Magnús kærði starfsmenn héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 23:41 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/eyþór Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, kærði starfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum og starfsmenn hjá Embætti héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Lögreglan á Vesturlandi yfirheyrði í dag blaðamanninn Atla Má Gylfason sem skrifaði frétt í DV í mars síðastliðnum um það að Magnús væri grunaður um að hafa valdið árekstri á Reykjanesbraut í desember 2016 með vítaverðum akstri. Þá voru Kristjón Kormákur Guðjónsson, þáverandi ritstjóri DV og núverandi ritstjóri DV.is, og Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, einnig yfirheyrð hjá lögreglu í dag. Telur Magnús að Atli Már hafi óeðlilegan aðgang að upplýsingum við vinnslu fréttarinnar um árekstur Tesla-bifreiðarinnar en í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Atli að hann hafi hvorki fengið upplýsingar hjá héraðssaksóknara né lögreglunni á Suðurnesjum. Þá muni hann aldrei gefa upp heimildarmenn sína. Athygli vekur að starfsmenn héraðssaksóknara eru til rannsóknar en á mánudag kærði stjórn United Silicon Magnús til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur í yfirlýsingum til fjölmiðla sagt ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Magnús var fyrr á árinu ákærður fyrir ofsaaksturinn á Teslunni í desember. Var hann ákærður fyrir almannahættubrot og líkamsárás af gáleysi en maður slasaðist í árekstrinum. Tengdar fréttir Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. 21. apríl 2017 17:15 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, kærði starfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum og starfsmenn hjá Embætti héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Lögreglan á Vesturlandi yfirheyrði í dag blaðamanninn Atla Má Gylfason sem skrifaði frétt í DV í mars síðastliðnum um það að Magnús væri grunaður um að hafa valdið árekstri á Reykjanesbraut í desember 2016 með vítaverðum akstri. Þá voru Kristjón Kormákur Guðjónsson, þáverandi ritstjóri DV og núverandi ritstjóri DV.is, og Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, einnig yfirheyrð hjá lögreglu í dag. Telur Magnús að Atli Már hafi óeðlilegan aðgang að upplýsingum við vinnslu fréttarinnar um árekstur Tesla-bifreiðarinnar en í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Atli að hann hafi hvorki fengið upplýsingar hjá héraðssaksóknara né lögreglunni á Suðurnesjum. Þá muni hann aldrei gefa upp heimildarmenn sína. Athygli vekur að starfsmenn héraðssaksóknara eru til rannsóknar en á mánudag kærði stjórn United Silicon Magnús til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur í yfirlýsingum til fjölmiðla sagt ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Magnús var fyrr á árinu ákærður fyrir ofsaaksturinn á Teslunni í desember. Var hann ákærður fyrir almannahættubrot og líkamsárás af gáleysi en maður slasaðist í árekstrinum.
Tengdar fréttir Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. 21. apríl 2017 17:15 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. 21. apríl 2017 17:15
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48