Hefur áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2017 06:00 Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og réttargæslumaður brotaþola, furðar sig á viðhorfum Hæstaréttar. vísir/vilhelm „Ég hef áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis“ segir Helga Vala Helgadóttir um niðurstöðu Hæstaréttar sem hafnaði í síðustu viku kröfu þolanda heimilisofbeldis um að fyrrverandi sambýlismanni hennar verði gert að víkja úr réttarsal meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð máls sem fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hæstiréttur sneri með niðurstöðu sinni við úrskurði héraðsdóms sem taldi ljóst að nærvera ákærða við skýrslugjöfina gæti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og haft áhrif á framburð hennar. Helga Vala er réttargæslumaður brotaþola í málinu. „Það er ótrúlegt að við séum enn á þeim stað að kona sem óttaðist um líf sitt fyrir nokkrum mánuðum, þurfi að þola að gerandinn sitji innan við fimm metra frá henni á meðan hún lýsir því fyrir dómi sem hann gerði við hana.“ segir Helga Vala og bætir við að öllum, sem horfðu á söfnunarþáttinn ‚Á allra vörum‘ um helgina og sáu viðtöl við þolendur, hljóti að vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar heimilisofbeldis eru. Í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sakborningur skuli eiga þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð. Undantekningar frá þeirri reglu beri að skýra þröngt og ríka ástæðu þurfi til að víkja frá henni. Í málinu liggi hvorki fyrir vottorð læknis né sálfræðings til stuðnings kröfu konunnar um að hann víki úr réttarsal meðan hún gefi skýrslu. „Það er ekki eins og maðurinn hefði ekki átt þess kost á að taka til varna, þótt fallist yrði á þessa kröfu. Hann hefði fengið að vera í næsta herbergi og hlýða á skýrslutökuna meðan hún fer fram og verjandinn fengi að vera inni í réttarsalnum og spyrja vitnið,“ segir Helga Vala. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er í málinu ákærður fyrir „nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, frelsissviptingu og hótunum“. Af lýsingu í úrskurði héraðsdóms er ljóst að um mjög alvarlegt heimilisofbeldi er að ræða, nauðganir, barsmíðar og ítrekaðar líflátshótanir. Í héraðsdómi segir einnig að óumdeilt sé að brotaþoli óttaðist um líf sitt á verknaðarstundu og taldi að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna. Ofbeldinu linnti ekki fyrr en lögregla kom á vettvang og var konan þá flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í ákæru segir að við árásina hafi konan hlotið „yfirborðsáverka víða á andliti og líkama, mar með margúlum á báðum augnlokum, marbletti undir augum og kúlu ofarlega á enni, heilahristing, rof á hljóðhimnu vinstra megin, skurð innanvert á neðri vör, marbletti og þrota í húð á upphandleggjum, mar og hrufl á hné, mar á lærum og húðrispur og mar aftan á baki“. Í málsskjölunum er tugur ljósmynda af áverkum konunnar. „Ég skil ekki af hverju þessar myndir og læknisvottorð er styðja framburð konunnar duga ekki til að Hæstiréttur sjái að nærvera mannsins yrði konunni mjög íþyngjandi við skýrslugjöfina, sé ekki hverju sálfræðimat getur bætt við þessar hræðilegu lýsingar og staðfest gögn frá bráðmóttöku,“ segir Helga Vala. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis“ segir Helga Vala Helgadóttir um niðurstöðu Hæstaréttar sem hafnaði í síðustu viku kröfu þolanda heimilisofbeldis um að fyrrverandi sambýlismanni hennar verði gert að víkja úr réttarsal meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð máls sem fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hæstiréttur sneri með niðurstöðu sinni við úrskurði héraðsdóms sem taldi ljóst að nærvera ákærða við skýrslugjöfina gæti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og haft áhrif á framburð hennar. Helga Vala er réttargæslumaður brotaþola í málinu. „Það er ótrúlegt að við séum enn á þeim stað að kona sem óttaðist um líf sitt fyrir nokkrum mánuðum, þurfi að þola að gerandinn sitji innan við fimm metra frá henni á meðan hún lýsir því fyrir dómi sem hann gerði við hana.“ segir Helga Vala og bætir við að öllum, sem horfðu á söfnunarþáttinn ‚Á allra vörum‘ um helgina og sáu viðtöl við þolendur, hljóti að vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar heimilisofbeldis eru. Í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sakborningur skuli eiga þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð. Undantekningar frá þeirri reglu beri að skýra þröngt og ríka ástæðu þurfi til að víkja frá henni. Í málinu liggi hvorki fyrir vottorð læknis né sálfræðings til stuðnings kröfu konunnar um að hann víki úr réttarsal meðan hún gefi skýrslu. „Það er ekki eins og maðurinn hefði ekki átt þess kost á að taka til varna, þótt fallist yrði á þessa kröfu. Hann hefði fengið að vera í næsta herbergi og hlýða á skýrslutökuna meðan hún fer fram og verjandinn fengi að vera inni í réttarsalnum og spyrja vitnið,“ segir Helga Vala. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er í málinu ákærður fyrir „nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, frelsissviptingu og hótunum“. Af lýsingu í úrskurði héraðsdóms er ljóst að um mjög alvarlegt heimilisofbeldi er að ræða, nauðganir, barsmíðar og ítrekaðar líflátshótanir. Í héraðsdómi segir einnig að óumdeilt sé að brotaþoli óttaðist um líf sitt á verknaðarstundu og taldi að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna. Ofbeldinu linnti ekki fyrr en lögregla kom á vettvang og var konan þá flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í ákæru segir að við árásina hafi konan hlotið „yfirborðsáverka víða á andliti og líkama, mar með margúlum á báðum augnlokum, marbletti undir augum og kúlu ofarlega á enni, heilahristing, rof á hljóðhimnu vinstra megin, skurð innanvert á neðri vör, marbletti og þrota í húð á upphandleggjum, mar og hrufl á hné, mar á lærum og húðrispur og mar aftan á baki“. Í málsskjölunum er tugur ljósmynda af áverkum konunnar. „Ég skil ekki af hverju þessar myndir og læknisvottorð er styðja framburð konunnar duga ekki til að Hæstiréttur sjái að nærvera mannsins yrði konunni mjög íþyngjandi við skýrslugjöfina, sé ekki hverju sálfræðimat getur bætt við þessar hræðilegu lýsingar og staðfest gögn frá bráðmóttöku,“ segir Helga Vala.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19