Verja á 25 milljónum í æskuslóðir Jóns forseta Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2017 06:00 Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson fæddist 17. júní 1811. Fréttablaðið/Jón Sigurður Gert er ráð fyrir að verja 25 milljónum króna í endurbætur og viðhald á húsnæði, eignum og jörð á Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson, oft nefndur Jón forseti, er fæddur og uppalinn. Í dag er þar menningarsetur og safn til heiðurs Jóni en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 hefur forsætisráðuneytið eyrnamerkt áðurnefnda upphæð til endurbóta og viðhalds þar. Málefni Hrafnseyrar heyrðu áður undir mennta- og menningarmálaráðuneytið en heyra nú undir forsætisráðuneytið í kjölfar forsetaúrskurðar í janúar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Fleira forsetatengt er að finna í fjárlagafrumvarpinu hjá forsætisráðuneytinu. Þannig kemur fram að gert sé ráð fyrir 30 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum vegna framkvæmda við „heimreið og heimasvæði á Bessastöðum“. Viðhaldsþörfin á forsetabústaðnum á Bessastöðum hefur verið nokkur á umliðnum árum en í fyrra voru veittar 7 milljónir króna í að uppfæra öryggismyndavélar á svæðinu. Árið 2016 voru veittar 22,5 milljónir í að sinna uppsafnaðri viðhaldsþörf á Bessastöðum eins og heilmálun, viðgerðum á gluggum og endurnýjun á gleri, viðgerð og endurnýjun gólfefna og viðhaldi á öryggis- og húskerfi og fjarskiptalögnum Bessastaða. Enn á ný er gert ráð fyrir að forsætisráðuneytið verji umtalsverðum fjármunum í að styrkja öryggismál í Stjórnarráðinu. Er það gert í samræmi við tillögur Ríkislögreglustjóra en embættið veitir þó engar upplýsingar um í hverju þær tillögur felast. Árið 2016 var 15 milljónum veitt í verkefnið en í fjárlagafrumvarpinu 2018 er gert ráð fyrir 17,5 milljónum í að styrkja öryggi Stjórnarráðshússins. Þó að þegar hafi verið varið 15 milljónum í öryggismál árið 2016 þótti stjórnarráðið engu að síður ekki uppfylla nauðsynlegar öryggiskröfur þegar þjóðaröryggisráð kom saman í júní síðastliðnum. Þá fundaði ráðið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en meðal þeirra sem sæti eiga í ráðinu er ríkislögreglustjóri. Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00 Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Gert er ráð fyrir að verja 25 milljónum króna í endurbætur og viðhald á húsnæði, eignum og jörð á Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson, oft nefndur Jón forseti, er fæddur og uppalinn. Í dag er þar menningarsetur og safn til heiðurs Jóni en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 hefur forsætisráðuneytið eyrnamerkt áðurnefnda upphæð til endurbóta og viðhalds þar. Málefni Hrafnseyrar heyrðu áður undir mennta- og menningarmálaráðuneytið en heyra nú undir forsætisráðuneytið í kjölfar forsetaúrskurðar í janúar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Fleira forsetatengt er að finna í fjárlagafrumvarpinu hjá forsætisráðuneytinu. Þannig kemur fram að gert sé ráð fyrir 30 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum vegna framkvæmda við „heimreið og heimasvæði á Bessastöðum“. Viðhaldsþörfin á forsetabústaðnum á Bessastöðum hefur verið nokkur á umliðnum árum en í fyrra voru veittar 7 milljónir króna í að uppfæra öryggismyndavélar á svæðinu. Árið 2016 voru veittar 22,5 milljónir í að sinna uppsafnaðri viðhaldsþörf á Bessastöðum eins og heilmálun, viðgerðum á gluggum og endurnýjun á gleri, viðgerð og endurnýjun gólfefna og viðhaldi á öryggis- og húskerfi og fjarskiptalögnum Bessastaða. Enn á ný er gert ráð fyrir að forsætisráðuneytið verji umtalsverðum fjármunum í að styrkja öryggismál í Stjórnarráðinu. Er það gert í samræmi við tillögur Ríkislögreglustjóra en embættið veitir þó engar upplýsingar um í hverju þær tillögur felast. Árið 2016 var 15 milljónum veitt í verkefnið en í fjárlagafrumvarpinu 2018 er gert ráð fyrir 17,5 milljónum í að styrkja öryggi Stjórnarráðshússins. Þó að þegar hafi verið varið 15 milljónum í öryggismál árið 2016 þótti stjórnarráðið engu að síður ekki uppfylla nauðsynlegar öryggiskröfur þegar þjóðaröryggisráð kom saman í júní síðastliðnum. Þá fundaði ráðið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en meðal þeirra sem sæti eiga í ráðinu er ríkislögreglustjóri.
Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00 Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00
Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00
Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15
Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45