Axel: Bara naglar sem standa í markinu í stuttbuxum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2017 20:17 Axel Stefánsson var ánægður með margt. vísir/stefán Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta hófu leik í undankeppni EM 2018 í kvöld með sjö marka tapi, 30-23, á móti Tékklandi. Ílenska liðið hélt í við það tékkneska framan af og var að spila ágætlega en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Stelpurnar okkar sýndu engu að síður flotta spilamennsku á köflum. „Við spiluðum fyrstu 25 mínúturnar vel en síðan gerðum við of mikið af einföldum tæknifeilum. Við gerðum ekki marga en þeir sem við gerðum voru of einfaldir,“ segir Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, en Vísir heyrði í honum hljóðið skömmu eftir leik. „Við vorum mikið í undirtölu og að fá á okkur mörk þá og slíkt. Það vantaði svolítið upp á reynsluna að ná í fríköstin og nýta tímann.“ „Seinni hálfleikurinn varð svolítill eltingarleikur á köflum en við spiluðum hann um margt ágætlega. Það vantaði smá takt í sóknarleikinn en við þurfum að bæta slæman kaflan. Þegar við dettum niður má sá kafli ekki vera svona slæmur og ekki svona langur,“ segir Axel.Ungar stelpur með ábyrgð Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið mjög stirrður um langa hríð en stelpurnar spiluðu á köflum fínan og hraðan bolta í kvöld. „Mér finnst við vera ná betri og meiri hraða í sóknarleikinn og tímasetningarnar eru betri. Við erum að komast í fín færi og ná meira línuspili en síðan dettum við aðeins inn á slæmar línusendingar þar sem við þurfum að velja betur,“ segir Axel. „Það sem við þurfum að gera er að refsa meira með hraðaupphlaupum. Við þurfum að vera grimmari að keyra í bakið á þessum liðum. Ég er mest svekktur með að hafa ekki refsað Tékkunum meira í kvöld þegar að við náum góðri stöðu á vellinum.“ Ungar stelpur eru komnar með ábyrgðarhlutverk í íslenska liðinu og það er margt sem Axel tekur jákvætt út úr tapinu. „Við erum með Lovísu Thompson þarna 17 ára með mikla ábyrgð og svo er Andrea Jacobsen að spila líka 19 ára. Þær fá helling af reynslu út úr þessu að spila á útivelli gegn einu af tíu bestum liðum Evrópu. Það er margt jákvætt sem við tökum með okkur úr þessum leik,“ segir Axel. Buxnaval íslensku markvarðanna vakti athygli í kvöld en bæði Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Lilja Renötudóttir spiluðu í stuttbuxum. „Þær eru helvíti harðar. Það eru bara naglar sem standa á stuttbuxum í markinu. Ég veit nú ekki alveg söguna á bakvið þetta en Hafdís hefur spilað í stuttbuxum í Danmörku í vetur. Þær byrjuðu á þessu í sumar í æfingaferðinni,“ segir Axel Stefánsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta hófu leik í undankeppni EM 2018 í kvöld með sjö marka tapi, 30-23, á móti Tékklandi. Ílenska liðið hélt í við það tékkneska framan af og var að spila ágætlega en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Stelpurnar okkar sýndu engu að síður flotta spilamennsku á köflum. „Við spiluðum fyrstu 25 mínúturnar vel en síðan gerðum við of mikið af einföldum tæknifeilum. Við gerðum ekki marga en þeir sem við gerðum voru of einfaldir,“ segir Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, en Vísir heyrði í honum hljóðið skömmu eftir leik. „Við vorum mikið í undirtölu og að fá á okkur mörk þá og slíkt. Það vantaði svolítið upp á reynsluna að ná í fríköstin og nýta tímann.“ „Seinni hálfleikurinn varð svolítill eltingarleikur á köflum en við spiluðum hann um margt ágætlega. Það vantaði smá takt í sóknarleikinn en við þurfum að bæta slæman kaflan. Þegar við dettum niður má sá kafli ekki vera svona slæmur og ekki svona langur,“ segir Axel.Ungar stelpur með ábyrgð Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið mjög stirrður um langa hríð en stelpurnar spiluðu á köflum fínan og hraðan bolta í kvöld. „Mér finnst við vera ná betri og meiri hraða í sóknarleikinn og tímasetningarnar eru betri. Við erum að komast í fín færi og ná meira línuspili en síðan dettum við aðeins inn á slæmar línusendingar þar sem við þurfum að velja betur,“ segir Axel. „Það sem við þurfum að gera er að refsa meira með hraðaupphlaupum. Við þurfum að vera grimmari að keyra í bakið á þessum liðum. Ég er mest svekktur með að hafa ekki refsað Tékkunum meira í kvöld þegar að við náum góðri stöðu á vellinum.“ Ungar stelpur eru komnar með ábyrgðarhlutverk í íslenska liðinu og það er margt sem Axel tekur jákvætt út úr tapinu. „Við erum með Lovísu Thompson þarna 17 ára með mikla ábyrgð og svo er Andrea Jacobsen að spila líka 19 ára. Þær fá helling af reynslu út úr þessu að spila á útivelli gegn einu af tíu bestum liðum Evrópu. Það er margt jákvætt sem við tökum með okkur úr þessum leik,“ segir Axel. Buxnaval íslensku markvarðanna vakti athygli í kvöld en bæði Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Lilja Renötudóttir spiluðu í stuttbuxum. „Þær eru helvíti harðar. Það eru bara naglar sem standa á stuttbuxum í markinu. Ég veit nú ekki alveg söguna á bakvið þetta en Hafdís hefur spilað í stuttbuxum í Danmörku í vetur. Þær byrjuðu á þessu í sumar í æfingaferðinni,“ segir Axel Stefánsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45