Framboðslistar flokkanna væntanlega tilbúnir í lok næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 21:00 Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Stöð 2/Grafík Stjórnmálaflokkarnir eru að ganga frá framboðslistum sínum þessa dagana og er útlit fyrir að þeir verði flestir tilbúnir í lok næstu viku. Nær undantekningalaust verður stillt upp á listana end aðeins ár síðan síðast var kosið til Alþingis og stuttur tími fram að kjördegi. Eftir tæpar fimm vikur ganga landsmenn eina ferðina enn að kjörborðinu til að kjósa fulltrúa á þing. Á fráfarandi þingi áttu í fyrsta skipti sjö stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi. En í kosningunum hinn 28. október stefnir í að jafnvel átta flokkar gætu náð fulltrúum á þing og það er ekki víst að það auðveldi stjórnarmyndun. Kjördæmisráð gömlu flokkanna í hverju kjördæmi ráða því hvernig stillt er upp á lista þeirra. Kjördæmisráð Sjálfsætisflokksins í Reykjavík kemur saman í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verða málin afgreidd um komandi helgi. Búist er við að stillt verði upp í öllum kjördæmum. Það sama er upp á teningnum í Framsóknarflokknum nema í Norðvesturkjördæmi þar sem boðað hefur verið til tvöfalds kjördæmaþings hinn 8. október þar sem tekist er á um hver skipar fyrsta sæti listans, en eftir það munu allir listar flokksins væntanlega liggja fyrir. Uppstilling verður líka almenna reglan hjá Vinstri grænum nema í Suðvesturkjördæmi þar sem Ólafur Þór Gunnarsson, Ingvar Arnarson og Sigursteinn Másson sækjast allir eftir öðru sæti og því verður viðhaft forval í því kjördæmi. Síðan verður uppstilligu á lista flokksins í Norðausturkjördæmi ekki lokið fyrr en að loknum landsfundi VG dagana 6. til 8. október, ar sem tveir frambjóðendur í kjördæminu sækjast einnig eftir varaformannsembættinu í flokknum. Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Það hófst síðast liðin laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Samfylkingin stillir upp á lista í fjórum kjördæmum um komandi helgi og í Suðvesturkjördæmi hinn 3. október. Þá verður boðað til aukins kjördæmaþings í Norðvesturkjördæmi þar sem forval fer fram um fulltrúa í fjögur efstu sætin en listarnir verða síðan allir afgreiddir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október, Hjá Viðreisn verður stilt upp á lista í öllum kjördæmum og áætlað að því verði lokið í næstu viku og stjórn Bjartrar framtíðar greiðir sömuleiðis atkvæði um tillögur uppstillingarnefndar í næstu viku. Flokkur fólksins tekur ákvörðun á laugardag um hvernig verður staðið að uppstillingu á lista flokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að á næstu dögum liggi fyrir hvað framboð hans verði kallað og hvernig skipað verði á lista þess. Kosningar 2017 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir eru að ganga frá framboðslistum sínum þessa dagana og er útlit fyrir að þeir verði flestir tilbúnir í lok næstu viku. Nær undantekningalaust verður stillt upp á listana end aðeins ár síðan síðast var kosið til Alþingis og stuttur tími fram að kjördegi. Eftir tæpar fimm vikur ganga landsmenn eina ferðina enn að kjörborðinu til að kjósa fulltrúa á þing. Á fráfarandi þingi áttu í fyrsta skipti sjö stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi. En í kosningunum hinn 28. október stefnir í að jafnvel átta flokkar gætu náð fulltrúum á þing og það er ekki víst að það auðveldi stjórnarmyndun. Kjördæmisráð gömlu flokkanna í hverju kjördæmi ráða því hvernig stillt er upp á lista þeirra. Kjördæmisráð Sjálfsætisflokksins í Reykjavík kemur saman í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verða málin afgreidd um komandi helgi. Búist er við að stillt verði upp í öllum kjördæmum. Það sama er upp á teningnum í Framsóknarflokknum nema í Norðvesturkjördæmi þar sem boðað hefur verið til tvöfalds kjördæmaþings hinn 8. október þar sem tekist er á um hver skipar fyrsta sæti listans, en eftir það munu allir listar flokksins væntanlega liggja fyrir. Uppstilling verður líka almenna reglan hjá Vinstri grænum nema í Suðvesturkjördæmi þar sem Ólafur Þór Gunnarsson, Ingvar Arnarson og Sigursteinn Másson sækjast allir eftir öðru sæti og því verður viðhaft forval í því kjördæmi. Síðan verður uppstilligu á lista flokksins í Norðausturkjördæmi ekki lokið fyrr en að loknum landsfundi VG dagana 6. til 8. október, ar sem tveir frambjóðendur í kjördæminu sækjast einnig eftir varaformannsembættinu í flokknum. Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Það hófst síðast liðin laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Samfylkingin stillir upp á lista í fjórum kjördæmum um komandi helgi og í Suðvesturkjördæmi hinn 3. október. Þá verður boðað til aukins kjördæmaþings í Norðvesturkjördæmi þar sem forval fer fram um fulltrúa í fjögur efstu sætin en listarnir verða síðan allir afgreiddir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október, Hjá Viðreisn verður stilt upp á lista í öllum kjördæmum og áætlað að því verði lokið í næstu viku og stjórn Bjartrar framtíðar greiðir sömuleiðis atkvæði um tillögur uppstillingarnefndar í næstu viku. Flokkur fólksins tekur ákvörðun á laugardag um hvernig verður staðið að uppstillingu á lista flokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að á næstu dögum liggi fyrir hvað framboð hans verði kallað og hvernig skipað verði á lista þess.
Kosningar 2017 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira