Rakel: Ráðum ekki örlögum okkar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. september 2017 06:00 Rakel fagnar í leik fyrr í sumar. Spurning hvort hún fagni í leikslok í dag? vísir/anton Breiðablik á frekar óvæntan möguleika á því að verða Íslandsmeistari í fótbolta í dag en þarf að klára sitt og treysta á aðstoð frá FH ef dagurinn á að vera fullkominn í Kópavogi. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Þetta leit ekkert vel út á tímabili og var langsótt. Við ákváðum að pæla ekkert í öðrum. Bara klára okkar leiki og sjá svo til hvernig það færi. Það hefur ekkert breyst því við ráðum örlögum okkar ekki sjálfar. Við verðum að gera okkar og vona svo það besta,“ segir Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Blika og fyrrum leikmaður Þórs/KA. Það hjálpar Blikaliðinu ekki að síðustu vikur hefur liðið sleppt tveimur lykilmönnum. Fyrst fór Fanndís Friðriksdóttir og nú er Berglind Björg Þorvaldsdóttir farin en hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Stjörnunni í síðasta leik. „Það eru ekki margir eftir í leikmannahópnum hjá okkur,“ segir Rakel og hlær. „Breiðablik vildi ekki standa í vegi fyrir þeim og við sem stöndum eftir verðum að klára verkefnið.“ Blikastúlkur spila við Grindavík í kvöld en þökk sé Grindavík á Breiðablik möguleika á titlinum. Grindavík vann nefnilega óvæntan 3-2 sigur á Þór/KA í síðustu umferð. „Þær eru með hörkulið og þetta verður allt annað en auðvelt,“ segir Rakel en verður fylgst með gangi mála á Akureyri? „Ég held við græðum ekkert á því að spá í þeim leik. Við slökkvum bara á netinu, spilum okkar leik og sjáum svo til í lokin. Það eru smá líkur að þetta falli með okkur en minni. Við höldum samt í vonina.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Breiðablik á frekar óvæntan möguleika á því að verða Íslandsmeistari í fótbolta í dag en þarf að klára sitt og treysta á aðstoð frá FH ef dagurinn á að vera fullkominn í Kópavogi. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Þetta leit ekkert vel út á tímabili og var langsótt. Við ákváðum að pæla ekkert í öðrum. Bara klára okkar leiki og sjá svo til hvernig það færi. Það hefur ekkert breyst því við ráðum örlögum okkar ekki sjálfar. Við verðum að gera okkar og vona svo það besta,“ segir Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Blika og fyrrum leikmaður Þórs/KA. Það hjálpar Blikaliðinu ekki að síðustu vikur hefur liðið sleppt tveimur lykilmönnum. Fyrst fór Fanndís Friðriksdóttir og nú er Berglind Björg Þorvaldsdóttir farin en hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Stjörnunni í síðasta leik. „Það eru ekki margir eftir í leikmannahópnum hjá okkur,“ segir Rakel og hlær. „Breiðablik vildi ekki standa í vegi fyrir þeim og við sem stöndum eftir verðum að klára verkefnið.“ Blikastúlkur spila við Grindavík í kvöld en þökk sé Grindavík á Breiðablik möguleika á titlinum. Grindavík vann nefnilega óvæntan 3-2 sigur á Þór/KA í síðustu umferð. „Þær eru með hörkulið og þetta verður allt annað en auðvelt,“ segir Rakel en verður fylgst með gangi mála á Akureyri? „Ég held við græðum ekkert á því að spá í þeim leik. Við slökkvum bara á netinu, spilum okkar leik og sjáum svo til í lokin. Það eru smá líkur að þetta falli með okkur en minni. Við höldum samt í vonina.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira