Fyrstu rafknúnu flugvélarnar í loftið innan áratugar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2017 07:30 Lággjaldaflugfélagið er eitt það umsvifamesta í Evrópu. Vísir/getty Lággjaldaflugfélagið EasyJet og bandaríski raftækjaframleiðandainn Wright Electric vinna nú að hönnun og framleiðslu rafhlaðna sem gætu hentað til styttri flugferða. Flugfélagið áætlar að það geti sent fyrstu rafvélarnar í loftið innan áratugar. Greint var frá samstarfinu nú í morgun. Easyjet vonar að samstarfið verði til þess að allar ferðir félagsins sem eru styttri en tvær klukkustundir verði með rafknúnum vélum innan 20 ára. Lítur félagið þá sérstaklega til fjölfarinna leiða; eins og á milli Lundúna og Parísar sem og Edinborgar og Bristol. Framkvæmdastjóri Easyjet segir að ekki einungis sé fyrirtækið með þessu að sýna samfélagslega ábyrgð heldur einnig að feta í fótspor bifreiðaframleiðenda sem lagt hafa aukna áherslu á rafbíla á síðustu árum. „Í fyrsta sinn á mínum ferli get ég séð fyrir mér framtíð án flugvélaeldsneytis og ég er mjög spennt að fá að vera hluti af henni,“ segir framkvæmdastjórinn Carolyn McCall. Wright Electric segir að rafvélar verði um 50% hljóðlátari og 10% ódýrari í kaupum og rekstri. Vonast fyrirtækið til að það leiði til lækunnar flugfargjalda. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið EasyJet og bandaríski raftækjaframleiðandainn Wright Electric vinna nú að hönnun og framleiðslu rafhlaðna sem gætu hentað til styttri flugferða. Flugfélagið áætlar að það geti sent fyrstu rafvélarnar í loftið innan áratugar. Greint var frá samstarfinu nú í morgun. Easyjet vonar að samstarfið verði til þess að allar ferðir félagsins sem eru styttri en tvær klukkustundir verði með rafknúnum vélum innan 20 ára. Lítur félagið þá sérstaklega til fjölfarinna leiða; eins og á milli Lundúna og Parísar sem og Edinborgar og Bristol. Framkvæmdastjóri Easyjet segir að ekki einungis sé fyrirtækið með þessu að sýna samfélagslega ábyrgð heldur einnig að feta í fótspor bifreiðaframleiðenda sem lagt hafa aukna áherslu á rafbíla á síðustu árum. „Í fyrsta sinn á mínum ferli get ég séð fyrir mér framtíð án flugvélaeldsneytis og ég er mjög spennt að fá að vera hluti af henni,“ segir framkvæmdastjórinn Carolyn McCall. Wright Electric segir að rafvélar verði um 50% hljóðlátari og 10% ódýrari í kaupum og rekstri. Vonast fyrirtækið til að það leiði til lækunnar flugfargjalda.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira