Ellefu sagðir hafa farist í Bandaríkjunum af völdum Irmu Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 16:45 Embættismenn í Florida Keys segja að meirihluti íbúðarhúsa þar sé skemmdur eða eyðilagður eftir yfirreið Irmu á sunnudagsmorgun. Vísir/EPA Fellibylurinn Irma er nú talinn hafa valdið dauða að minnsta kosti ellefu manns í Bandaríkjunum. Milljónir manna eru enn án rafmagns í Flórída eftir eyðilegginguna sem Irma skildi eftir sig.Reuters-fréttastofan segir að ellefu manns hafi farist í Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu. Áður höfðu 43 farist á eyjum í Karíbahafi. Jafnvel er talið að enn fleiri hafi farist í Bandaríkjunum, sérstaklega á Keys-eyjum suðurvestur af Flórídaskaganum þar sem Irma var sem öflugust. Eyjarnar hafa verið nánast án sambands við umheiminn frá því að fellibylurinn gekk þar á land á sunnudagsmorgun. Talið er að um tíu þúsund manns hafi ekki hlýtt skipun um að rýma eyjarnar. Varað hefur verið við mannúðarástandi þar. Irma er nú talin hitabeltislægð og mun að líkindum fjara út í kvöld, að sögn Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna.Meira en helmingur Flórída án rafmagnsStormurinn hefur verið sögulegur. Alls var 6,5 milljónum íbúa Flórída skipað að yfirgefa heimili sín en það er stærsta rýming í samtímasögu Bandaríkjanna. Rafmagni hefur slegið út til meira en helmings heimila í Flórída. Washington Post segir að íbúar sem flúðu Irmu geti mögulega ekki snúið aftur til síns heima í fleiri vikur á meðan rafmagnslínur og brak er hreinsað burt og áður en rafmagn kemst aftur á. Í Georgíu og Suður-Karólínu hefur rafmagsleysis einnig orðið vart. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Óíbúðarhæft á Florida Keys næstu vikurnar Rúmlega 6.5 milljónir heimila í Flórída, tveir þriðju hlutar allra heimila í ríkinu, eru nú án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir um helgina. 12. september 2017 07:27 Óvænt beygja Irmu forðaði Flórídabúum frá verri flóðum Sjávarflóð af völdum fellibyljarins Irmu urðu minni en á horfðist. Hér er ástæðan. 12. september 2017 10:37 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Fellibylurinn Irma er nú talinn hafa valdið dauða að minnsta kosti ellefu manns í Bandaríkjunum. Milljónir manna eru enn án rafmagns í Flórída eftir eyðilegginguna sem Irma skildi eftir sig.Reuters-fréttastofan segir að ellefu manns hafi farist í Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu. Áður höfðu 43 farist á eyjum í Karíbahafi. Jafnvel er talið að enn fleiri hafi farist í Bandaríkjunum, sérstaklega á Keys-eyjum suðurvestur af Flórídaskaganum þar sem Irma var sem öflugust. Eyjarnar hafa verið nánast án sambands við umheiminn frá því að fellibylurinn gekk þar á land á sunnudagsmorgun. Talið er að um tíu þúsund manns hafi ekki hlýtt skipun um að rýma eyjarnar. Varað hefur verið við mannúðarástandi þar. Irma er nú talin hitabeltislægð og mun að líkindum fjara út í kvöld, að sögn Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna.Meira en helmingur Flórída án rafmagnsStormurinn hefur verið sögulegur. Alls var 6,5 milljónum íbúa Flórída skipað að yfirgefa heimili sín en það er stærsta rýming í samtímasögu Bandaríkjanna. Rafmagni hefur slegið út til meira en helmings heimila í Flórída. Washington Post segir að íbúar sem flúðu Irmu geti mögulega ekki snúið aftur til síns heima í fleiri vikur á meðan rafmagnslínur og brak er hreinsað burt og áður en rafmagn kemst aftur á. Í Georgíu og Suður-Karólínu hefur rafmagsleysis einnig orðið vart.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Óíbúðarhæft á Florida Keys næstu vikurnar Rúmlega 6.5 milljónir heimila í Flórída, tveir þriðju hlutar allra heimila í ríkinu, eru nú án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir um helgina. 12. september 2017 07:27 Óvænt beygja Irmu forðaði Flórídabúum frá verri flóðum Sjávarflóð af völdum fellibyljarins Irmu urðu minni en á horfðist. Hér er ástæðan. 12. september 2017 10:37 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Óíbúðarhæft á Florida Keys næstu vikurnar Rúmlega 6.5 milljónir heimila í Flórída, tveir þriðju hlutar allra heimila í ríkinu, eru nú án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir um helgina. 12. september 2017 07:27
Óvænt beygja Irmu forðaði Flórídabúum frá verri flóðum Sjávarflóð af völdum fellibyljarins Irmu urðu minni en á horfðist. Hér er ástæðan. 12. september 2017 10:37