Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2017 06:00 Vegleg afmælisveisla var haldin til heiðurs Hanyie í sumar að viðstöddu fjölmenni. vísir/laufey björnsdóttir Forstjóri Barnaverndarstofu segir það súrt að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt með þeim hætti sem nú er gert. Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur ungum stúlkum og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt. Fyrir helgi var sagt frá því að senda ætti tvær flóttafjölskyldur úr landi. Önnur þeirra samanstendur af afgönskum feðginum, Haniye og Abrahim Malekym, en hin af nígerísku pari, Joy og Sunday, með átta ára dótturina Mary. Hvorug stúlknanna hefur nokkurn tímann drepið niður fæti í upprunalandi sínu. „Mér þykir þetta nokkuð súrt. Ef við lítum til dæmis á mál þessara tveggja stúlkna þá fær það ekki efnislega meðferð,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann bendir á að í Dyflinnar-reglugerðinni felist aðeins heimild til að senda fólk til baka en ekki skilyrðislaus skylda. „Í raun er þetta aðeins pólitísk ákvörðun ráðherra sem er dapurleg með hliðsjón af þeim málum sem verið hafa í umræðunni núna. Ég tel rétt að mannúðarsjónarmið eigi að skipa ríkari sess,“ segir Bragi. Alþingi kemur saman á ný til funda á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur nú þegar boðað eitt af sínum fyrstu málum á þinginu. Í því frumvarpi felst að Alþingi veiti stúlkunum tveimur og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt með beinni lagasetningu. „Við stöndum að baki þessu og höfum boðið fólki úr öðrum flokkum að vera meðflutningsmenn. Einhverjir hafa lýst yfir áhuga á að vera með en það skýrist að loknum þingflokksfundum á morgun hverjir verða með að lokum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Tvær leiðir eru til að fá ríkisborgararétt. Annars vegar stofnanaleiðin og hins vegar hefur myndast sú hefð að tvisvar á ári veiti Alþingi nokkrum íslenskt ríkisfang. Undanfarin ár hafa þau frumvörp verið lögð fram af allsherjar- og menntamálanefnd. „Mér er alveg sama hvaða leið þetta mál fer í gegnum þingið. Aðalatriðið er að það verði samþykkt,“ segir Logi. „Í greinargerð frumvarpsins fylgja skýr skilaboð þess efnis að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barnsins séu virt. Það er Alþingi sem ákveður stefnuna sem stofnanir eiga að fylgja en ekki öfugt.“ „Það er auðvitað vandamál hvað afgreiðsla mála tekur langan tíma og það býr til jarðveg fyrir mál sem þessi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að frumvarp sem þetta væri lagt fram af nefndinni. Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir það súrt að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt með þeim hætti sem nú er gert. Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur ungum stúlkum og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt. Fyrir helgi var sagt frá því að senda ætti tvær flóttafjölskyldur úr landi. Önnur þeirra samanstendur af afgönskum feðginum, Haniye og Abrahim Malekym, en hin af nígerísku pari, Joy og Sunday, með átta ára dótturina Mary. Hvorug stúlknanna hefur nokkurn tímann drepið niður fæti í upprunalandi sínu. „Mér þykir þetta nokkuð súrt. Ef við lítum til dæmis á mál þessara tveggja stúlkna þá fær það ekki efnislega meðferð,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann bendir á að í Dyflinnar-reglugerðinni felist aðeins heimild til að senda fólk til baka en ekki skilyrðislaus skylda. „Í raun er þetta aðeins pólitísk ákvörðun ráðherra sem er dapurleg með hliðsjón af þeim málum sem verið hafa í umræðunni núna. Ég tel rétt að mannúðarsjónarmið eigi að skipa ríkari sess,“ segir Bragi. Alþingi kemur saman á ný til funda á morgun. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur nú þegar boðað eitt af sínum fyrstu málum á þinginu. Í því frumvarpi felst að Alþingi veiti stúlkunum tveimur og fjölskyldum þeirra ríkisborgararétt með beinni lagasetningu. „Við stöndum að baki þessu og höfum boðið fólki úr öðrum flokkum að vera meðflutningsmenn. Einhverjir hafa lýst yfir áhuga á að vera með en það skýrist að loknum þingflokksfundum á morgun hverjir verða með að lokum,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Tvær leiðir eru til að fá ríkisborgararétt. Annars vegar stofnanaleiðin og hins vegar hefur myndast sú hefð að tvisvar á ári veiti Alþingi nokkrum íslenskt ríkisfang. Undanfarin ár hafa þau frumvörp verið lögð fram af allsherjar- og menntamálanefnd. „Mér er alveg sama hvaða leið þetta mál fer í gegnum þingið. Aðalatriðið er að það verði samþykkt,“ segir Logi. „Í greinargerð frumvarpsins fylgja skýr skilaboð þess efnis að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barnsins séu virt. Það er Alþingi sem ákveður stefnuna sem stofnanir eiga að fylgja en ekki öfugt.“ „Það er auðvitað vandamál hvað afgreiðsla mála tekur langan tíma og það býr til jarðveg fyrir mál sem þessi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að frumvarp sem þetta væri lagt fram af nefndinni.
Alþingi Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Óttast að þau verði send í opinn dauðann Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum Abrahim Maleki og tólf ára dóttur hans til Þýskalands. Hann óttast að verða sendur aftur til Afganistans og að þau eigi sér enga framtíð. 5. september 2017 06:00
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00
Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34