Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2017 23:47 Nýjustu símar tæknirisans Apple, iPhone 8 og iPhone X, voru kynntir til sögunnar þann 12. september síðastliðinn. Vísir/Getty Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. Annar viðskiptavinurinn sem um ræðir, tævönsk kona, segist hafa keypt eintak af iPhone 8 stuttu eftir að Apple setti símana á markað fyrr í þessum mánuði. Fimm dögum síðar hafi hún sett símann í hleðslu og hann hafi þá bólgnað upp og klofnað í sundur. Hinn viðskiptavinurinn, japanskur karlmaður, segir síma sinn hafa verið klofinn þegar hann var keyptur. Líklegast þykir að rafhlöður í báðum símunum hafi „bólgnað upp“ og valdið téðum sprungum en viðskiptavinirnir deildu báðir myndum af iPhone 8-símum sínum á Twitter, eins og sjá má hér fyrir neðan. iPhone8plus pic.twitter.com/eX3XprSzqv— まごころ (@Magokoro0511) September 24, 2017 iPhoneが昨日より膨らんでる。Apple、早く回収しにきて! pic.twitter.com/sRx6orgxi6— まごころ (@Magokoro0511) September 25, 2017 Apple, framleiðandi símanna, hefur enn ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að fyrirtækið hefði annan símanna til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tæknileg vandamál hafa skotið upp kollinum við útgáfu á nýjum vörum tæknirisa. Á síðasta ári stöðvaði helsti keppinautur Apple, Samsung, sölu á Galaxy Note 7 eftir að símarnir sprungu ítrekað við hleðslu. Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Apple rannsakar eintak af iPhone 7 sem sprakk Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima 24. febrúar 2017 22:38 Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Bandaríski tæknirisinn Apple mun kynna nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði þann 12. september næstkomandi. Fastlega er gert ráð fyrir því að iPhone 8 muni líta dagsins ljós á kynningunni. 28. ágúst 2017 15:52 S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Samsung Galaxy S8 og Galaxy S8 Plus-snjallsímarnir seljast í bílförmum. 29. maí 2017 13:00 iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns Apple kynnti nýjustu vörur sínar á viðburði í dag, þar á meðal iPhone X símann sem margir bíða með eftirvæntingu. 12. september 2017 21:19 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. Annar viðskiptavinurinn sem um ræðir, tævönsk kona, segist hafa keypt eintak af iPhone 8 stuttu eftir að Apple setti símana á markað fyrr í þessum mánuði. Fimm dögum síðar hafi hún sett símann í hleðslu og hann hafi þá bólgnað upp og klofnað í sundur. Hinn viðskiptavinurinn, japanskur karlmaður, segir síma sinn hafa verið klofinn þegar hann var keyptur. Líklegast þykir að rafhlöður í báðum símunum hafi „bólgnað upp“ og valdið téðum sprungum en viðskiptavinirnir deildu báðir myndum af iPhone 8-símum sínum á Twitter, eins og sjá má hér fyrir neðan. iPhone8plus pic.twitter.com/eX3XprSzqv— まごころ (@Magokoro0511) September 24, 2017 iPhoneが昨日より膨らんでる。Apple、早く回収しにきて! pic.twitter.com/sRx6orgxi6— まごころ (@Magokoro0511) September 25, 2017 Apple, framleiðandi símanna, hefur enn ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að fyrirtækið hefði annan símanna til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tæknileg vandamál hafa skotið upp kollinum við útgáfu á nýjum vörum tæknirisa. Á síðasta ári stöðvaði helsti keppinautur Apple, Samsung, sölu á Galaxy Note 7 eftir að símarnir sprungu ítrekað við hleðslu.
Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Apple rannsakar eintak af iPhone 7 sem sprakk Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima 24. febrúar 2017 22:38 Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Bandaríski tæknirisinn Apple mun kynna nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði þann 12. september næstkomandi. Fastlega er gert ráð fyrir því að iPhone 8 muni líta dagsins ljós á kynningunni. 28. ágúst 2017 15:52 S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Samsung Galaxy S8 og Galaxy S8 Plus-snjallsímarnir seljast í bílförmum. 29. maí 2017 13:00 iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns Apple kynnti nýjustu vörur sínar á viðburði í dag, þar á meðal iPhone X símann sem margir bíða með eftirvæntingu. 12. september 2017 21:19 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15
Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15
Apple rannsakar eintak af iPhone 7 sem sprakk Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima 24. febrúar 2017 22:38
Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Bandaríski tæknirisinn Apple mun kynna nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði þann 12. september næstkomandi. Fastlega er gert ráð fyrir því að iPhone 8 muni líta dagsins ljós á kynningunni. 28. ágúst 2017 15:52
S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Samsung Galaxy S8 og Galaxy S8 Plus-snjallsímarnir seljast í bílförmum. 29. maí 2017 13:00
iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns Apple kynnti nýjustu vörur sínar á viðburði í dag, þar á meðal iPhone X símann sem margir bíða með eftirvæntingu. 12. september 2017 21:19