Segir „sveltistefnu“ lögfesta með fjárlagafrumvarpi næsta árs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 19:59 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún er gagnrýnin á fjárlagafrumvarp næsta árs. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það sem hún kallar sveltistefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum, sem mörkuð var með fjármálaáætlun til fimm ára sem samþykkt var í vor, sé nú lögfest með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í fjármálaráðuneytinu í morgun en það gerir meðal annars ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi. Rætt var við Katrínu um frumvarpið í Reykjavík síðdegis í dag. „Fjárlagafrumvarpið er auðvitað byggt á fjármálaáætluninni sem við vorum að ræða hér í vor og mér sýnist að verið sé að lögfesta þá stefnu sem ég hef kallað sveltistefnu sem þar var lögð því það er ekki verið að sækja fram í neinum málaflokkum. Það slær mann auðvitað bara með stöðuna, til að mynda stöðu ungs barnafólks á húsnæðismarkaði, að við erum að sjá barnabætur lækka og við erum að sjá vaxtabætur lækka,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að ekki væri fyrirséð nein raunhækkun í almannatryggingakerfinu umfram það sem skýrist af fjölgun öryrkja og aldraðra. „Svo verð ég nú að taka skólamálin sérstaklega því þau standa hjarta mínu nærri og ég hef miklar áhyggjur af stöðu háskóla og framhaldsskóla. Það liggur fyrir að það hefur ekki verið blásið til uppbyggingar í skólakerfinu eftir kreppu. [...] Eftir að skólarnir tóku á sig niðurskurð þá höfum við ekki verið að nýta efnahagsbatann til þess að fjárfesta í menntun eins og við ættum að vera að gera. Þannig að ég vonast nú til þess að það verði einhverjar breytingar til batnaðar sérstaklega fyrir skólana.“ Katrín lýsti svo ánægju sinni með það að haldið yrði áfram með byggingu nýs spítala og að skýr stefna væri í þeim málum og fjármagn fylgdi. „En ég held líka þegar við skoðum heilbrigðismálin, sem voru auðvitað svona málið fyrir síðustu kosningar, þá er ekki verið að svara kröfum kjósenda fyrir þær kosningar.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fjárlagafrumvarp 2018 Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30 Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það sem hún kallar sveltistefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum, sem mörkuð var með fjármálaáætlun til fimm ára sem samþykkt var í vor, sé nú lögfest með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í fjármálaráðuneytinu í morgun en það gerir meðal annars ráð fyrir 44 milljarða króna afgangi. Rætt var við Katrínu um frumvarpið í Reykjavík síðdegis í dag. „Fjárlagafrumvarpið er auðvitað byggt á fjármálaáætluninni sem við vorum að ræða hér í vor og mér sýnist að verið sé að lögfesta þá stefnu sem ég hef kallað sveltistefnu sem þar var lögð því það er ekki verið að sækja fram í neinum málaflokkum. Það slær mann auðvitað bara með stöðuna, til að mynda stöðu ungs barnafólks á húsnæðismarkaði, að við erum að sjá barnabætur lækka og við erum að sjá vaxtabætur lækka,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að ekki væri fyrirséð nein raunhækkun í almannatryggingakerfinu umfram það sem skýrist af fjölgun öryrkja og aldraðra. „Svo verð ég nú að taka skólamálin sérstaklega því þau standa hjarta mínu nærri og ég hef miklar áhyggjur af stöðu háskóla og framhaldsskóla. Það liggur fyrir að það hefur ekki verið blásið til uppbyggingar í skólakerfinu eftir kreppu. [...] Eftir að skólarnir tóku á sig niðurskurð þá höfum við ekki verið að nýta efnahagsbatann til þess að fjárfesta í menntun eins og við ættum að vera að gera. Þannig að ég vonast nú til þess að það verði einhverjar breytingar til batnaðar sérstaklega fyrir skólana.“ Katrín lýsti svo ánægju sinni með það að haldið yrði áfram með byggingu nýs spítala og að skýr stefna væri í þeim málum og fjármagn fylgdi. „En ég held líka þegar við skoðum heilbrigðismálin, sem voru auðvitað svona málið fyrir síðustu kosningar, þá er ekki verið að svara kröfum kjósenda fyrir þær kosningar.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjárlagafrumvarp 2018 Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30 Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. 12. september 2017 08:30
Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49
Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32