Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. september 2017 18:29 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er vongóður um að frumvarpið nái fram að ganga. Vísir/Stefán Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. Sjá frétt Vísis um mótmælin hér. Í samtali við Vísi er Logi spurður hvað nákvæmlega felist í frumvarpinu. Felst aukinn réttur flóttabarna í því? „Í þessu einstaka frumvarpi felst ríkisborgararéttur til handa þessum tveimur stúlkum og foreldrum þeirra en í greinargerðinni segjum við að inntak frumvarpsins, þó það lúti að þessum tveimur börnum og foreldrum, sé ekki síst að senda stjórnvöldum mjög skýr skilaboð að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barna séu virt í hvívetna við töku stjórnvaldsákvarðana þar sem hagsmunir þeirra eru í húfi.“ Logi segir að það hafi skapast gleðileg stund á Alþingi á vormánuðum 2013 þegar þingmenn greiddu samhljóða atkvæði um löggildingu Laga um samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.Þær Haniye og Mary hafa báðar verið á flótta allt sitt líf. Foreldrar þeirra sóttu um hæli fyrir þær á landi en umsóknunum var hafnað af yfirvöldum. Þær verða því brátt sendar úr landi.„Það var skýr vilji löggjafans að það yrði hugsað og horft sérstaklega til hagsmuna barna og það væri í rauninni tekið tillit til þeirra sjónarmiða og að þau fengju að tjá sig þegar þau ættu í hlut en ekki bara horft á stöðu foreldra. Það má segja að þó málið snúi einvörðungu að veitingu ríkisborgararéttar til þessa aðila þá er í greinargerðinni hnykkt á því að það sé ætlast til þess að héðan í frá fari stjórnvöld eftir því sem Alþingi vill.“ Logi bendir á að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi heimild til að gera ýmislegt sé ekkert sem segi að þau þurfi alltaf að nýta sér það og vísar þannig til Dyflinnarreglugerðarinnar. Logi segist ekki hafa trúað því þegar hann frétti fyrst af því að stúlkunum yrði vísað úr landi. „Mér finnst hryggilegt að þetta ríka land skuli ekki standa betur að þessum málum og horfa sérstaklega til barna í hörmulegri stöðu,“ Segir Logi.Ertu vongóður um að frumvarpið nái fram að ganga? „Ég er miklu meira en vongóður ég bara trúi ekki öðru. Ég er algerlega sannfærður um það að meirihluti þingheims er sammála okkur,“ segir Logi sem bætir við að málið sé fyrst og fremst mannúðarmál og yfirlýsing um að Alþingi hafi það afl að fylgja eftir þeim ákvörðunum sem það tekur. Samfylkingin, með Loga í broddi fylkingar, hefur sent tillöguna til lokayfirferðar á nefndarsvið sem og á alla þingmenn og ráðherra og óskað eftir meðflutningi. Þá er þess einnig óskað að svör berist fyrir lok vinnudags á morgun.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Loga í heild. Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Til stendur að vísa hinni ellefu ára gömlu Haniye og hinni átta ára gömlu Mary ásamt fjölskyldum úr landi. Þær voru báðar fæddar á flótta. 9. september 2017 15:30 Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. Sjá frétt Vísis um mótmælin hér. Í samtali við Vísi er Logi spurður hvað nákvæmlega felist í frumvarpinu. Felst aukinn réttur flóttabarna í því? „Í þessu einstaka frumvarpi felst ríkisborgararéttur til handa þessum tveimur stúlkum og foreldrum þeirra en í greinargerðinni segjum við að inntak frumvarpsins, þó það lúti að þessum tveimur börnum og foreldrum, sé ekki síst að senda stjórnvöldum mjög skýr skilaboð að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barna séu virt í hvívetna við töku stjórnvaldsákvarðana þar sem hagsmunir þeirra eru í húfi.“ Logi segir að það hafi skapast gleðileg stund á Alþingi á vormánuðum 2013 þegar þingmenn greiddu samhljóða atkvæði um löggildingu Laga um samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.Þær Haniye og Mary hafa báðar verið á flótta allt sitt líf. Foreldrar þeirra sóttu um hæli fyrir þær á landi en umsóknunum var hafnað af yfirvöldum. Þær verða því brátt sendar úr landi.„Það var skýr vilji löggjafans að það yrði hugsað og horft sérstaklega til hagsmuna barna og það væri í rauninni tekið tillit til þeirra sjónarmiða og að þau fengju að tjá sig þegar þau ættu í hlut en ekki bara horft á stöðu foreldra. Það má segja að þó málið snúi einvörðungu að veitingu ríkisborgararéttar til þessa aðila þá er í greinargerðinni hnykkt á því að það sé ætlast til þess að héðan í frá fari stjórnvöld eftir því sem Alþingi vill.“ Logi bendir á að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi heimild til að gera ýmislegt sé ekkert sem segi að þau þurfi alltaf að nýta sér það og vísar þannig til Dyflinnarreglugerðarinnar. Logi segist ekki hafa trúað því þegar hann frétti fyrst af því að stúlkunum yrði vísað úr landi. „Mér finnst hryggilegt að þetta ríka land skuli ekki standa betur að þessum málum og horfa sérstaklega til barna í hörmulegri stöðu,“ Segir Logi.Ertu vongóður um að frumvarpið nái fram að ganga? „Ég er miklu meira en vongóður ég bara trúi ekki öðru. Ég er algerlega sannfærður um það að meirihluti þingheims er sammála okkur,“ segir Logi sem bætir við að málið sé fyrst og fremst mannúðarmál og yfirlýsing um að Alþingi hafi það afl að fylgja eftir þeim ákvörðunum sem það tekur. Samfylkingin, með Loga í broddi fylkingar, hefur sent tillöguna til lokayfirferðar á nefndarsvið sem og á alla þingmenn og ráðherra og óskað eftir meðflutningi. Þá er þess einnig óskað að svör berist fyrir lok vinnudags á morgun.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Loga í heild.
Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Til stendur að vísa hinni ellefu ára gömlu Haniye og hinni átta ára gömlu Mary ásamt fjölskyldum úr landi. Þær voru báðar fæddar á flótta. 9. september 2017 15:30 Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Til stendur að vísa hinni ellefu ára gömlu Haniye og hinni átta ára gömlu Mary ásamt fjölskyldum úr landi. Þær voru báðar fæddar á flótta. 9. september 2017 15:30
Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46
Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00
Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34
Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00