Næstum þrjátíu brot verið tilkynnt á áratug Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2017 06:00 Þjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Öll kynferðisbrotamál skulu tilkynnt fagráði. vísir/ernir Alls hafa 27 kynferðisbrot komið inn á borð fagráðs íslensku þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota síðustu tíu ár, þar sem starfsmenn kirkjunnar eru sakaðir um brot. Að minnsta kosti tveir þolendur eru börn. „Ekki er alltaf um meint kynferðisbrot að ræða heldur einnig ýmis önnur mál sem til dæmis snúa að meintu annars konar ofbeldi,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda og formaður fagráðsins. Hún segir tíu málum að minnsta kosti hafa verið lokið með sátt milli allra aðila á þessu tímabili. „Mörg þessara 27 mála voru fyrnd en ávallt er tekið á móti fólki og hlustað á sögu þess. Mörg vilja ekki fara með málin lengra en þykir rétt og gott að vita að tekið er á móti þeim og þeim veittur allur þá stuðningur sem hægt er að veita,“ segir Elína Hrund.Elína Hrund KristjánsdóttirÞjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Reglurnar taka aðeins til meintra brota sem framin eru af starfsmanni kirkjunnar, hvort sem um er að ræða einstakling í fastri stöðu, tímabundinni eða sjálfboðaliðastarfi á vegum kirkjunnar. Samkvæmt reglum skulu öll kynferðisbrotamál fara til fagráðs og óheimilt er að afgreiða kynferðisbrot innan söfnuða. Fagráð hefur ekki úrslitavald til að beina málum til lögreglu að mati formanns. Þolendum stendur þó sú leið auðvitað til boða og stuðningur kirkju er veittur. Hins vegar er öllum málum er varða börn vísað til barnaverndar. Tvö mál hafa komið upp varðandi ungleiðtoga sem farið hafa til barnaverndar og þaðan til lögreglu. „Dómsmál hafa gengið þar sem viðkomandi meintur brotamaður var sýknaður af ásökunum en viðkomandi sóknarnefnd og söfnuður voru ekki sátt og fór málið þá til úrskurðarnefndar og var sá aðili færður til í starfi,“ bætir Elína Hrund við. Fagráð kirkjunnar er skipað, auk Elínu, þeim Sigurði Rafni A. Levy sálfræðingi og Höllu Bachman lögfræðingi. Varamenn eru þau Kjartan Sigurbjörnsson sjúkrahússprestur og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Sjá meira
Alls hafa 27 kynferðisbrot komið inn á borð fagráðs íslensku þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota síðustu tíu ár, þar sem starfsmenn kirkjunnar eru sakaðir um brot. Að minnsta kosti tveir þolendur eru börn. „Ekki er alltaf um meint kynferðisbrot að ræða heldur einnig ýmis önnur mál sem til dæmis snúa að meintu annars konar ofbeldi,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda og formaður fagráðsins. Hún segir tíu málum að minnsta kosti hafa verið lokið með sátt milli allra aðila á þessu tímabili. „Mörg þessara 27 mála voru fyrnd en ávallt er tekið á móti fólki og hlustað á sögu þess. Mörg vilja ekki fara með málin lengra en þykir rétt og gott að vita að tekið er á móti þeim og þeim veittur allur þá stuðningur sem hægt er að veita,“ segir Elína Hrund.Elína Hrund KristjánsdóttirÞjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Reglurnar taka aðeins til meintra brota sem framin eru af starfsmanni kirkjunnar, hvort sem um er að ræða einstakling í fastri stöðu, tímabundinni eða sjálfboðaliðastarfi á vegum kirkjunnar. Samkvæmt reglum skulu öll kynferðisbrotamál fara til fagráðs og óheimilt er að afgreiða kynferðisbrot innan söfnuða. Fagráð hefur ekki úrslitavald til að beina málum til lögreglu að mati formanns. Þolendum stendur þó sú leið auðvitað til boða og stuðningur kirkju er veittur. Hins vegar er öllum málum er varða börn vísað til barnaverndar. Tvö mál hafa komið upp varðandi ungleiðtoga sem farið hafa til barnaverndar og þaðan til lögreglu. „Dómsmál hafa gengið þar sem viðkomandi meintur brotamaður var sýknaður af ásökunum en viðkomandi sóknarnefnd og söfnuður voru ekki sátt og fór málið þá til úrskurðarnefndar og var sá aðili færður til í starfi,“ bætir Elína Hrund við. Fagráð kirkjunnar er skipað, auk Elínu, þeim Sigurði Rafni A. Levy sálfræðingi og Höllu Bachman lögfræðingi. Varamenn eru þau Kjartan Sigurbjörnsson sjúkrahússprestur og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Sjá meira