Þættirnir hófu göngu sína á Stöð 2 á föstudagskvöldið og héldu eflaust dómararnir að Taylor væri í raun eitthvað grínatriði.
Hún mætti galvösk og var ekki lengi að sýna húðflúr sem hún er með á mjóbakinu. Þar stendur einfaldlega Simon Cowell sem er einn af dómurum þáttanna.
Taylor kom reyndar öllum á óvart með rödd sinni og söng hreinlega eins og engill. Cowell talaði um að hún væri með bestu röddina af öllum í prufunum.