Erlent

Í beinni: Irma veldur eyðileggingu á Flórída

Kjartan Kjartansson skrifar
Íbúi í Miami virðir fyrir sér ástandið í miðborginni þar sem vatn hefur flætt um götur af völdum Irmu.
Íbúi í Miami virðir fyrir sér ástandið í miðborginni þar sem vatn hefur flætt um götur af völdum Irmu. Vísir/AFP
Þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr styrk fellibyljarins Irmu eftir að hann gekk á land á Flórída í gær er enn varað við hættu á sjávarflóðum. Irma er nú talin fyrsta stigs fellibylur og er því spáð að hún verði orðin að hitabeltisstormi síðar í dag.

Stormurinn fikrar sig nú norður Flórídaskaga en hann var flokkaður sem fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Florida Keys í gær. Tveir eru sagðir hafa farist í ríkinu af völdum Irmu.

Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að meðalvindhraðinn í Irmu mælist nú rétt rúmir 30 m/s. Mesta hættan nú sé af völdum sjávarflóða, sérstaklega á háflóði. Þannig gæti flóðið náð í fjögurra og hálfs metra hæð á Tampa-svæðinu um miðja vesturströnd Flórída.

Fylgst verður með nýjustu tíðindum af þróun Irmu og áhrifum hennar á Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×