Milljónir heimila án rafmagns í Flórída Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. september 2017 06:00 Rafmagnsleysið þýðir að íbúar hafa þurft að grípa til prímusa og gamaldags eldstæða. vísir/afp Sex milljónir heimila í Flórída voru án rafmagns í gær eftir að fjórða stigs fellibylurinn Irma gekk þar á land. Þýðir það að heimili um 62 prósenta íbúa voru rafmagnslaus þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Bylurinn var staddur yfir miðju Flórídaríkis í gær og á leið í norðvestur. Hann hafði þó veikst eftir að hann gekk á land og flokkaðist sem annars stigs hitabeltisóveður í gær. Talið er að fjórir hið minnsta hafi farist í óveðri gærdagsins í Bandaríkjunum. 37 létu lífið þegar stormurinn gekk yfir Karíbahafseyjar. Þar af dóu tíu á Kúbu. Rick Scott ríkisstjóri flaug yfir Keys-svæðið, sem er syðst í ríkinu, í gær. Í viðtali við Miami Herald sagði hann að raflínur hefðu slitnað víðsvegar um ríkið. „Fjölmargir vegir eru einnig ófærir þannig að allir þurfa að sýna þolinmæði á meðan við vinnum okkur út úr þessu.“ Scott sagði að þeir Flórídabúar sem rýmdu svæðið og flúðu til nærliggjandi ríkja þyrftu að bíða í þó nokkurn tíma áður en þeir gætu snúið heim. Koma þyrfti á rafmagni á ný, gera við vatnslagnir og samgöngumannvirki.Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania forsetafrú minntust þeirra sem fórust í árásunum 11. september 2001 í gær.vísir/afp„Fólk þarf að forðast það nú að gera mistök eins og á til að gerast við þessar aðstæður. Fólk fer oft þar sem rafmagnslínur liggja á jörðinni, þar sem er ekki óhætt að vera. Það er svo mikið tjón víðs vegar um ríkið,“ sagði ríkisstjórinn. Samkvæmt Miami Herald mega íbúar Flórída búast við því að farsímar þeirra nái sambandi á ný innan skamms. Hins vegar gætu verið dagar eða jafnvel vikur þar til rafmagn verður komið á að nýju. Segir jafnframt að í Miami-Dade-sýslu sé nærri milljón án rafmagns en tekist hafi að koma því á á um tvö hundruð þúsund heimilum nú þegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að lýsa yfir hamfaraástandi í Flórída og opnaði þar með á að ríkið fengi styrki frá alríkisstjórninni til að hjálpa til við uppbyggingu. Áður hefur verið fjallað um að sjóðir Almannavarna Bandaríkjanna séu að tæmast en stutt er frá því fellibylurinn Harvey gekk yfir Texas og Louisiana. „Slæmu fréttirnar eru þær að þetta er einhvers konar risavaxið skrímsli,“ sagði Trump við blaðamenn í gær og bætti því við að tjónið væri afar mikið og dýrt yrði að endurbyggja ríkið. „Nú höfum við hins vegar bara áhyggjur af mannslífum, ekki peningum,“ sagði forsetinn. Þá lofaði hann síðar um daginn að alríkisstjórnin myndi beita sér af fullum krafti til að hjálpa íbúum Flórída. „Þetta eru gríðarlega alvarlegar hamfarir og við munum nýta öll okkar úrræði til að hjálpa samlöndum okkar. Þegar Bandaríkjamenn eru í neyð taka Bandaríkjamenn höndum saman. Við erum eitt ríki,“ sagði forsetinn á minningarathöfn þar sem fórnarlamba hryðjuverkaárásanna sem framdar voru 11. september árið 2001 var minnst. Einkarekna veðurstofan AccuWeather birti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem tjónið af völdum Irmu og Harvey er metið á um 290 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar um þrjátíu billjónum króna eða 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna. Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Sex milljónir heimila í Flórída voru án rafmagns í gær eftir að fjórða stigs fellibylurinn Irma gekk þar á land. Þýðir það að heimili um 62 prósenta íbúa voru rafmagnslaus þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Bylurinn var staddur yfir miðju Flórídaríkis í gær og á leið í norðvestur. Hann hafði þó veikst eftir að hann gekk á land og flokkaðist sem annars stigs hitabeltisóveður í gær. Talið er að fjórir hið minnsta hafi farist í óveðri gærdagsins í Bandaríkjunum. 37 létu lífið þegar stormurinn gekk yfir Karíbahafseyjar. Þar af dóu tíu á Kúbu. Rick Scott ríkisstjóri flaug yfir Keys-svæðið, sem er syðst í ríkinu, í gær. Í viðtali við Miami Herald sagði hann að raflínur hefðu slitnað víðsvegar um ríkið. „Fjölmargir vegir eru einnig ófærir þannig að allir þurfa að sýna þolinmæði á meðan við vinnum okkur út úr þessu.“ Scott sagði að þeir Flórídabúar sem rýmdu svæðið og flúðu til nærliggjandi ríkja þyrftu að bíða í þó nokkurn tíma áður en þeir gætu snúið heim. Koma þyrfti á rafmagni á ný, gera við vatnslagnir og samgöngumannvirki.Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania forsetafrú minntust þeirra sem fórust í árásunum 11. september 2001 í gær.vísir/afp„Fólk þarf að forðast það nú að gera mistök eins og á til að gerast við þessar aðstæður. Fólk fer oft þar sem rafmagnslínur liggja á jörðinni, þar sem er ekki óhætt að vera. Það er svo mikið tjón víðs vegar um ríkið,“ sagði ríkisstjórinn. Samkvæmt Miami Herald mega íbúar Flórída búast við því að farsímar þeirra nái sambandi á ný innan skamms. Hins vegar gætu verið dagar eða jafnvel vikur þar til rafmagn verður komið á að nýju. Segir jafnframt að í Miami-Dade-sýslu sé nærri milljón án rafmagns en tekist hafi að koma því á á um tvö hundruð þúsund heimilum nú þegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að lýsa yfir hamfaraástandi í Flórída og opnaði þar með á að ríkið fengi styrki frá alríkisstjórninni til að hjálpa til við uppbyggingu. Áður hefur verið fjallað um að sjóðir Almannavarna Bandaríkjanna séu að tæmast en stutt er frá því fellibylurinn Harvey gekk yfir Texas og Louisiana. „Slæmu fréttirnar eru þær að þetta er einhvers konar risavaxið skrímsli,“ sagði Trump við blaðamenn í gær og bætti því við að tjónið væri afar mikið og dýrt yrði að endurbyggja ríkið. „Nú höfum við hins vegar bara áhyggjur af mannslífum, ekki peningum,“ sagði forsetinn. Þá lofaði hann síðar um daginn að alríkisstjórnin myndi beita sér af fullum krafti til að hjálpa íbúum Flórída. „Þetta eru gríðarlega alvarlegar hamfarir og við munum nýta öll okkar úrræði til að hjálpa samlöndum okkar. Þegar Bandaríkjamenn eru í neyð taka Bandaríkjamenn höndum saman. Við erum eitt ríki,“ sagði forsetinn á minningarathöfn þar sem fórnarlamba hryðjuverkaárásanna sem framdar voru 11. september árið 2001 var minnst. Einkarekna veðurstofan AccuWeather birti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem tjónið af völdum Irmu og Harvey er metið á um 290 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar um þrjátíu billjónum króna eða 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna.
Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira