Steph Curry var hinsvegar langt frá því að vera ánægður með forsíðuna og var alveg óhræddur við að láta skoðun sína í ljós þegar hann hitti blaðamenn eftir æfingu hjá Golden State Warriors.
„Þetta var skelfilegt,“ sagði Stephen Curry um forsíðuna þar sem hann sést taka örmum saman með LeBron James og Roger Goodell en sá síðastnefndi er yfirmaður NFL-deildarinnar.
Uppslátturinn er íþróttamenn Bandaríkjanna standa saman þótt að þjóðin sé sundruð. Það er ekki boðskapurinn sem fór í Stephen Curry heldur það að það vantaði að hans mati aðalmanninn á forsíðuna.
THIS WEEK'S COVER: In a nation divided, the sports world is coming together https://t.co/aONQ0a141spic.twitter.com/rvuXVmiHq7
— Sports Illustrated (@SInow) September 26, 2017
NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick var upphafsmaður mótmælanna í tengslum við bandaríska þjóðsönginn sem er alltaf spilaður fyrir hvern leik.
Hann var á sínum tíma stór stjarna í NFL-deildinni en hefur ekki fengið tækifæri hjá neinu liði í ár. Ástæðan er án vafa mótmæli hans sem fóru illa í eigendur NFL-liðanna. Sömu eigendur hafa síðan verið í aðalhlutverki í mótmælum síðustu daga.