„Mér finnst þetta rosalega dapurlegur endir á þingstörfum mínum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. september 2017 00:01 Birgitta er ósátt með vinnubrögð Bjarna Benediktssonar. Vísir/Laufey Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. Á sama vettvangi greindi Birgitta fyrir viku frá því að hún hygðist ekki gefa kost á sér í næstu þingkosningum. Hún segist hafa lofað sjálfri sér að hætta eftir þetta kjörtímabil, óháð lengd þess. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar skrifuðu undir samkomulag sem lýtur að því með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa jafnframt óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylking og Píratar. Stöðuuppfærslan hefst með orðunum: „Jæja, þá er síðustu samningalotu minni lokið í þingheimum. Ekki tókst að fá í gegn þá sjálfsögðu lýðræðisaukningu að breyta mætti stjórnarskrá með auknum meirihluta og skjóta þeim breytingum til almennings í þjóðaratkvæði.“Birgitta segir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi beitt „þeim ógeðfelldu brögðum að nota bága stöðu barna í neyð sem pólitíska skiptimynt til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok.“ Hún segir að Bjarni hefði hótað því að taka þingið í gíslingu ef ekki yrði fallist á vilja hans um að taka breytingatillöguna út af borðinu.Formenn flokka funduðu stíft með forseta Alþingis í dag og náðu samkomulagi um að ljúka þingstörfum.Vísir/ErnirBirgitta notar sterk orð til þess að lýsa þeim vinnubrögðum sem hún segir Bjarna hafa viðhaft. „Það var ömurlegt að horfa upp á vinnubrögð hans, en hann neitaði alfarið að ræða málin og hafði ekkert fram að færa nema hótanir og almennan dónaskap.“ Í stöðuuppfærslunni segir Birgitta auk þess að Samfylkingin og samflokksmenn hennar í Pírötum hafi ekki getað fallist á slík málalok. „Við ætlum að gera lokatilraun til að kanna vilja þingsins sem er sá að það er klár meirihluti fyrir þessari breytingu en því miður er það líka þannig að það var ekki hægt að sannfæra hina um að fara bara hart í Bjarna og sjá hvort hann hafi ekki bara verið að „blöffa“ með þessari hótun um málþóf,“ segir Birgitta. Birgitta virðist döpur í bragði eftir fundinn. „Mér finnst þetta rosalega dapur endir á þingstörfum mínum. Ég vona að kjósendur átti sig á hvaða flokkar geta breytt hlutunum til lengri tíma. En sá stöðugleiki sem fólk þráir er ekki til í okkar samfélagi þó að stundum sé svikalogn í stafni,“ segir Birgitta að endingu. Vísir sagði fyrr í kvöld frá því að Logi Már Einarsson hefði sagt frá því að á fundinum hefðu menn notað öryggi og velferð barna sem skiptimynt á fundi formanna. Smári McCarthy lét einnig í sér heyra á Facebooksíðu sinni og segir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi reynt að stilla þeim upp við vegg „á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann að hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur,“ segir Smári sem vísar til máls sem lýtur að ríkisborgararétti til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Þá tekur hann jafnframt mið af máli sem snýr að breytingum á framkvæmd uppreist æru. Bjarni gerði deilurnar einnig að umfjöllunarefni á sinni Facebooksíðu og lét í ljós óánægju sína með skrif Smára: „Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu? Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta framlag til bættrar þjóðfélagsumræðu - leiðin til að endurheimta traust á stjórnmálum?“Hér að neðan er stöðuuppfærsla Birgittu í heild: Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. Á sama vettvangi greindi Birgitta fyrir viku frá því að hún hygðist ekki gefa kost á sér í næstu þingkosningum. Hún segist hafa lofað sjálfri sér að hætta eftir þetta kjörtímabil, óháð lengd þess. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar skrifuðu undir samkomulag sem lýtur að því með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa jafnframt óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylking og Píratar. Stöðuuppfærslan hefst með orðunum: „Jæja, þá er síðustu samningalotu minni lokið í þingheimum. Ekki tókst að fá í gegn þá sjálfsögðu lýðræðisaukningu að breyta mætti stjórnarskrá með auknum meirihluta og skjóta þeim breytingum til almennings í þjóðaratkvæði.“Birgitta segir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi beitt „þeim ógeðfelldu brögðum að nota bága stöðu barna í neyð sem pólitíska skiptimynt til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok.“ Hún segir að Bjarni hefði hótað því að taka þingið í gíslingu ef ekki yrði fallist á vilja hans um að taka breytingatillöguna út af borðinu.Formenn flokka funduðu stíft með forseta Alþingis í dag og náðu samkomulagi um að ljúka þingstörfum.Vísir/ErnirBirgitta notar sterk orð til þess að lýsa þeim vinnubrögðum sem hún segir Bjarna hafa viðhaft. „Það var ömurlegt að horfa upp á vinnubrögð hans, en hann neitaði alfarið að ræða málin og hafði ekkert fram að færa nema hótanir og almennan dónaskap.“ Í stöðuuppfærslunni segir Birgitta auk þess að Samfylkingin og samflokksmenn hennar í Pírötum hafi ekki getað fallist á slík málalok. „Við ætlum að gera lokatilraun til að kanna vilja þingsins sem er sá að það er klár meirihluti fyrir þessari breytingu en því miður er það líka þannig að það var ekki hægt að sannfæra hina um að fara bara hart í Bjarna og sjá hvort hann hafi ekki bara verið að „blöffa“ með þessari hótun um málþóf,“ segir Birgitta. Birgitta virðist döpur í bragði eftir fundinn. „Mér finnst þetta rosalega dapur endir á þingstörfum mínum. Ég vona að kjósendur átti sig á hvaða flokkar geta breytt hlutunum til lengri tíma. En sá stöðugleiki sem fólk þráir er ekki til í okkar samfélagi þó að stundum sé svikalogn í stafni,“ segir Birgitta að endingu. Vísir sagði fyrr í kvöld frá því að Logi Már Einarsson hefði sagt frá því að á fundinum hefðu menn notað öryggi og velferð barna sem skiptimynt á fundi formanna. Smári McCarthy lét einnig í sér heyra á Facebooksíðu sinni og segir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi reynt að stilla þeim upp við vegg „á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann að hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur,“ segir Smári sem vísar til máls sem lýtur að ríkisborgararétti til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Þá tekur hann jafnframt mið af máli sem snýr að breytingum á framkvæmd uppreist æru. Bjarni gerði deilurnar einnig að umfjöllunarefni á sinni Facebooksíðu og lét í ljós óánægju sína með skrif Smára: „Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu? Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta framlag til bættrar þjóðfélagsumræðu - leiðin til að endurheimta traust á stjórnmálum?“Hér að neðan er stöðuuppfærsla Birgittu í heild:
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Sjá meira
Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58
Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19
Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53