Ísland eins og skilnaðarbarn í Brexit deilunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. september 2017 20:24 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi með Liam Fox ráðherra alþjóðaviðskipta í Bretland. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan þeir ákveða hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Hann segir ekki viðeigandi að Íslendingar skipti sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum. Guðlaugur Þór er nú staddur í London og var í kvöld viðstaddur boð í utanríkisráðuneytinu til að fagna stofnun hugveitunnar Institute for Free Trade, og hélt hann þar ræðu. Auk hans héldu harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tölu, þar á meðal alþjóðaviðskiptaráðherrann Liam Fox og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar. „Þessi fundur gengur nú bara út á að leggja áherslu á frjáls milliríkjaviðskipti. Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Annars vegar hitti ég Liam Fox og hins vegar í ræðu minni þá vakti ég athygli til dæmis á því að Ísland er á þeim stað sem það er, að við höfum stundað frjáls milliríkjaviðskipti. Við höfum haft aðgang að öðrum mörkuðum og okkar markaðir eru opnir. Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu, kannski sú fátækasta, í upphafi síðustu aldar og við værum ennþá á mjög erfiðum stað ef við hefðum ekki aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir. Þetta er það sama og ég hef verið að leggja áherslu á í mínum málflutningi og sömuleiðis, sem skiptir mjög miklu máli ef við ætlum að nýta það tækifæri sem við höfum og berjast gegn fátækt í heiminum, þá gerist það ekki öðruvísi en að ríkustu löndin opni sína markaði.“Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars,Vísir/EPASterk tengsl við Bretland ómetanleg Guðlaugur segist ekki skipta sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum um það hvernig Bretland hagi útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, en þeir Liam Fox, Boris Johnson og Daniel Hannan eru allir fylgjandi hinu svokallaða „hard Brexit“ og vilja harða stefnu varðandi Brexit. „Þetta hefur ekkert með það að gera, þetta hefur með það að gera að ég er annars vegar að hitta hér breska ráðherra og hins vegar að tala fyrir frjálsri milliríkjaverslun og var boðið hingað af Boris Johnson utanríkisráðherra. Alltaf, en sérstaklega við þessar aðstæður eru sterk tengsl við breska ráðamenn ómetanleg. Það sem ég hef verið að ræða við þessa menn snúa að tvíhliða hagsmunum Íslendinga gagnvart því þegar Bretar ganga út,“ segir Guðlaugur. Aðspurður segir hann að framtíðarsamskipti Íslands við Bretland hafi verið í forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. „Þetta hefur verið í forgangi hjá okkur. Bretland er annað mikilvægasta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. Þannig að við viljum í það minnsta hafa þau í svipuðu formi og þau hafa verið og helst líka þau tækifæri sem koma upp þegar þeir taka viðskiptamálin í sínar eigin hendur.“Er líklegt að Bretar velji að ganga í EFTA í kjölfar Brexit? „Á þessari stundu er það ekki líklegt en svo veit maður ekki hvernig mál þróast. Ég hef oft sagt að við séum svolítið eins og barn skilnaðarforeldra og það sem við erum að leggja áherslu er að það verði ekki viðskiptahindranir í Evrópu í framtíðinni. Því það er eitthvað sem allir munu tapa á. Við getum deilt um það hverjir mun tapa á því meira, Bretar eða Evrópusambandið, en allir myndu tapa á því.“ Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi utanríkisráðherra, segir einkar mikilvægt að Ísland haldi sambandi sínu við Breta á meðan þeir ákveða hvernig milliríkjaviðskiptum verði hagað eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Hann segir ekki viðeigandi að Íslendingar skipti sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum. Guðlaugur Þór er nú staddur í London og var í kvöld viðstaddur boð í utanríkisráðuneytinu til að fagna stofnun hugveitunnar Institute for Free Trade, og hélt hann þar ræðu. Auk hans héldu harðlínumenn innan breska Íhaldsflokksins tölu, þar á meðal alþjóðaviðskiptaráðherrann Liam Fox og Daniel Hannan, Evrópuþingmaður flokksins, sem er forseti hugveitunnar. „Þessi fundur gengur nú bara út á að leggja áherslu á frjáls milliríkjaviðskipti. Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Annars vegar hitti ég Liam Fox og hins vegar í ræðu minni þá vakti ég athygli til dæmis á því að Ísland er á þeim stað sem það er, að við höfum stundað frjáls milliríkjaviðskipti. Við höfum haft aðgang að öðrum mörkuðum og okkar markaðir eru opnir. Við vorum ein fátækasta þjóð Vestur-Evrópu, kannski sú fátækasta, í upphafi síðustu aldar og við værum ennþá á mjög erfiðum stað ef við hefðum ekki aðgang að öðrum mörkuðum og ef okkar markaðir væru ekki opnir. Þetta er það sama og ég hef verið að leggja áherslu á í mínum málflutningi og sömuleiðis, sem skiptir mjög miklu máli ef við ætlum að nýta það tækifæri sem við höfum og berjast gegn fátækt í heiminum, þá gerist það ekki öðruvísi en að ríkustu löndin opni sína markaði.“Guðlaugur Þór með Boris Johnson á NATO-fundi í mars,Vísir/EPASterk tengsl við Bretland ómetanleg Guðlaugur segist ekki skipta sér af innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum um það hvernig Bretland hagi útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, en þeir Liam Fox, Boris Johnson og Daniel Hannan eru allir fylgjandi hinu svokallaða „hard Brexit“ og vilja harða stefnu varðandi Brexit. „Þetta hefur ekkert með það að gera, þetta hefur með það að gera að ég er annars vegar að hitta hér breska ráðherra og hins vegar að tala fyrir frjálsri milliríkjaverslun og var boðið hingað af Boris Johnson utanríkisráðherra. Alltaf, en sérstaklega við þessar aðstæður eru sterk tengsl við breska ráðamenn ómetanleg. Það sem ég hef verið að ræða við þessa menn snúa að tvíhliða hagsmunum Íslendinga gagnvart því þegar Bretar ganga út,“ segir Guðlaugur. Aðspurður segir hann að framtíðarsamskipti Íslands við Bretland hafi verið í forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. „Þetta hefur verið í forgangi hjá okkur. Bretland er annað mikilvægasta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. Þannig að við viljum í það minnsta hafa þau í svipuðu formi og þau hafa verið og helst líka þau tækifæri sem koma upp þegar þeir taka viðskiptamálin í sínar eigin hendur.“Er líklegt að Bretar velji að ganga í EFTA í kjölfar Brexit? „Á þessari stundu er það ekki líklegt en svo veit maður ekki hvernig mál þróast. Ég hef oft sagt að við séum svolítið eins og barn skilnaðarforeldra og það sem við erum að leggja áherslu er að það verði ekki viðskiptahindranir í Evrópu í framtíðinni. Því það er eitthvað sem allir munu tapa á. Við getum deilt um það hverjir mun tapa á því meira, Bretar eða Evrópusambandið, en allir myndu tapa á því.“
Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37