Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2017 14:15 Hermenn á æfingu í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stofna herdeild með það markmið að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og aðra leiðtoga ríkisins af dögum. Áætluð stofnun herdeildarinnar er sögð vera skilaboð til leiðtoga Norður-Kóreu en deildin hefur fengið viðurnefnið „afhöfðunardeild“. Til stendur að stofna hana áður en þessu ári lýkur.Embættismenn sögðu New York Times að herdeildin gæti gert árásir yfir landamæri ríkjanna í skjóli myrkurs með sérstökum þyrlum og flugvélum. Allt á milli tvö og fjögur þúsund hermenn munu vera í deildinni.„Besti fælingarmáttur okkar, fyrir utan eigin kjarnorkuvopn, felst í því að láta Kim Jong-un óttast um líf sitt,“ sagði hershöfðinginn Shin Won-sik. Hann sagði einnig að Suður-Kórea ætti nóg af eldflaugum grandað gætu neðanjarðarbyrgjum Norður-Kóreu og öðrum felustöðum Kim Jong-un. Flugher Suður-Kóreu gerði í dag tilraunir með Taurus-eldflaug sem ætluð er til þess að gera nákvæmar árásir á mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Til stendur að koma 170 slíkum flaugum fyrir í Suður-Kóreu. Shin Won-sik sagði tilganginn vera að byggja upp þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum, en án kjarnorkuvopna. „Í miðaldaríki eins og Norður-Kóreu er líf Kim Jong-un virði hundruð þúsunda venjulegs fólks sem væri ógnað með beitingu kjarnorkuvopna.“Yfirlit yfir hernaðargetu Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsFyrri tilraun algerlega misheppnuð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir eru settar í framkvæmd í Suður-Kóreu. Í kjölfar þess að sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu reyndu að gera árás á forsetahöll Suður-Kóreu á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndu yfirvöld í suðri að þjálfa fanga til þess að laumast inn í Norður-Kóreu og ráða Kim Il-sung af dögum. Þegar hætt var við verkefnið brugðust fangarnir reiðir við og drápu þjálfara sína. Þá hófu þeir skothríð í Seoul og sprengdu sig svo í loft upp í höfuðborginni.Óttast aðgerðaleysi Bandaríkjanna Það þykir ekki algengt að þjóðríki tilkynni áætlanir sínar um að ráða þjóðarleiðtoga af dögum en líklegt þykir að tilkynningu Suður-Kóreu sé ætlað að auka þrýstingin á yfirvöld nágranna þeirra og jafnvel fá þá að samningaborðinu.Eftir tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar sem gætu mögulega borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna óttast Suður-Kóreumenn að Bandaríkin myndu ekki koma þeim til aðstoðar ef til stríðs á milli ríkjanna kæmi, vegna þeirrar ógnar að Norður-Kórea gæti skotið kjarnorkuvopnum til Bandaríkjanna. EF til stríðs kæmi gæti Norður-Kórea beitt hefðbundnu stórskotaliði til að valda gífurlegu tjóni í Suður-Kóreu og í höfuðborginni Seoul, þar sem 25 milljónir manna búa, á mjög skömmum tíma. Mögulega gæti efnavopnum verið skotið á Seoul með því stórskotaliði. Þar að auki eru Norður-Kóreumenn með fjölda eldflauga sem skotið yrði að herstöðvum í Suður-Kóreu og Japan. Norður-Kórea Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stofna herdeild með það markmið að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og aðra leiðtoga ríkisins af dögum. Áætluð stofnun herdeildarinnar er sögð vera skilaboð til leiðtoga Norður-Kóreu en deildin hefur fengið viðurnefnið „afhöfðunardeild“. Til stendur að stofna hana áður en þessu ári lýkur.Embættismenn sögðu New York Times að herdeildin gæti gert árásir yfir landamæri ríkjanna í skjóli myrkurs með sérstökum þyrlum og flugvélum. Allt á milli tvö og fjögur þúsund hermenn munu vera í deildinni.„Besti fælingarmáttur okkar, fyrir utan eigin kjarnorkuvopn, felst í því að láta Kim Jong-un óttast um líf sitt,“ sagði hershöfðinginn Shin Won-sik. Hann sagði einnig að Suður-Kórea ætti nóg af eldflaugum grandað gætu neðanjarðarbyrgjum Norður-Kóreu og öðrum felustöðum Kim Jong-un. Flugher Suður-Kóreu gerði í dag tilraunir með Taurus-eldflaug sem ætluð er til þess að gera nákvæmar árásir á mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Til stendur að koma 170 slíkum flaugum fyrir í Suður-Kóreu. Shin Won-sik sagði tilganginn vera að byggja upp þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum, en án kjarnorkuvopna. „Í miðaldaríki eins og Norður-Kóreu er líf Kim Jong-un virði hundruð þúsunda venjulegs fólks sem væri ógnað með beitingu kjarnorkuvopna.“Yfirlit yfir hernaðargetu Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsFyrri tilraun algerlega misheppnuð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir eru settar í framkvæmd í Suður-Kóreu. Í kjölfar þess að sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu reyndu að gera árás á forsetahöll Suður-Kóreu á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndu yfirvöld í suðri að þjálfa fanga til þess að laumast inn í Norður-Kóreu og ráða Kim Il-sung af dögum. Þegar hætt var við verkefnið brugðust fangarnir reiðir við og drápu þjálfara sína. Þá hófu þeir skothríð í Seoul og sprengdu sig svo í loft upp í höfuðborginni.Óttast aðgerðaleysi Bandaríkjanna Það þykir ekki algengt að þjóðríki tilkynni áætlanir sínar um að ráða þjóðarleiðtoga af dögum en líklegt þykir að tilkynningu Suður-Kóreu sé ætlað að auka þrýstingin á yfirvöld nágranna þeirra og jafnvel fá þá að samningaborðinu.Eftir tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar sem gætu mögulega borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna óttast Suður-Kóreumenn að Bandaríkin myndu ekki koma þeim til aðstoðar ef til stríðs á milli ríkjanna kæmi, vegna þeirrar ógnar að Norður-Kórea gæti skotið kjarnorkuvopnum til Bandaríkjanna. EF til stríðs kæmi gæti Norður-Kórea beitt hefðbundnu stórskotaliði til að valda gífurlegu tjóni í Suður-Kóreu og í höfuðborginni Seoul, þar sem 25 milljónir manna búa, á mjög skömmum tíma. Mögulega gæti efnavopnum verið skotið á Seoul með því stórskotaliði. Þar að auki eru Norður-Kóreumenn með fjölda eldflauga sem skotið yrði að herstöðvum í Suður-Kóreu og Japan.
Norður-Kórea Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira