Ráðherra reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. september 2017 16:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum Öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Þá er Hvassahraun í raun eini hugsanlegi kosturinn fyrir annan flugvöll en Reykjavíkurflugvöll í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra kynnti í dag en Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið. Samgönguráðherra segist reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Uppfylli öryggishlutverk afar vel Þar segir einnig að Reykjavíkurflugvöllur uppfylli hlutverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel og að mikill undirbúningur sé nauðsynlegur áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur. Ef loka eigi Reykjavíkurflugvelli árið 2024 þurfi að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum. „Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug þótt þetta hlutverk fari minnkandi vegna þess að íslensku flugfélögin eru að taka í notkun nýjar flugvélar sem gera kröfur um lengri flugbrautir,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá sé óviðunandi að ekki sé SV/NA flugbraut á suðvesturhorni landsins. það liggi beint við að opna á nýjan leik flugbraut með þessari stefnu á Keflavíkurflugvelli með áherslu á sjúkraflug og innanlandsflug, en slíkri braut á Reykjavíkurflugvelli var lokað á síðasta ári.Vill ásættanlega lausn á framtíð flugvallarins Á fundinum kynnti ráðherra einnig skipan nefndar sem á að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið.SamgönguráðuneytiðEr það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ríkisstjórnin muni „beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“ Ráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum. Meðal annars þess að af öryggissjónarmiðum þurfi tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi að vera á suðvesturhorni landsins. Þá geti stjórnvöld geti ekki skuldbundið sig við dagsetningar til að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu og fjármögnun eru uppfyllt. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verða að vera á Suðvesturlandi. Þá er Hvassahraun í raun eini hugsanlegi kosturinn fyrir annan flugvöll en Reykjavíkurflugvöll í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra kynnti í dag en Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið. Samgönguráðherra segist reiðubúinn að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Uppfylli öryggishlutverk afar vel Þar segir einnig að Reykjavíkurflugvöllur uppfylli hlutverk sitt sem alhliða öryggisflugvöllur afar vel og að mikill undirbúningur sé nauðsynlegur áður en hægt sé að lýsa því yfir að flugvöllur í Hvassahrauni sé raunhæfur kostur sem innanlandsflugvöllur. Ef loka eigi Reykjavíkurflugvelli árið 2024 þurfi að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrlna að Landspítalanum. „Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug þótt þetta hlutverk fari minnkandi vegna þess að íslensku flugfélögin eru að taka í notkun nýjar flugvélar sem gera kröfur um lengri flugbrautir,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá sé óviðunandi að ekki sé SV/NA flugbraut á suðvesturhorni landsins. það liggi beint við að opna á nýjan leik flugbraut með þessari stefnu á Keflavíkurflugvelli með áherslu á sjúkraflug og innanlandsflug, en slíkri braut á Reykjavíkurflugvelli var lokað á síðasta ári.Vill ásættanlega lausn á framtíð flugvallarins Á fundinum kynnti ráðherra einnig skipan nefndar sem á að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar.Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR, vann skýrsluna fyrir ráðuneytið.SamgönguráðuneytiðEr það í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ríkisstjórnin muni „beita sér fyrir lausn á áratugadeilu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með því að stofna til formlegra viðræðna samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila. Tekin verði ákvörðun um fyrirliggjandi kosti að undangengnu mati og innviðir innanlands- og sjúkraflugs þannig tryggðir til framtíðar.“ Ráðherra segist reiðubúinn til að hefja viðræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar og telur að slíkar viðræður suli taka mið af ákveðnum skilyrðum. Meðal annars þess að af öryggissjónarmiðum þurfi tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi að vera á suðvesturhorni landsins. Þá geti stjórnvöld geti ekki skuldbundið sig við dagsetningar til að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu og fjármögnun eru uppfyllt. Formaður nefndarinnar er Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira