Næstum þrjátíu brot verið tilkynnt á áratug Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2017 06:00 Þjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Öll kynferðisbrotamál skulu tilkynnt fagráði. vísir/ernir Alls hafa 27 kynferðisbrot komið inn á borð fagráðs íslensku þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota síðustu tíu ár, þar sem starfsmenn kirkjunnar eru sakaðir um brot. Að minnsta kosti tveir þolendur eru börn. „Ekki er alltaf um meint kynferðisbrot að ræða heldur einnig ýmis önnur mál sem til dæmis snúa að meintu annars konar ofbeldi,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda og formaður fagráðsins. Hún segir tíu málum að minnsta kosti hafa verið lokið með sátt milli allra aðila á þessu tímabili. „Mörg þessara 27 mála voru fyrnd en ávallt er tekið á móti fólki og hlustað á sögu þess. Mörg vilja ekki fara með málin lengra en þykir rétt og gott að vita að tekið er á móti þeim og þeim veittur allur þá stuðningur sem hægt er að veita,“ segir Elína Hrund.Elína Hrund KristjánsdóttirÞjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Reglurnar taka aðeins til meintra brota sem framin eru af starfsmanni kirkjunnar, hvort sem um er að ræða einstakling í fastri stöðu, tímabundinni eða sjálfboðaliðastarfi á vegum kirkjunnar. Samkvæmt reglum skulu öll kynferðisbrotamál fara til fagráðs og óheimilt er að afgreiða kynferðisbrot innan söfnuða. Fagráð hefur ekki úrslitavald til að beina málum til lögreglu að mati formanns. Þolendum stendur þó sú leið auðvitað til boða og stuðningur kirkju er veittur. Hins vegar er öllum málum er varða börn vísað til barnaverndar. Tvö mál hafa komið upp varðandi ungleiðtoga sem farið hafa til barnaverndar og þaðan til lögreglu. „Dómsmál hafa gengið þar sem viðkomandi meintur brotamaður var sýknaður af ásökunum en viðkomandi sóknarnefnd og söfnuður voru ekki sátt og fór málið þá til úrskurðarnefndar og var sá aðili færður til í starfi,“ bætir Elína Hrund við. Fagráð kirkjunnar er skipað, auk Elínu, þeim Sigurði Rafni A. Levy sálfræðingi og Höllu Bachman lögfræðingi. Varamenn eru þau Kjartan Sigurbjörnsson sjúkrahússprestur og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Alls hafa 27 kynferðisbrot komið inn á borð fagráðs íslensku þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota síðustu tíu ár, þar sem starfsmenn kirkjunnar eru sakaðir um brot. Að minnsta kosti tveir þolendur eru börn. „Ekki er alltaf um meint kynferðisbrot að ræða heldur einnig ýmis önnur mál sem til dæmis snúa að meintu annars konar ofbeldi,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda og formaður fagráðsins. Hún segir tíu málum að minnsta kosti hafa verið lokið með sátt milli allra aðila á þessu tímabili. „Mörg þessara 27 mála voru fyrnd en ávallt er tekið á móti fólki og hlustað á sögu þess. Mörg vilja ekki fara með málin lengra en þykir rétt og gott að vita að tekið er á móti þeim og þeim veittur allur þá stuðningur sem hægt er að veita,“ segir Elína Hrund.Elína Hrund KristjánsdóttirÞjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Reglurnar taka aðeins til meintra brota sem framin eru af starfsmanni kirkjunnar, hvort sem um er að ræða einstakling í fastri stöðu, tímabundinni eða sjálfboðaliðastarfi á vegum kirkjunnar. Samkvæmt reglum skulu öll kynferðisbrotamál fara til fagráðs og óheimilt er að afgreiða kynferðisbrot innan söfnuða. Fagráð hefur ekki úrslitavald til að beina málum til lögreglu að mati formanns. Þolendum stendur þó sú leið auðvitað til boða og stuðningur kirkju er veittur. Hins vegar er öllum málum er varða börn vísað til barnaverndar. Tvö mál hafa komið upp varðandi ungleiðtoga sem farið hafa til barnaverndar og þaðan til lögreglu. „Dómsmál hafa gengið þar sem viðkomandi meintur brotamaður var sýknaður af ásökunum en viðkomandi sóknarnefnd og söfnuður voru ekki sátt og fór málið þá til úrskurðarnefndar og var sá aðili færður til í starfi,“ bætir Elína Hrund við. Fagráð kirkjunnar er skipað, auk Elínu, þeim Sigurði Rafni A. Levy sálfræðingi og Höllu Bachman lögfræðingi. Varamenn eru þau Kjartan Sigurbjörnsson sjúkrahússprestur og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira