Erlent

Varað við gríðarstórum flóðbylgjum

Þórdís Valsdóttir skrifar
Irma skall á vesturströnd Flórídaskaga í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni fikra sig upp vesturströndina næsta sólarhringinn.
Irma skall á vesturströnd Flórídaskaga í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni fikra sig upp vesturströndina næsta sólarhringinn. Vísir/Getty
Fellibylurinn Irma skall á Flórídaríki fyrr í dag. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna varar við flóðbylgjum sem gætu orðið 4,5 metrar á hæð. Í tilkynningu frá miðstöðinni kom fram að það sé yfirvofandi hætta á lífshættulegum flóðbylgjum á meirihluta vesturstrandar Flórídaskaga. 

Um hádegi á staðartíma var sagt frá því að götur í miðborg Miami minni á ár, en vatnshæðin þar nær íbúum upp að mitti. Sjá má myndband af flóðunum hér að neðan.

 

 

Þrjú dauðsföll eru staðfest í fylkinu og hefur vindhraði fellibylsins mælst 58 m/s. Irma, sem hafði lækkuð niður í þriðja stigs fellibyl hefur náð enn meiri krafti og er því aftur flokkuð sem fjórða stigs fellibylur.

Irma hefur kjagað örlítið austar en áætlað var og því er fylgst náið með því hvar hún mun koma á land. Íbúar á þeim svæðum sem áður var talið að myndu ekki lenda í auga Irmu hafa því þurft að bregðast snögglega við breyttri stefnu fellibylsins.

Hægt er að fylgjast með ferðum Irmu hér að neðan.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur verið í sambandi við ríkisstjóra nokkurra suðurríkja nú í dag, þegar Irma nálgast meginland Bandaríkjanna óðfluga.

Yfirvöld í Tampa, St.Petersburg og Manatee sýslu hafa sett á útgöngubönn til reyna að takmarka skaða fellibylsins, Íbúar á þessum svæðum er skipað að halda sig heima fyrir eða í neyðarskýlum.

Áhrif fellibylja eru margvísleg en um 1,43 milljónir heimila í Flórídaríki eru án rafmagns, það eru um 29 prósent heimila í ríkinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×