugasemdum á Facebook, við tilkynningu Sigmundar Davíðs. En, einnig eru fjöldi manna sem lýsa yfir eindregnum stuðningi við hinn nýja flokk. Víst er að menn þurfa að hafa hraðar hendur því korter er í kosningar. Kjördagur hefur verið settur 28. október. Sigurbjörn Magnús tryggði sér lénið í dag. Og á Twitter var í dag stofnaður reikningur undir þessu heiti. Þar undir er enn ekkert komið og ekki liggur fyrir hver stofnaði til þess reiknings. Miðflokkurinn er nafn sem ekki er úr lausu lofti gripið, til er flokkur í Noregi sem heitir Miðflokkurinn og það sem meira er, sá flokkur hefur verið sagður systurflokkur Framsóknarflokksins. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi hlaut sá flokkur 10,3 prósent atkvæða og situr nú í minnihluta með sína fulltrúa.
Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira