Irma stefnir upp vesturströndina: „Við héldum að við værum örugg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2017 12:00 Íbúar í Tampa hafa streymt í neyðarskýli. Vísir/afp Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. Gert hafði verið ráð fyrir að Irma myndi spæna upp miðjan skagann en í nótt tók fellibylurinn stefnuna að vesturströnd skagans. Reiknað er þvi með að fjölmennar stórborgir á borð við Miami muni því ekki finna fyrir Irmu af fullum þunga.Sjá einnig:Bein útsending - Irma skellur á FlórídaÞað mun þó milljónaborgin Tampa gera og embættismenn í nærliggjandi sýslum höfðu ekki búist við að fá Irmu beint í fangið, eins og nú er útlit fyrir. „Við héldum að við værum örugg,“ sagði talskona Collier-sýslu á vesturströnd Flórída, í samtali við New York Times.Model forecast wind gusts are consistent w/Category 4 hurricane up entire Florida peninsula ... NWS forecasts have been nearly same.#Irma pic.twitter.com/JI0mroXcGR— Ryan Maue (@RyanMaue) September 9, 2017 Þegar því var spáð á fimmtudaginn að Irma gæti mögulega spænt upp vesturströndina reyndu yfirvöld á vesturströndinni að bregðast fljótt við og voru skýli og neyðaráætlanir útbúnar í flýti.Seint í gærkvöldi voru öll skýli full. Gert er ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.Yfirvöld í Flórída hafa gefið það út að of seint sé að flýja Irmu. Íbúum í Collier-sýslu sem búa í tveggja hæða húsum eða meira og höfðu ekki flúið, var sagt að færa sig á efri hæðirnar. Útlit er fyrir að tjón af völdum Irmu verði gríðarlegt en reiknað er með að Irma muni skella á skaganum síðdegis í dag eða í kvöld. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. Gert hafði verið ráð fyrir að Irma myndi spæna upp miðjan skagann en í nótt tók fellibylurinn stefnuna að vesturströnd skagans. Reiknað er þvi með að fjölmennar stórborgir á borð við Miami muni því ekki finna fyrir Irmu af fullum þunga.Sjá einnig:Bein útsending - Irma skellur á FlórídaÞað mun þó milljónaborgin Tampa gera og embættismenn í nærliggjandi sýslum höfðu ekki búist við að fá Irmu beint í fangið, eins og nú er útlit fyrir. „Við héldum að við værum örugg,“ sagði talskona Collier-sýslu á vesturströnd Flórída, í samtali við New York Times.Model forecast wind gusts are consistent w/Category 4 hurricane up entire Florida peninsula ... NWS forecasts have been nearly same.#Irma pic.twitter.com/JI0mroXcGR— Ryan Maue (@RyanMaue) September 9, 2017 Þegar því var spáð á fimmtudaginn að Irma gæti mögulega spænt upp vesturströndina reyndu yfirvöld á vesturströndinni að bregðast fljótt við og voru skýli og neyðaráætlanir útbúnar í flýti.Seint í gærkvöldi voru öll skýli full. Gert er ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.Yfirvöld í Flórída hafa gefið það út að of seint sé að flýja Irmu. Íbúum í Collier-sýslu sem búa í tveggja hæða húsum eða meira og höfðu ekki flúið, var sagt að færa sig á efri hæðirnar. Útlit er fyrir að tjón af völdum Irmu verði gríðarlegt en reiknað er með að Irma muni skella á skaganum síðdegis í dag eða í kvöld.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30
Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27
Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15
Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47
Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22