Erlent

Vetnissprengjan gæti hafa verið öflugri en talið var

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kim Jong-un lét sprengja 250 kílótonna vetnissprengju. ?Nordicphotos/AFP
Kim Jong-un lét sprengja 250 kílótonna vetnissprengju. ?Nordicphotos/AFP
Vetnissprengjan sem norðurkóreski herinn sprengdi neðanjarðar fyrr í mánuðinum gæti hafa verið mun öflugri en upphaflega var talið. Þetta sýna niðurstöður Kóreustofnunar John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum.

Upphaflega var kraftur sprengjunnar talinn vera á bilinu fimmtíu til 160 kílótonn en til samanburðar var kraftur sprengjunnar sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hírósíma í síðari heimsstyrjöld um fimmtán kílótonn. Samkvæmt hinni nýju rannsókn var kraftur vetnissprengjunnar, sem sprengd var þann 3. september, hins vegar um 250 kílótonn.

Tilraunin vakti mikla reiði heimssamfélagsins og voru nýjar viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu samþykktar í vikunni. Þá búa Bandaríkin og Suður-Kórea sig nú undir hið versta.

Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti kjarnorkuvopnabúr í Norður-Dakóta í gær. Þar eru rúmlega hundrað kjarnorkueldflaugar geymdar sem og herflugvél sem ætlað er að varpa kjarnorkusprengjum. Suður-Kóreumenn standa aftur á móti í stífum heræfingum þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×