Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Þórdís Valsdóttir skrifar 10. september 2017 10:15 Bahama-eyjar slapp betur en við var búist frá fellibylnum Irmu. Magnað veðurfyrirbæri olli því að sjórinn hefur sogast frá ströndum eyjanna en búist er við því að strandirnar verði komnar í rétt horf síðar í dag. Vísir/AFP Fellibylurinn Irma sem gekk yfir eyjar í Karíbahafi á föstudag og stefnir nú í átt að Flórídaskaga sogaði sjóinn frá ströndum Bahama eyja. Fjölmargir hafa deilt myndböndum af ströndum Bahama-eyja þar sem sjá má að sjórinn virðist á bak og burt. Angela Fritz, veðurfræðingur Washington Post, segir í grein sinni að þetta sé sjaldgæft fyrirbæri.„Suma hluti læra veðurfræðingar einungis í skólabókum og fá aldrei að sjá með eigin augum. Í raun er engin leið að vita hvenær svona hlutir gerast, en líkurnar á því að sjá hin stórfurðulegustu veðurfyrirbæri eru litlar sem engar. Þetta er einn af þessum hlutum, fellibylur sem er nógu kröftugur til að breyta lögun hafsins.“ Fritz segir að ástæða fyrirbærisins vera þá fellibylurinn Irma er svo kraftmikill, og þrýstingurinn svo lágur, að allt vatn í kringum fellibylinn sogast inn í auga hans. „Sjórinn mun þó skila sér aftur, líklega ekki af miklum krafti. Að öllum líkindum verður sjórinn eins og áður á sunnudags eftirmiðdag.“ Twitter notandinnn @Kaydi_K birti myndband frá Long Island á Bahamaeyjum þar sem sjá má þurran hafsbotninn. „Ég trúi þessu ekki, þetta er Long Island, Bahamas og sjórinn er horfinn! Eins langt og augað eygir,“ skrifaði hún við myndbandið sem sjá má hér að neðan. Irma fór yfir Bahamaeyjar á föstudag. Engin dauðsföll urðu vegna fellibylsins á eyjunum og engar meiriháttar skemmdir urðu á innviðum eyjanna.I am in disbelief right now... This is Long Island, Bahamas and the ocean water is missing!!! That's as far as they see #HurricaneIrma wtf pic.twitter.com/AhPAonjO6s— #ForeverFlourish (@Kaydi_K) September 9, 2017 Bahamaeyjar Fellibylurinn Irma Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Fellibylurinn Irma sem gekk yfir eyjar í Karíbahafi á föstudag og stefnir nú í átt að Flórídaskaga sogaði sjóinn frá ströndum Bahama eyja. Fjölmargir hafa deilt myndböndum af ströndum Bahama-eyja þar sem sjá má að sjórinn virðist á bak og burt. Angela Fritz, veðurfræðingur Washington Post, segir í grein sinni að þetta sé sjaldgæft fyrirbæri.„Suma hluti læra veðurfræðingar einungis í skólabókum og fá aldrei að sjá með eigin augum. Í raun er engin leið að vita hvenær svona hlutir gerast, en líkurnar á því að sjá hin stórfurðulegustu veðurfyrirbæri eru litlar sem engar. Þetta er einn af þessum hlutum, fellibylur sem er nógu kröftugur til að breyta lögun hafsins.“ Fritz segir að ástæða fyrirbærisins vera þá fellibylurinn Irma er svo kraftmikill, og þrýstingurinn svo lágur, að allt vatn í kringum fellibylinn sogast inn í auga hans. „Sjórinn mun þó skila sér aftur, líklega ekki af miklum krafti. Að öllum líkindum verður sjórinn eins og áður á sunnudags eftirmiðdag.“ Twitter notandinnn @Kaydi_K birti myndband frá Long Island á Bahamaeyjum þar sem sjá má þurran hafsbotninn. „Ég trúi þessu ekki, þetta er Long Island, Bahamas og sjórinn er horfinn! Eins langt og augað eygir,“ skrifaði hún við myndbandið sem sjá má hér að neðan. Irma fór yfir Bahamaeyjar á föstudag. Engin dauðsföll urðu vegna fellibylsins á eyjunum og engar meiriháttar skemmdir urðu á innviðum eyjanna.I am in disbelief right now... This is Long Island, Bahamas and the ocean water is missing!!! That's as far as they see #HurricaneIrma wtf pic.twitter.com/AhPAonjO6s— #ForeverFlourish (@Kaydi_K) September 9, 2017
Bahamaeyjar Fellibylurinn Irma Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira