Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2017 14:15 Hermenn á æfingu í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stofna herdeild með það markmið að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og aðra leiðtoga ríkisins af dögum. Áætluð stofnun herdeildarinnar er sögð vera skilaboð til leiðtoga Norður-Kóreu en deildin hefur fengið viðurnefnið „afhöfðunardeild“. Til stendur að stofna hana áður en þessu ári lýkur.Embættismenn sögðu New York Times að herdeildin gæti gert árásir yfir landamæri ríkjanna í skjóli myrkurs með sérstökum þyrlum og flugvélum. Allt á milli tvö og fjögur þúsund hermenn munu vera í deildinni.„Besti fælingarmáttur okkar, fyrir utan eigin kjarnorkuvopn, felst í því að láta Kim Jong-un óttast um líf sitt,“ sagði hershöfðinginn Shin Won-sik. Hann sagði einnig að Suður-Kórea ætti nóg af eldflaugum grandað gætu neðanjarðarbyrgjum Norður-Kóreu og öðrum felustöðum Kim Jong-un. Flugher Suður-Kóreu gerði í dag tilraunir með Taurus-eldflaug sem ætluð er til þess að gera nákvæmar árásir á mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Til stendur að koma 170 slíkum flaugum fyrir í Suður-Kóreu. Shin Won-sik sagði tilganginn vera að byggja upp þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum, en án kjarnorkuvopna. „Í miðaldaríki eins og Norður-Kóreu er líf Kim Jong-un virði hundruð þúsunda venjulegs fólks sem væri ógnað með beitingu kjarnorkuvopna.“Yfirlit yfir hernaðargetu Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsFyrri tilraun algerlega misheppnuð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir eru settar í framkvæmd í Suður-Kóreu. Í kjölfar þess að sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu reyndu að gera árás á forsetahöll Suður-Kóreu á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndu yfirvöld í suðri að þjálfa fanga til þess að laumast inn í Norður-Kóreu og ráða Kim Il-sung af dögum. Þegar hætt var við verkefnið brugðust fangarnir reiðir við og drápu þjálfara sína. Þá hófu þeir skothríð í Seoul og sprengdu sig svo í loft upp í höfuðborginni.Óttast aðgerðaleysi Bandaríkjanna Það þykir ekki algengt að þjóðríki tilkynni áætlanir sínar um að ráða þjóðarleiðtoga af dögum en líklegt þykir að tilkynningu Suður-Kóreu sé ætlað að auka þrýstingin á yfirvöld nágranna þeirra og jafnvel fá þá að samningaborðinu.Eftir tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar sem gætu mögulega borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna óttast Suður-Kóreumenn að Bandaríkin myndu ekki koma þeim til aðstoðar ef til stríðs á milli ríkjanna kæmi, vegna þeirrar ógnar að Norður-Kórea gæti skotið kjarnorkuvopnum til Bandaríkjanna. EF til stríðs kæmi gæti Norður-Kórea beitt hefðbundnu stórskotaliði til að valda gífurlegu tjóni í Suður-Kóreu og í höfuðborginni Seoul, þar sem 25 milljónir manna búa, á mjög skömmum tíma. Mögulega gæti efnavopnum verið skotið á Seoul með því stórskotaliði. Þar að auki eru Norður-Kóreumenn með fjölda eldflauga sem skotið yrði að herstöðvum í Suður-Kóreu og Japan. Norður-Kórea Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stofna herdeild með það markmið að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og aðra leiðtoga ríkisins af dögum. Áætluð stofnun herdeildarinnar er sögð vera skilaboð til leiðtoga Norður-Kóreu en deildin hefur fengið viðurnefnið „afhöfðunardeild“. Til stendur að stofna hana áður en þessu ári lýkur.Embættismenn sögðu New York Times að herdeildin gæti gert árásir yfir landamæri ríkjanna í skjóli myrkurs með sérstökum þyrlum og flugvélum. Allt á milli tvö og fjögur þúsund hermenn munu vera í deildinni.„Besti fælingarmáttur okkar, fyrir utan eigin kjarnorkuvopn, felst í því að láta Kim Jong-un óttast um líf sitt,“ sagði hershöfðinginn Shin Won-sik. Hann sagði einnig að Suður-Kórea ætti nóg af eldflaugum grandað gætu neðanjarðarbyrgjum Norður-Kóreu og öðrum felustöðum Kim Jong-un. Flugher Suður-Kóreu gerði í dag tilraunir með Taurus-eldflaug sem ætluð er til þess að gera nákvæmar árásir á mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Til stendur að koma 170 slíkum flaugum fyrir í Suður-Kóreu. Shin Won-sik sagði tilganginn vera að byggja upp þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum, en án kjarnorkuvopna. „Í miðaldaríki eins og Norður-Kóreu er líf Kim Jong-un virði hundruð þúsunda venjulegs fólks sem væri ógnað með beitingu kjarnorkuvopna.“Yfirlit yfir hernaðargetu Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsFyrri tilraun algerlega misheppnuð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir eru settar í framkvæmd í Suður-Kóreu. Í kjölfar þess að sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu reyndu að gera árás á forsetahöll Suður-Kóreu á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndu yfirvöld í suðri að þjálfa fanga til þess að laumast inn í Norður-Kóreu og ráða Kim Il-sung af dögum. Þegar hætt var við verkefnið brugðust fangarnir reiðir við og drápu þjálfara sína. Þá hófu þeir skothríð í Seoul og sprengdu sig svo í loft upp í höfuðborginni.Óttast aðgerðaleysi Bandaríkjanna Það þykir ekki algengt að þjóðríki tilkynni áætlanir sínar um að ráða þjóðarleiðtoga af dögum en líklegt þykir að tilkynningu Suður-Kóreu sé ætlað að auka þrýstingin á yfirvöld nágranna þeirra og jafnvel fá þá að samningaborðinu.Eftir tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar sem gætu mögulega borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna óttast Suður-Kóreumenn að Bandaríkin myndu ekki koma þeim til aðstoðar ef til stríðs á milli ríkjanna kæmi, vegna þeirrar ógnar að Norður-Kórea gæti skotið kjarnorkuvopnum til Bandaríkjanna. EF til stríðs kæmi gæti Norður-Kórea beitt hefðbundnu stórskotaliði til að valda gífurlegu tjóni í Suður-Kóreu og í höfuðborginni Seoul, þar sem 25 milljónir manna búa, á mjög skömmum tíma. Mögulega gæti efnavopnum verið skotið á Seoul með því stórskotaliði. Þar að auki eru Norður-Kóreumenn með fjölda eldflauga sem skotið yrði að herstöðvum í Suður-Kóreu og Japan.
Norður-Kórea Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira