Geta hvorki né vilja skjóta niður flugvélar Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2017 14:15 B1-B sprengjuflugvél á flugvelli á Gvam. Vísir/AFP Yfirvöld í Norður-Kóreu vilja ekki og geta ekki skotið niður Bandarískar orrustuþotur og sprengjuvélar. Þrátt fyrir að utanríkisráðherra landsins hafi sagt að þeir hefðu rétt á því og þá jafnvel þrátt fyrir að umræddar flugvélar væru ekki í lofthelgi Norður-Kóreu. Þetta er mat hernaðarsérfræðinga sem AP fréttaveitan ræddi við. Það helsta sem þeir segja að aftri Norður-Kóreu er gamall og úr sér genginn búnaður þeirra. Þar er bæði átt við loftvarnir, ratsjárstöðvar og flugvélar þeirra.Yfirlit yfir þá ógn sem Suður-Kóreu stafar af stórskotaliði nágranna sinna.Vísir/GraphicNewsGamalt gegn nýju Bandaríkin senda iðulega háþróaðar sprengjuflugvélar að Kóreuskaganum. Nú síðast á síðast um helgina en þá var sprengjuvélum og orrustuþotum flogið á alþjóðasvæði austur af Norður-Kóreu.Sjá einnig: Norður-Kórea áskilur sér rétt til að skjóta niður sprengjuflugvélarMoon Seong Mook, fyrrverandi foringi í her Suður-Kóreu og núverandi greinandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Research Institute for National Strategy, segir til dæmis að gamlar MiG orrustuþotur Norður-Kóreu eigi ekki séns í öflugar og nýjar orrustuþotur Bandaríkjanna sem fylgja sprengjuvélunum. Þó að Norður-Kórea hafi státaði sig fyrr á árinu að þær ættu nýjar eldflaugar sem hannaðar hafi verið til að granda flugvélum sé algerlega óvíst hver raunveruleg geta þeirra sé. Þar að auki er einnig óvíst hvort að ratsjár Norður-Kóreu geti yfir höfuð greint flugvélarnar og fundið þær. Starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo var ekki nú um helgina. Ratsjár Norður-Kóreu greindu ekki sprengjuvélarnar.Myndi mögulega leiða til stríðs Norður-Kórea skaut síðast niður bandaríska þyrlu árið 1994. Einn flugmaður dó og annar var fangaður. Eftir að honum var sleppt sagðist hann hafa verið þvingaður til að segja að þeir hefðu flogið þyrlunni yfir landamæri Norður-Kóreu. Þá var orrustuþota notuð til að skjóta niður óvopnaða bandaríska njósnavél árið 1969. Allir í áhöfn flugvélarinnar dóu en þeir voru 31. Greinendur segja einkar ólíklegt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu reyna slíkt núna. Það myndi án efa leiða til gagnaðgerða Bandaríkjanna og jafnvel til stríðs. Annar sérfræðingur segir ástæðu þess að utanríkisráðherra Norður-Kóreu hafi varpað fram hótun sinni vera að yfirvöld Norður-Kóreu geti ekki sætt sig við að leiðtogar ríkisins hafi verið móðgaðir svo opinberlega. Norður-Kórea Tengdar fréttir Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55 Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Donald Trump mun gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum ef eitthvað er að marka orð Kim Jong-un í nótt. 22. september 2017 06:46 Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hóta hvor öðrum gereyðileggingu og uppnefna hvor annan. 23. september 2017 09:00 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu vilja ekki og geta ekki skotið niður Bandarískar orrustuþotur og sprengjuvélar. Þrátt fyrir að utanríkisráðherra landsins hafi sagt að þeir hefðu rétt á því og þá jafnvel þrátt fyrir að umræddar flugvélar væru ekki í lofthelgi Norður-Kóreu. Þetta er mat hernaðarsérfræðinga sem AP fréttaveitan ræddi við. Það helsta sem þeir segja að aftri Norður-Kóreu er gamall og úr sér genginn búnaður þeirra. Þar er bæði átt við loftvarnir, ratsjárstöðvar og flugvélar þeirra.Yfirlit yfir þá ógn sem Suður-Kóreu stafar af stórskotaliði nágranna sinna.Vísir/GraphicNewsGamalt gegn nýju Bandaríkin senda iðulega háþróaðar sprengjuflugvélar að Kóreuskaganum. Nú síðast á síðast um helgina en þá var sprengjuvélum og orrustuþotum flogið á alþjóðasvæði austur af Norður-Kóreu.Sjá einnig: Norður-Kórea áskilur sér rétt til að skjóta niður sprengjuflugvélarMoon Seong Mook, fyrrverandi foringi í her Suður-Kóreu og núverandi greinandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Research Institute for National Strategy, segir til dæmis að gamlar MiG orrustuþotur Norður-Kóreu eigi ekki séns í öflugar og nýjar orrustuþotur Bandaríkjanna sem fylgja sprengjuvélunum. Þó að Norður-Kórea hafi státaði sig fyrr á árinu að þær ættu nýjar eldflaugar sem hannaðar hafi verið til að granda flugvélum sé algerlega óvíst hver raunveruleg geta þeirra sé. Þar að auki er einnig óvíst hvort að ratsjár Norður-Kóreu geti yfir höfuð greint flugvélarnar og fundið þær. Starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo var ekki nú um helgina. Ratsjár Norður-Kóreu greindu ekki sprengjuvélarnar.Myndi mögulega leiða til stríðs Norður-Kórea skaut síðast niður bandaríska þyrlu árið 1994. Einn flugmaður dó og annar var fangaður. Eftir að honum var sleppt sagðist hann hafa verið þvingaður til að segja að þeir hefðu flogið þyrlunni yfir landamæri Norður-Kóreu. Þá var orrustuþota notuð til að skjóta niður óvopnaða bandaríska njósnavél árið 1969. Allir í áhöfn flugvélarinnar dóu en þeir voru 31. Greinendur segja einkar ólíklegt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu reyna slíkt núna. Það myndi án efa leiða til gagnaðgerða Bandaríkjanna og jafnvel til stríðs. Annar sérfræðingur segir ástæðu þess að utanríkisráðherra Norður-Kóreu hafi varpað fram hótun sinni vera að yfirvöld Norður-Kóreu geti ekki sætt sig við að leiðtogar ríkisins hafi verið móðgaðir svo opinberlega.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55 Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Donald Trump mun gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum ef eitthvað er að marka orð Kim Jong-un í nótt. 22. september 2017 06:46 Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hóta hvor öðrum gereyðileggingu og uppnefna hvor annan. 23. september 2017 09:00 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55
Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42
Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00
Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Donald Trump mun gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum ef eitthvað er að marka orð Kim Jong-un í nótt. 22. september 2017 06:46
Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hóta hvor öðrum gereyðileggingu og uppnefna hvor annan. 23. september 2017 09:00
„Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45